Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 6. janúar 2026 08:31 Nýtt ár byrjar með látum á alþjóðasviðinu. Látum sem vekja ugg og valda meiriháttar áhyggjum. Eftir margra vikna undirbúning og vaxandi hernaðarógn Bandaríkjanna undan ströndum Venesúela og röð banvænna loftárása þeirra á meint smyglskip fíkinefna, réðst Bandaríkjaher að undirlagi Trumps forseta á forsetahöll Venesúela og rændi Maduro, forseta landsins, til að dæma hann og eiginkonu hans fyrir bandarískum dómstólum fyrir vopnaburð og eiturlyfjasmygl. Með þessari ótrúlegu aðgerð; loftárásum á Caracas og mannráni á forseta landsins, grafa Bandaríkin undir stjórn Donalds Trumps enn og aftur undan alþjóðalögum og sáttmálum sem hafa verið grunnurinn að heimsskipan frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það er alveg ljóst að innrásin og ránið á Maduro eru skýr brot á 2. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður skýrt á um að öll aðildarríki - líka Bandaríkin - þurfi að forðast “ógn eða valdbeitingu” gegn landsvæðum eða sjálfstæðum ríkjum. Enda lýsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, yfir miklum áhyggjum. Undir þær er vert að taka af fullum þunga. Eins og forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, Annalena Baerbock, sagði í gær þá verður „leiðarljósið á komandi dögum á alþjóðasviðinu að vera sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem er ekki valfrjálst skjal“. Vafasamt fordæmi Bandaríkjanna sem skiptir okkur máli Tæpar 28 milljónir manna búa í Venesúela en vegna mannréttindabrota, sárafátæktar almennings og hörku yfirvalda í valdatíð Maduro, áætlar Flóttamannastofnun S.Þ. að um 7,9 milljónir Venesúelabúa hafi flúið landið undanfarin ár. Flest til nærliggjandi landa, en mörg líka alla leið hingað til Íslands og í dag búa 1.585 manns frá Venesúela á Íslandi. En burtséð frá erfiðum aðstæðum almennings í Venesúela og mannréttindabrotium þar, eru aðgerðir Bandaríkjahers skýrt brot á alþjóðalögum og stórhættulegt fordæmi á afar viðkvæmum tímum á alþjóðavettvangi. Hvað þá með Tævan og Kína ? Ísrael og Sómalíu ? Eða jafnvel Rússland og Úkraínu ? Og hvað með Grænland og augljósa löngun Donalds Trumps í að taka það land yfir ? Fyrstu viðbrögð vekja spurningar um stöðu Íslands Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastjóri, Volker Türk, hafa nú báðir talað af þunga fyrir virðingu fyrir alþjóðalögum, alþjóðasáttmálum og ekki síst fyrir virðingu fyrir mannréttindum, velferð almennings og friði í Venesúela eftir hernaðaraðgerð Bandaríkjahers. Nákvæmlega þannig hefðu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands strax átt að tala í sínum fyrstu viðbrögðum en hafa nú gert það sem betur fer. Við svona aðgerð þarf að gagnrýna augljós brot á alþjóðalögum, tala skýrt fyrir friði og mannréttindum almennings en ekki að hrósa Bandaríkjaher fyrir góða og velheppnaða aðgerð sem er klárlega ólögleg hernaðaríhlutun inn í sjálfstætt ríki… Eftir hljóta að sitja spurningar um stöðumat vegna öryggis og stöðu Íslands þegar Bandaríkjaforseti ásælist okkar næstu nágranna sem tilheyra NATO eins og við. Ef af því yrði, hvers virði er þá varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna og hið nána samband ríkjanna tveggja ? Trump hefur í valdatíð sinni og á báðum kjörtímabilum dregið Bandaríkin út úr alþjóðastofnunum og átt notalegt samband við einræðisherra í einræðisríkjum sem hann hefur ekki gagnrýnt, heldur hrósað. Nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjastjórnar Trumps hefur vakið verðskuldaðan ugg. Það hefur líka hin áður óþekkta óvinveitta afstaða hans og Bandaríkjastjórnar gagnvart Evrópu líka gert. Afskipti ríkisstjórnar Trump af innanríkismálum Evrópuríkja og stuðningur við evrópsk öfgahægriöfl hefur grafið undan sögulegu bandalagi Bandaríkjanna og Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar og skapað tortryggni og óöryggi í stað trausts og öryggis. Bandaríkin eru ekki lengur áreiðanleg vinaþjóð Evrópu. Áhugi Trump á norðurslóðum var augljós á fyrra kjörtímabili hans en er mun opinskárri nú á seinna kjörtímabili hans. Áhugi hans á Grænlandi er ekki drifinn áfram af einlægum áhuga á því að tryggja góð og friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir á norðurslóðum eða af virðingu fyrir mannréttindum og réttarríkinu. Heldur af gamaldags valdabrölti og útþenslustefnu Bandaríkjanna. Það sama og liggur að baki yfirtökunni á Venesúela. Stuðningur okkar Íslendinga verður að vera skýr við Grænland og frið á norðurslóðum Við Íslendingar getum ekki setið hjá þessu valdabrölti Trumps sem teygir sig alla leið til Grænlands. Samband Íslands og Bandaríkjanna er sérstakt og hefur verið náið í 80 ár en líka verið umdeilt. Samskipti okkar við Bandaríkin skipta okkur Íslendinga miklu máli en það skiptir okkur máli á hvaða grunni þau eru reist og á hvaða forsendum, hvort þau fara fram á grunni sameiginlegra gilda, virðingar fyrir lýðræði, lögum og reglum og virðingu fyrir mannréttindum, og ekki síst gagnkvæmri virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Það er því ekki skrítið að spurt sé hvort Bandaríkin séu raunverulegur vinur okkar Íslendinga ? Fleiri spurningar vakna um samstarf Íslands og Bandaríkjanna háttað þegar kemur að öryggis - og varnarmálum nú þegar ósk Trump að taka yfir Grænland er öllum augljós. Hverjar verða breytingarnar á því samstarfi ef Bandaríkin skyldu taka yfir annað NATO-ríki sem er okkar næstu nágrannar ? Þetta eru spurningar sem okkur þótti óhugsandi að spyrja okkur fyrir stuttu síðan en erum nauðbeygð til þess nú. Það er nefnilega nauðsynlegt að horfast í augu við áherslubreytingar í öryggis- og varnarmálum milli Íslands og Bandaríkjanna vegna nýliðinna atburða. Við Íslendingar eigum stefnu í málefnum norðurslóða sem var samþykkt uppfærð á Alþingi árið 2021. Þar er skýrt tekið fram í grein 14. að …”mæla gegn hervæðingu og vinna markvisst að því að viðhalda friði og stöðugleika á svæðinu.” og í grein 15. segir; “ Að líta vaxandi áhuga aðila utan svæðisins á málefnum norðurslóða jákvæðum augum, að því gefnu að þeir virði alþjóðalög og stöðu norðurskautsríkjanna átta og fari fram með friðsamlegum og sjálfbærum hætti.” Þarna er grunnurinn að því frumkvæði sem Íslendingar eiga að sýna í þeirri viðkvæmu stöðu sem ríkir. Við eigum að vinna stíft að meira jafnræði ríki milli ríkja og þjóða við norðurskaut. Við þurfum að koma fram með skýra afstöðu inn í samtöl á alþjóðavettvangi sem byggjast á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Fyrir mannréttindum, virðingu fyrir alþjóðalögum á norðurslóðum og virðingu fyrir auðlindum sem ekki er í boði að taka yfir með óvinveittum hætti. Og við Íslendingar eigum að beita okkur af öllu afli fyrir því að ríki fari fram í samskiptum með friðsamlegum hætti. Því ekki viljum við hrósa Bandaríkjunum fyrir vel heppnaðar aðgerðir ef þau taka yfir Grænland. Höfundur er fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd og Evrópuráðsþinginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nýtt ár byrjar með látum á alþjóðasviðinu. Látum sem vekja ugg og valda meiriháttar áhyggjum. Eftir margra vikna undirbúning og vaxandi hernaðarógn Bandaríkjanna undan ströndum Venesúela og röð banvænna loftárása þeirra á meint smyglskip fíkinefna, réðst Bandaríkjaher að undirlagi Trumps forseta á forsetahöll Venesúela og rændi Maduro, forseta landsins, til að dæma hann og eiginkonu hans fyrir bandarískum dómstólum fyrir vopnaburð og eiturlyfjasmygl. Með þessari ótrúlegu aðgerð; loftárásum á Caracas og mannráni á forseta landsins, grafa Bandaríkin undir stjórn Donalds Trumps enn og aftur undan alþjóðalögum og sáttmálum sem hafa verið grunnurinn að heimsskipan frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það er alveg ljóst að innrásin og ránið á Maduro eru skýr brot á 2. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður skýrt á um að öll aðildarríki - líka Bandaríkin - þurfi að forðast “ógn eða valdbeitingu” gegn landsvæðum eða sjálfstæðum ríkjum. Enda lýsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, yfir miklum áhyggjum. Undir þær er vert að taka af fullum þunga. Eins og forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, Annalena Baerbock, sagði í gær þá verður „leiðarljósið á komandi dögum á alþjóðasviðinu að vera sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem er ekki valfrjálst skjal“. Vafasamt fordæmi Bandaríkjanna sem skiptir okkur máli Tæpar 28 milljónir manna búa í Venesúela en vegna mannréttindabrota, sárafátæktar almennings og hörku yfirvalda í valdatíð Maduro, áætlar Flóttamannastofnun S.Þ. að um 7,9 milljónir Venesúelabúa hafi flúið landið undanfarin ár. Flest til nærliggjandi landa, en mörg líka alla leið hingað til Íslands og í dag búa 1.585 manns frá Venesúela á Íslandi. En burtséð frá erfiðum aðstæðum almennings í Venesúela og mannréttindabrotium þar, eru aðgerðir Bandaríkjahers skýrt brot á alþjóðalögum og stórhættulegt fordæmi á afar viðkvæmum tímum á alþjóðavettvangi. Hvað þá með Tævan og Kína ? Ísrael og Sómalíu ? Eða jafnvel Rússland og Úkraínu ? Og hvað með Grænland og augljósa löngun Donalds Trumps í að taka það land yfir ? Fyrstu viðbrögð vekja spurningar um stöðu Íslands Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastjóri, Volker Türk, hafa nú báðir talað af þunga fyrir virðingu fyrir alþjóðalögum, alþjóðasáttmálum og ekki síst fyrir virðingu fyrir mannréttindum, velferð almennings og friði í Venesúela eftir hernaðaraðgerð Bandaríkjahers. Nákvæmlega þannig hefðu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands strax átt að tala í sínum fyrstu viðbrögðum en hafa nú gert það sem betur fer. Við svona aðgerð þarf að gagnrýna augljós brot á alþjóðalögum, tala skýrt fyrir friði og mannréttindum almennings en ekki að hrósa Bandaríkjaher fyrir góða og velheppnaða aðgerð sem er klárlega ólögleg hernaðaríhlutun inn í sjálfstætt ríki… Eftir hljóta að sitja spurningar um stöðumat vegna öryggis og stöðu Íslands þegar Bandaríkjaforseti ásælist okkar næstu nágranna sem tilheyra NATO eins og við. Ef af því yrði, hvers virði er þá varnarsamningur milli Íslands og Bandaríkjanna og hið nána samband ríkjanna tveggja ? Trump hefur í valdatíð sinni og á báðum kjörtímabilum dregið Bandaríkin út úr alþjóðastofnunum og átt notalegt samband við einræðisherra í einræðisríkjum sem hann hefur ekki gagnrýnt, heldur hrósað. Nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjastjórnar Trumps hefur vakið verðskuldaðan ugg. Það hefur líka hin áður óþekkta óvinveitta afstaða hans og Bandaríkjastjórnar gagnvart Evrópu líka gert. Afskipti ríkisstjórnar Trump af innanríkismálum Evrópuríkja og stuðningur við evrópsk öfgahægriöfl hefur grafið undan sögulegu bandalagi Bandaríkjanna og Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar og skapað tortryggni og óöryggi í stað trausts og öryggis. Bandaríkin eru ekki lengur áreiðanleg vinaþjóð Evrópu. Áhugi Trump á norðurslóðum var augljós á fyrra kjörtímabili hans en er mun opinskárri nú á seinna kjörtímabili hans. Áhugi hans á Grænlandi er ekki drifinn áfram af einlægum áhuga á því að tryggja góð og friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir á norðurslóðum eða af virðingu fyrir mannréttindum og réttarríkinu. Heldur af gamaldags valdabrölti og útþenslustefnu Bandaríkjanna. Það sama og liggur að baki yfirtökunni á Venesúela. Stuðningur okkar Íslendinga verður að vera skýr við Grænland og frið á norðurslóðum Við Íslendingar getum ekki setið hjá þessu valdabrölti Trumps sem teygir sig alla leið til Grænlands. Samband Íslands og Bandaríkjanna er sérstakt og hefur verið náið í 80 ár en líka verið umdeilt. Samskipti okkar við Bandaríkin skipta okkur Íslendinga miklu máli en það skiptir okkur máli á hvaða grunni þau eru reist og á hvaða forsendum, hvort þau fara fram á grunni sameiginlegra gilda, virðingar fyrir lýðræði, lögum og reglum og virðingu fyrir mannréttindum, og ekki síst gagnkvæmri virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Það er því ekki skrítið að spurt sé hvort Bandaríkin séu raunverulegur vinur okkar Íslendinga ? Fleiri spurningar vakna um samstarf Íslands og Bandaríkjanna háttað þegar kemur að öryggis - og varnarmálum nú þegar ósk Trump að taka yfir Grænland er öllum augljós. Hverjar verða breytingarnar á því samstarfi ef Bandaríkin skyldu taka yfir annað NATO-ríki sem er okkar næstu nágrannar ? Þetta eru spurningar sem okkur þótti óhugsandi að spyrja okkur fyrir stuttu síðan en erum nauðbeygð til þess nú. Það er nefnilega nauðsynlegt að horfast í augu við áherslubreytingar í öryggis- og varnarmálum milli Íslands og Bandaríkjanna vegna nýliðinna atburða. Við Íslendingar eigum stefnu í málefnum norðurslóða sem var samþykkt uppfærð á Alþingi árið 2021. Þar er skýrt tekið fram í grein 14. að …”mæla gegn hervæðingu og vinna markvisst að því að viðhalda friði og stöðugleika á svæðinu.” og í grein 15. segir; “ Að líta vaxandi áhuga aðila utan svæðisins á málefnum norðurslóða jákvæðum augum, að því gefnu að þeir virði alþjóðalög og stöðu norðurskautsríkjanna átta og fari fram með friðsamlegum og sjálfbærum hætti.” Þarna er grunnurinn að því frumkvæði sem Íslendingar eiga að sýna í þeirri viðkvæmu stöðu sem ríkir. Við eigum að vinna stíft að meira jafnræði ríki milli ríkja og þjóða við norðurskaut. Við þurfum að koma fram með skýra afstöðu inn í samtöl á alþjóðavettvangi sem byggjast á virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Fyrir mannréttindum, virðingu fyrir alþjóðalögum á norðurslóðum og virðingu fyrir auðlindum sem ekki er í boði að taka yfir með óvinveittum hætti. Og við Íslendingar eigum að beita okkur af öllu afli fyrir því að ríki fari fram í samskiptum með friðsamlegum hætti. Því ekki viljum við hrósa Bandaríkjunum fyrir vel heppnaðar aðgerðir ef þau taka yfir Grænland. Höfundur er fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd og Evrópuráðsþinginu.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar