Tvenna frá Sesko dugði United skammt Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2026 22:01 Fyrirliðinn Bruno Fernandes sneri aftur eftir meiðsli og lagði upp mark í kvöld fyrir Manchester United. Getty/Martin Rickett Benjamin Sesko skoraði bæði mörk Manchester United í 2-2 jafntefli við grannana í Burnley í kvöld, í fyrsta leik United eftir brottrekstur Rúbens Amorim í byrjun vikunnar. Darren Fletcher stýrði United í kvöld og stillti upp fjögurra manna varnarlínu, eins og Amorim var svo oft gagnrýndur fyrir að neita að gera, og liðið hafði endurheimt fjóra menn úr meiðslum. Þar á meðal var fyrirliðinn Bruno Fernandes sem kom beint í byrjunarliðið og lagði upp fyrra mark Sesko. Burnley komst þó yfir á 13. mínútu, þegar Bashir Humphreys reyndi fyrirgjöf sem fór af Ayden Heaven í boga yfir Senne Lammens og í fjærhornið. Staðan var 1-0 í hálfleik, þrátt fyrir þunga sókn United og nokkrar afar hættulegar tilraunir, en á tíu mínútum í seinni hálfleik náði Sesko að koma United yfir. Fyrst fékk hann stungusendingu frá Fernandes og svo skoraði hann eftir fyrirgjöf frá Patrick Dorgu á 60. mínútu. Skömmu síðar jafnaði Jaidon Anthony metin með frábæru skoti og þar við sat. Fletcher setti hinn 18 ára Shea Lacey inná á 84. mínútu og hann var þó afar nálægt því að skora sigurmark, þegar skot hans utan teigs fór í þverslána, sem og í lok uppbótartíma þegar hann skaut rétt yfir vinkilinn. United er nú með 32 stig í 6. sæti, stigi fyrir ofan Chelsea og Fulham en stigi á eftir Brentford og tveimur á eftir Liverpool sem mætir Arsenal annað kvöld. Burnley er enn í fallsæti með aðeins 13 stig, átta stigum frá næsta örugga sæti. Enski boltinn Manchester United Burnley FC
Benjamin Sesko skoraði bæði mörk Manchester United í 2-2 jafntefli við grannana í Burnley í kvöld, í fyrsta leik United eftir brottrekstur Rúbens Amorim í byrjun vikunnar. Darren Fletcher stýrði United í kvöld og stillti upp fjögurra manna varnarlínu, eins og Amorim var svo oft gagnrýndur fyrir að neita að gera, og liðið hafði endurheimt fjóra menn úr meiðslum. Þar á meðal var fyrirliðinn Bruno Fernandes sem kom beint í byrjunarliðið og lagði upp fyrra mark Sesko. Burnley komst þó yfir á 13. mínútu, þegar Bashir Humphreys reyndi fyrirgjöf sem fór af Ayden Heaven í boga yfir Senne Lammens og í fjærhornið. Staðan var 1-0 í hálfleik, þrátt fyrir þunga sókn United og nokkrar afar hættulegar tilraunir, en á tíu mínútum í seinni hálfleik náði Sesko að koma United yfir. Fyrst fékk hann stungusendingu frá Fernandes og svo skoraði hann eftir fyrirgjöf frá Patrick Dorgu á 60. mínútu. Skömmu síðar jafnaði Jaidon Anthony metin með frábæru skoti og þar við sat. Fletcher setti hinn 18 ára Shea Lacey inná á 84. mínútu og hann var þó afar nálægt því að skora sigurmark, þegar skot hans utan teigs fór í þverslána, sem og í lok uppbótartíma þegar hann skaut rétt yfir vinkilinn. United er nú með 32 stig í 6. sæti, stigi fyrir ofan Chelsea og Fulham en stigi á eftir Brentford og tveimur á eftir Liverpool sem mætir Arsenal annað kvöld. Burnley er enn í fallsæti með aðeins 13 stig, átta stigum frá næsta örugga sæti.