Sport

Hótað líf­láti eftir klúður á ögur­stundu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Spark Loops fór víðs fjarri marki.
Spark Loops fór víðs fjarri marki. Mark Alberti/Icon Sportswire via Getty Images

Tyler Loop, sparkari Baltimore Ravens, er ekki vinsæll þar í borg eftir klikk á ögurstundu í leik við Pittsburgh Steelers í gær.

Hrafnarnir þurftu sigur gegn Steelers til að komast í úrslitakeppnina í NFL-deildinni en lokaumferð deildarkeppninnar fór fram í gær. Tveggja stiga munur var á liðunum á lokasekúndunum, 26-24 fyrir Steelers, þegar Loop mætti á vettvang.

Tvær sekúndur voru eftir af leiknum þegar hann stillti upp fyrir spark af 44 stiku færi. Þrjú stig fást fyrir vallarmark og ljóst að hann tryggði Ravens sigur og úrslitakeppnissæti með því að skora.

Hann skaut hins vegar framhjá og örlög Hrafnanna ljós.

Stuðningsfólk Ravens hefur ekki tekið vel í klúður sparkarans og honum borist fjöldi líflátshótana eftir leikinn.

Loop gekk niðurbrotinn af velli og sagði frá miklu svekkelsi sínu í viðtölum eftir leik. Hann treysti á almættið til að koma sér í gegnum sársaukann.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×