Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 11:49 Gian van Veen er langt frá þeim stað sem hann var áður. Adam Davy/PA Images via Getty Images Gian van Veen hefur þurft að yfirstíga mikla erfiðleika á leið sinni að úrslitaleiknum á HM í pílukasti. Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“ Pílukast Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Sjá meira
Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“
Pílukast Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Sjá meira