„Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2026 21:33 Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, var í kvöld kjörin Íþróttamaður ársins 2025 og er hér með verðlaun sín. Vísir/Hulda Margrét Ræðan hjá nýjum Íþróttamanni ársins var mjög skemmtileg en um sögulegt kjör var að ræða í ár. Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, var í kvöld kjörin Íþróttamaður ársins 2025 og er sú fyrsta úr ólympískum lyftingum til að hljóta þessa útnefningu. Eygló hlaut alls 532 atkvæði af 600 mögulegum en þrjátíu íþróttafréttamenn kusu í ár og fékk 74 stigum meira en sá sem endaði í öðru sætinu. Eygló Fanndal hélt flotta ræðu eftir kjörið. „Þetta skipti stendur klárlega upp úr“ „Fyrir mér er þetta alltaf einn skemmtilegasti viðburður ársins. Það er ótrúlega gaman að eiga svona hátíðlegt kvöld tileinkað okkar besta íþróttafólki. Öllum þeim afrekum sem við náðum á árinu sem er að líða. Ég hef hingað til alltaf skemmt mér konunglega á þessum viðburði en ég verð að viðurkenna að þetta skipti stendur klárlega upp úr,“ sagði Eygló. „Það er ólýsanlegur heiður og viðurkenning að fá að koma hingað upp og taka við þessum verðlaunum. Þetta er í sjötugasta sinn sem þau eru veitt og þegar ég hugsa út í það, þá átta ég mig á því hversu mikil forréttindi það er að fá að vera partur af þessum fámenna hópi af framúrskarandi íþróttafólki,“ sagði Eygló. Með átta öðrum algjörum nöglum í hóp „Þegar ég skoða hópinn aðeins betur, og ef ég taldi rétt, er ég aðeins níunda konan til að vera kjörin íþróttamaður ársins. Ég verð eiginlega að segja að það eru enn þá meiri forréttindi að fá að vera með þessum átta öðrum algjörum nöglum í hóp. Átta konur sem hafa rutt brautina og sett fordæmi fyrir þær sem komu á eftir þeim. Þar var sýnt hvað í þeim býr mikill styrkur og kraftur og ég gæti ekki verið stoltari af því að vera ein af þeim núna,“ sagði Eygló. „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum mínum. Fullt af sigrum, en líka gríðarlega erfiðum áskorunum. Það sem stendur auðvitað upp úr er EM þar sem ég varð fyrsti Evrópumeistari Íslands í ólympískum lyftingum. Því augnabliki mun ég seint gleyma og þetta er eitt af því sem ég er hvað stoltust af að hafa afrekað. En seinni part ársins settu erfið meiðsli strik í reikninginn,“ sagði Eygló. Þið megið alveg fá þessa setningu lánaða „Ég er í rauninni í fyrsta skipti að læra hvernig á að takast á við slíkt. En ef það er eitthvað sem ég lærði á þessu tímabili og það sem ég segi reglulega við sjálfa mig, og þið megið alveg fá þessa setningu lánaða, en það er að hætta þessu væli. Hún er einföld, hún kemur svo beint að efninu og hittir alltaf í mark. Hún er náttúrulega komin mér í gegnum ansi margt. Ég er líka ótrúlega heppin að vera umkringd fjölskyldu, vinum og frábærum fagaðilum sem styðja mig og hvetja áfram í hverju skrefi,“ sagði Eygló. Fyrirmyndir sem hafa veitt mér mikinn innblástur „Það er mér sérstaklega minnisstætt frá viðburðinum í fyrra að sitja í salnum og horfa á Glódísi [Perlu Viggósdóttur] taka við verðlaununum. Ég man hvað mér fannst þú vera mikil fyrirmynd, manneskja sem átti að líta upp til og sækja hvatningu í. Ekki bara fyrir unga krakka sem eru að fylgjast með, heldur líka fyrir okkur hin í afreksíþróttum. Og það sama á við um þá sem hafa tekið við þessum verðlaunum árin áður. Allt saman einstaklingar sem eru gríðarlegar fyrirmyndir og hafa veitt mér mikinn innblástur,“ sagði Eygló. „Núna þegar ég stend hérna og tek við þessum verðlaunum, vona ég að það sama geti átt við um mig. Að ég geti verið fyrirmynd fyrir þá sem mér fylgjast með og veitt einhverjum hvatningu eða innblástur. Að lokum vil ég enn og aftur þakka kærlega fyrir mig. Og til allra þeirra sem eru tilnefndir í kvöld, innilega til hamingju. Þið eruð öll gríðarlega öflugt íþróttafólk og það er sannur heiður að fá að vera á þessum lista með ykkur. Takk fyrir mig,“ sagði Eygló. Íþróttamaður ársins Lyftingar ÍSÍ Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira
Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, var í kvöld kjörin Íþróttamaður ársins 2025 og er sú fyrsta úr ólympískum lyftingum til að hljóta þessa útnefningu. Eygló hlaut alls 532 atkvæði af 600 mögulegum en þrjátíu íþróttafréttamenn kusu í ár og fékk 74 stigum meira en sá sem endaði í öðru sætinu. Eygló Fanndal hélt flotta ræðu eftir kjörið. „Þetta skipti stendur klárlega upp úr“ „Fyrir mér er þetta alltaf einn skemmtilegasti viðburður ársins. Það er ótrúlega gaman að eiga svona hátíðlegt kvöld tileinkað okkar besta íþróttafólki. Öllum þeim afrekum sem við náðum á árinu sem er að líða. Ég hef hingað til alltaf skemmt mér konunglega á þessum viðburði en ég verð að viðurkenna að þetta skipti stendur klárlega upp úr,“ sagði Eygló. „Það er ólýsanlegur heiður og viðurkenning að fá að koma hingað upp og taka við þessum verðlaunum. Þetta er í sjötugasta sinn sem þau eru veitt og þegar ég hugsa út í það, þá átta ég mig á því hversu mikil forréttindi það er að fá að vera partur af þessum fámenna hópi af framúrskarandi íþróttafólki,“ sagði Eygló. Með átta öðrum algjörum nöglum í hóp „Þegar ég skoða hópinn aðeins betur, og ef ég taldi rétt, er ég aðeins níunda konan til að vera kjörin íþróttamaður ársins. Ég verð eiginlega að segja að það eru enn þá meiri forréttindi að fá að vera með þessum átta öðrum algjörum nöglum í hóp. Átta konur sem hafa rutt brautina og sett fordæmi fyrir þær sem komu á eftir þeim. Þar var sýnt hvað í þeim býr mikill styrkur og kraftur og ég gæti ekki verið stoltari af því að vera ein af þeim núna,“ sagði Eygló. „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum mínum. Fullt af sigrum, en líka gríðarlega erfiðum áskorunum. Það sem stendur auðvitað upp úr er EM þar sem ég varð fyrsti Evrópumeistari Íslands í ólympískum lyftingum. Því augnabliki mun ég seint gleyma og þetta er eitt af því sem ég er hvað stoltust af að hafa afrekað. En seinni part ársins settu erfið meiðsli strik í reikninginn,“ sagði Eygló. Þið megið alveg fá þessa setningu lánaða „Ég er í rauninni í fyrsta skipti að læra hvernig á að takast á við slíkt. En ef það er eitthvað sem ég lærði á þessu tímabili og það sem ég segi reglulega við sjálfa mig, og þið megið alveg fá þessa setningu lánaða, en það er að hætta þessu væli. Hún er einföld, hún kemur svo beint að efninu og hittir alltaf í mark. Hún er náttúrulega komin mér í gegnum ansi margt. Ég er líka ótrúlega heppin að vera umkringd fjölskyldu, vinum og frábærum fagaðilum sem styðja mig og hvetja áfram í hverju skrefi,“ sagði Eygló. Fyrirmyndir sem hafa veitt mér mikinn innblástur „Það er mér sérstaklega minnisstætt frá viðburðinum í fyrra að sitja í salnum og horfa á Glódísi [Perlu Viggósdóttur] taka við verðlaununum. Ég man hvað mér fannst þú vera mikil fyrirmynd, manneskja sem átti að líta upp til og sækja hvatningu í. Ekki bara fyrir unga krakka sem eru að fylgjast með, heldur líka fyrir okkur hin í afreksíþróttum. Og það sama á við um þá sem hafa tekið við þessum verðlaunum árin áður. Allt saman einstaklingar sem eru gríðarlegar fyrirmyndir og hafa veitt mér mikinn innblástur,“ sagði Eygló. „Núna þegar ég stend hérna og tek við þessum verðlaunum, vona ég að það sama geti átt við um mig. Að ég geti verið fyrirmynd fyrir þá sem mér fylgjast með og veitt einhverjum hvatningu eða innblástur. Að lokum vil ég enn og aftur þakka kærlega fyrir mig. Og til allra þeirra sem eru tilnefndir í kvöld, innilega til hamingju. Þið eruð öll gríðarlega öflugt íþróttafólk og það er sannur heiður að fá að vera á þessum lista með ykkur. Takk fyrir mig,“ sagði Eygló.
Íþróttamaður ársins Lyftingar ÍSÍ Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira