Sport

Dag­skráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og bar­átta í Síkinu og Vestur­bæ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Árni Pálsson stýrir EM-pallborðinu og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason verða sérfræðingar.
Stefán Árni Pálsson stýrir EM-pallborðinu og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason verða sérfræðingar. Sýn

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Milliriðillinn á Evrópumótinu í handbolta hefst í dag og EM-pallborðið mun fara vel yfir stöðuna á íslenska liðinu, væntingarnar, möguleikana og hvernig framhaldið gæti orðið á þessu áhugaverða móti þar sem strákarnir okkar hafa byrjað svo vel.

Stefán Árni Pálsson stýrir þættinum og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason verða sérfræðingar. Þátturinn verður einnig í beinni hér á Vísi.

Fimmtándu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta lýkur með tveimur leikjum í beinni og eftir leikina mun Bónus Körfuboltakvöld síðan gera upp alla umferðina á sinn einstaka hátt.

Tindastóll tekur á móti Njarðvík í Síkinu og KR-ingar taka á móti Grindvíkingum í Vesturbænum.

Það verður sýndur leikur úr ensku B-deildinni, þýsku B-deildinni, frá golfmóti í Dúbaí og frá leik í bandarísku ishokkí-deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Vísir

Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá EM-pallborðinu þar sem hitað verður upp fyrir milliriðilinn á Evrópumótinu í handbolta. Stefán Árni Pálsson fær til sín góða sérfræðinga sem rýna í stöðuna.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.15 hefst bein útsending frá leik KR og Grindavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 21.25 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem verður farið yfir alla leiki fimmtándu umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Tindastóls og Njarðvíkur í Bónus-deild karla í körfubolta.

Sýn Sport 4

Klukkan 07.30 hefst útsending frá Hero Dubai Desert Classic-golfmótinu á DP World Tour.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 17.25 hefst bein útsending frá leik Darmstadt 98 og Nürnberg í þýsku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 19.55 hefst bein útsending frá leik Derby og West Bromwich Albion í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Toronto Maple Leafs og Vegas Golden Knights í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×