Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 6. janúar 2026 23:19 Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti að standa undir sér með auknum tekjum. Þær auknu tekjur áttu að koma frá notendum, heimilum, fyrirtækjum og innviðum samfélagsins, með færslu yfir í dýrari forgangsflutning. Þetta var ekki smáa letrið. Þetta var lykilforsenda. Orð stýrihóps þar sem bæjarstjórinn okkar sat ásamt bæjarfulltrúa voru þessi: „Ítrekað skal að með þessum framkvæmdum er ekki verið að kalla eftir fjárframlögum frá hinu opinbera til að standa straum af lagningu strengja og orkuflutningi til Vestmannaeyja. Færsla notenda af skerðanlegum flutningi yfir á forgangs flutning skilar auknum tekjum og stendur vel undir lagningu nýrra strengja.“ Sem sagt þau vissu að kostnaður við framkvæmdir yrðu fluttar yfir á okkur íbúa og fyrirtækin hér. Þetta hins vegar ekki sett fram með heiðarlegum hætti gagnvart okkur íbúum. Þar ríkti hin háværa þögn sem einkennt hefur störf bæjarstjórnar með tilheyrandi skaða fyrir samfélagið hér. Ekki vantaði upp á skrautið og hátíðarskálræðurnar þegar undirrituð var viljayfirlýsing þar sem talað var um orkuskipti, loftslag og framtíðarsýn. Kostnaðurinn? Ekki orð um hann. Engin greining á áhrifum á atvinnulíf. Engin raunveruleg umræða um hvað þetta þýddi fyrir samfélag sem er þegar viðkvæmt fyrir hækkunum á flutnings- og orkukostnaði. Í þessu eins og í öðru hér í Eyjum ekki framsýninni fyrir að fara. Meira lagt upp úr umbúðunum, fínheitunum og myndatöku. Nú er staðan sú að rafmagnsferjan Herjólfur, tákn orkuskipta og grænnar framtíðar í Eyjum, hefur hætt að hlaða í heimahöfn og siglir á olíu. Atvinnurekendur tala um „hræðilega“ stöðu og heimilin finna fyrir hækkunum. Þá allt í einu stígur bæjarstjóri fram og lýsir áhyggjum og undrun með það sem hún sjálf tók ákvörðun um. Það er furðulegt að kvarta þegar reikningurinn sem hún skrifaði sjálf er kominn. Málið snýst ekki um að vera á móti orkuskiptum. Það snýst um að taka ákvarðanir af ábyrgð, segja fólki sannleikann og standa með eigin gjörðum. Ef bæjarstjórn samþykkir verkefni sem byggir á því að hækka orkukostnað stórlega, þá getur hún ekki komið fram síðar og þóst vera fórnarlamb kerfisins. Í Vestmannaeyjum er ekki skortur á skjölum, upplýsingum eða viðvörunum. Það er ekki skortur á hátíðarsölum, dýrum skrifstofum og búblum. Það sem skortir er pólitískt hugrekki til að segja hlutina eins og þeir eru. Og nú borgar samfélagið í Eyjum reikninginn. Höfundur er smiður.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun