Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. janúar 2026 11:49 Gian van Veen er langt frá þeim stað sem hann var áður. Adam Davy/PA Images via Getty Images Gian van Veen hefur þurft að yfirstíga mikla erfiðleika á leið sinni að úrslitaleiknum á HM í pílukasti. Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“ Pílukast Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira
Hollendingurinn hefur átt frábært ár, hann varð Evrópumeistari og heimsmeistari ungmenna og komst svo í úrslitaleik HM í gærkvöldi eftir sigur gegn fyrrum tvöfalda heimsmeistaranum Gary Anderson. Þar mun hann mæta yngsta heimsmeistara sögunnar, Luke Littler, og van Veen gæti orðið sá næstyngsti. Hinn 22 ára gamli van Veen hefur áður sagt frá því að hann sé litblindur og eigi erfitt með að greina reitina á spjaldinu. Eftir undanúrslitaleikinn í gær sagði hann svo frá því á hjartnæman hátt að fyrir aðeins fjórum árum síðan hefði hann glímt við „Dartitis“ sem er andlegur sjúkdómur en hefur áhrif á líkamann og gerir mönnum ókleift að kasta pílum. „Dartitis“ hefur verið líkt við þekkt hugtak úr golfheiminum: „The Yips.“ Bæði pílukastarar og kylfingar í fremstu röð á heimsvísu hafa neyðst til að hætta þegar þeir lenda í þessu en van Veen yfirsteig erfiðleikana. „Fyrir bara þremur eða fjórum árum var ég í miklum vandræðum og ég man eftir því að hafa setið grátandi við kvöldmatarborðið, en þetta hefur allt verið þess virði“ sagði van Veen. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa hjálpað mér að komast hingað. Foreldrar mínir hafa fylgt mér á öll mót síðan ég var svona tólf ára og núna erum við komin hingað, þetta er ótrúlegt.“ „Ég glímdi við Dartitis í mörg ár og ástandið var mjög slæmt fyrir fjórum árum þegar ég var að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku. En meira að segja á góðu tímunum hélt að úrslitaleikur HM myndi aldrei gerast fyrir mig. Þetta er draumur að rætast.“
Pílukast Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Sjá meira