Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 20. janúar 2026 14:30 Barátta Eflingar starfsfólks á leikskólum Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið ein skýrasta birtingarmynd kerfislægs misréttis á íslenskum vinnumarkaði. Þar mætast lág laun, mikið álag, ófullnægjandi starfsaðstæður og pólitísk tregða til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir að þessi hópur haldi einum mikilvægasta innviði samfélagsins gangandi er hann síendurtekið jaðarsettur í umræðu, ákvarðanatöku og stefnumótun. Ábendingar og skrif undanfarinna vikna draga þetta skýrt fram. Hvort sem horft er til umræðu frambjóðenda í borgarstjórnarkosningum, skýrslna unnar fyrir stjórnvöld eða afstöðu hluta forystu verkalýðshreyfingarinnar blasir við sama mynstrið. Raddir Eflingarfólks, sem að stórum hluta eru konur í líkamlega og andlega krefjandi umönnunarstörfum, fá ekki vægi. Þær eru ósýnilegar þegar rætt er um leikskólakerfið, nema sem óskilgreint vinnuafl sem ætlast er til að aðlagi sig að kerfinu óháð kostnaði fyrir heilsu og lífsgæði. Í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg hefur þetta birst með afgerandi hætti. Þar sem Efling mætti með raunhæfar kröfur um bættar starfsaðstæður og réttindi var viðbragð borgarinnar í sumum tilvikum táknrænt fremur en efnislegt. Áhersla á orðfæri og yfirborðslegar breytingar var sett í forgang fram yfir úrbætur á undirbúningstíma, ábyrgð og álagi starfsfólks sem sinnir sömu verkefnum og aðrir sambærilegir hópar innan leikskólanna. Slík nálgun sýnir hversu lítið er hlustað á þá sem standa í framlínunni. En ábyrgðin liggur ekki einungis hjá sveitarfélaginu. Umræða um nauðsynlegar breytingar á leikskólamódeli og fjölskyldustefnu hefur vakið ugg. Þegar útilokað er að ræða lengingu fæðingarorlofs eða aðrar raunhæfar leiðir til að draga úr álagi með þeim rökum að það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt er verið að setja hagkerfið ofar fólkinu. Sérstaklega er það alvarlegt þegar slíkt er réttlætt í nafni jafnréttis á meðan raunverulegar aðstæður verkakvenna eru hunsaðar. Reynsla Eflingarfólks sýnir að breytingar gerast ekki af sjálfu sér. Árangur síðustu ára hefur náðst vegna samstöðu, þrautseigju og þess að beita þeim verkfærum sem standa til boða. Sú barátta hefur ekki snúist um óraunhæfar kröfur heldur um mannlega reisn, sanngirni og sjálfbærni kerfisins til lengri tíma. Leikskólar geta ekki byggst á stöðugu undirmönnunarástandi, kulnun starfsfólks og því að loka augunum fyrir raunverulegum kostnaði kerfislægrar vanrækslu. Í aðdraganda kosninga er nauðsynlegt að Eflingarfólk og aðrir kjósendur spyrji skýrt hvaða stjórnmálafólk er tilbúið að horfast í augu við þessa staðreynd. Ekki með fallegum yfirlýsingum heldur með vilja til að hlusta, taka ábyrgð og standa með þeim sem bera uppi velferðarkerfið í verki. Barátta Eflingarfólks er ekki sérmál heldur prófsteinn á hvort samfélagið ætlar að taka umönnunarstörf, kvennastörf og verkafólk alvarlega. Það er hægt að gera betur. Það er hægt að bæta laun, starfsaðstæður og draga úr óhóflegu álagi. Til þess þarf pólitískt hugrekki, virðingu fyrir þekkingu þeirra sem vinna störfin og raunverulega samvinnu við Eflingu. Sú krafa er bæði sanngjörn og brýn og hún mun ekki hverfa þó reynt sé að þagga hana niður Í lokin vil ég hvetja Eflingarfólk eindregið til að skrá sig í Samfylkinginguna og taka þátt í flokksvalinu sem fram fer næsta laugardag 24. janúar. Þar gefst raunverulegt tækifæri til að tryggja að rödd Eflingarfélaga fái fulltrúa í þriðja sæti listans í Reykjavík. Það er ekki hægt að styðja mig nema að skrá sig og undir þér komið hvort það sé til lengri eða styttri tíma. Ég hef um árabil starfað í trúnaðarráði Eflingar og í samninganefnd félagsins og tekið þátt í krefjandi viðræðum við Reykjavíkurborg þar sem náðst hefur áþreifanlegur árangur í launamálum og réttindum starfsfólks. Sú reynsla hefur kennt mér að breytingar verða aðeins þegar fólk með þekkingu á veruleikanum situr við borðið. Ég hlakka til að geta nýtt þessa reynslu innan borgarstjórnar til að standa vörð um kjör, starfsaðstæður og virðingu Eflingarfólks og taka þátt í kjarabaráttu þess af festu og ábyrgð. Hér er hægt að skrá sig: https://xs.is/takathatt Þú þarft að hafa lögheimili í Reykjavík, vera orðinn 16 ára, íslenska kennitölu og rafræn skilríki. Skráningu lýkur 23.janúar. Höfundur er formaður Afstöðu-réttindafélags, í trúnaðarráði Eflingar og sérhæfður starfsmaður Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann býður sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Barátta Eflingar starfsfólks á leikskólum Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið ein skýrasta birtingarmynd kerfislægs misréttis á íslenskum vinnumarkaði. Þar mætast lág laun, mikið álag, ófullnægjandi starfsaðstæður og pólitísk tregða til að horfast í augu við raunveruleikann. Þrátt fyrir að þessi hópur haldi einum mikilvægasta innviði samfélagsins gangandi er hann síendurtekið jaðarsettur í umræðu, ákvarðanatöku og stefnumótun. Ábendingar og skrif undanfarinna vikna draga þetta skýrt fram. Hvort sem horft er til umræðu frambjóðenda í borgarstjórnarkosningum, skýrslna unnar fyrir stjórnvöld eða afstöðu hluta forystu verkalýðshreyfingarinnar blasir við sama mynstrið. Raddir Eflingarfólks, sem að stórum hluta eru konur í líkamlega og andlega krefjandi umönnunarstörfum, fá ekki vægi. Þær eru ósýnilegar þegar rætt er um leikskólakerfið, nema sem óskilgreint vinnuafl sem ætlast er til að aðlagi sig að kerfinu óháð kostnaði fyrir heilsu og lífsgæði. Í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg hefur þetta birst með afgerandi hætti. Þar sem Efling mætti með raunhæfar kröfur um bættar starfsaðstæður og réttindi var viðbragð borgarinnar í sumum tilvikum táknrænt fremur en efnislegt. Áhersla á orðfæri og yfirborðslegar breytingar var sett í forgang fram yfir úrbætur á undirbúningstíma, ábyrgð og álagi starfsfólks sem sinnir sömu verkefnum og aðrir sambærilegir hópar innan leikskólanna. Slík nálgun sýnir hversu lítið er hlustað á þá sem standa í framlínunni. En ábyrgðin liggur ekki einungis hjá sveitarfélaginu. Umræða um nauðsynlegar breytingar á leikskólamódeli og fjölskyldustefnu hefur vakið ugg. Þegar útilokað er að ræða lengingu fæðingarorlofs eða aðrar raunhæfar leiðir til að draga úr álagi með þeim rökum að það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt er verið að setja hagkerfið ofar fólkinu. Sérstaklega er það alvarlegt þegar slíkt er réttlætt í nafni jafnréttis á meðan raunverulegar aðstæður verkakvenna eru hunsaðar. Reynsla Eflingarfólks sýnir að breytingar gerast ekki af sjálfu sér. Árangur síðustu ára hefur náðst vegna samstöðu, þrautseigju og þess að beita þeim verkfærum sem standa til boða. Sú barátta hefur ekki snúist um óraunhæfar kröfur heldur um mannlega reisn, sanngirni og sjálfbærni kerfisins til lengri tíma. Leikskólar geta ekki byggst á stöðugu undirmönnunarástandi, kulnun starfsfólks og því að loka augunum fyrir raunverulegum kostnaði kerfislægrar vanrækslu. Í aðdraganda kosninga er nauðsynlegt að Eflingarfólk og aðrir kjósendur spyrji skýrt hvaða stjórnmálafólk er tilbúið að horfast í augu við þessa staðreynd. Ekki með fallegum yfirlýsingum heldur með vilja til að hlusta, taka ábyrgð og standa með þeim sem bera uppi velferðarkerfið í verki. Barátta Eflingarfólks er ekki sérmál heldur prófsteinn á hvort samfélagið ætlar að taka umönnunarstörf, kvennastörf og verkafólk alvarlega. Það er hægt að gera betur. Það er hægt að bæta laun, starfsaðstæður og draga úr óhóflegu álagi. Til þess þarf pólitískt hugrekki, virðingu fyrir þekkingu þeirra sem vinna störfin og raunverulega samvinnu við Eflingu. Sú krafa er bæði sanngjörn og brýn og hún mun ekki hverfa þó reynt sé að þagga hana niður Í lokin vil ég hvetja Eflingarfólk eindregið til að skrá sig í Samfylkinginguna og taka þátt í flokksvalinu sem fram fer næsta laugardag 24. janúar. Þar gefst raunverulegt tækifæri til að tryggja að rödd Eflingarfélaga fái fulltrúa í þriðja sæti listans í Reykjavík. Það er ekki hægt að styðja mig nema að skrá sig og undir þér komið hvort það sé til lengri eða styttri tíma. Ég hef um árabil starfað í trúnaðarráði Eflingar og í samninganefnd félagsins og tekið þátt í krefjandi viðræðum við Reykjavíkurborg þar sem náðst hefur áþreifanlegur árangur í launamálum og réttindum starfsfólks. Sú reynsla hefur kennt mér að breytingar verða aðeins þegar fólk með þekkingu á veruleikanum situr við borðið. Ég hlakka til að geta nýtt þessa reynslu innan borgarstjórnar til að standa vörð um kjör, starfsaðstæður og virðingu Eflingarfólks og taka þátt í kjarabaráttu þess af festu og ábyrgð. Hér er hægt að skrá sig: https://xs.is/takathatt Þú þarft að hafa lögheimili í Reykjavík, vera orðinn 16 ára, íslenska kennitölu og rafræn skilríki. Skráningu lýkur 23.janúar. Höfundur er formaður Afstöðu-réttindafélags, í trúnaðarráði Eflingar og sérhæfður starfsmaður Landspítala háskólasjúkrahúss. Hann býður sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2026.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun