„Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2026 11:58 Donald Trump fór mikinn í Davos í Sviss á dögunum. AP/Laurent Gillieron, Keystone Útlit er fyrir að ákveðinn vendipunktur hafi orðið á sambandi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þjóðarleiðtogar og embættismenn í Evrópu eru sagðir líta á tilraunir Trumps til að kúga Evrópu með tollum og hótunum til að eignast Grænland marka tímamót. Til viðbótar við það nefna þeir að Trump hafi hætt við að styðja ætlanir Breta um að afhenda Chagos-eyjar til Máritíus en þar má finna mikilvæga herstöð sem kallast Diego Garcia og er notuð af bæði Bretum og Bandaríkjamönnum. Trump hafði áður lýst yfir stuðningi við þessar ætlanir Breta, sem ætla að leigja landsvæðið til 99 ára. Hann hótaði Frökkum tollum á vín og kampavín af því að Emmanuel Macron, forseti, vildi ekki taka þátt í Friðarráði Trumps og skammaði forsætisráðherra Noregs af því að hann fékk ekki friðarverðlaun Nóbels. Samkvæmt frétt Politico er það sem fór hvað mest í taugarnar á ráðamönnum í Evrópu það að Trump hafi birt einkaskilaboð annarra leiðtoga til hans opinberlega á samfélagsmiðlum. Einn heimildarmaður miðilsins, háttsettur erindreki í Evrópu, sagði þetta framferði Trumps óásættanlegt. „Þú bara gerir þetta ekki,“ sagði hann. „Eftir þetta getur enginn treyst honum.“ Hann sagði að þjóðarleiðtogar viti nú að ekki sé hægt að segja Trump neitt og að hingað til hafi einkaskilaboð verið skilvirk samskiptaleið við Trump. Héðan í frá muni öll samskipti við Trump þurfa að fara gegnum formlegri en hægari boðleiðir. „Ef þið hafið ekki traust, getið þið ekki unnið saman lengur.“ Hvernig Trump hefur gengið fram varðandi Grænland og Kanada hefur fengið leiðtoga í Evrópu og í Kanada til að leita eftir nýjum viðskiptafélögum og samstarfsfélögum á hinum ýmsu sviðum. Að færa egg úr Bandaríkjakörfunni og dreifa úr þeim, ef svo má segja. Trump-liðar hafa á undanförnu ári ítrekað verið mjög gagnrýnir á Evrópu og gengið hart fram gegn bandamönnum sínum þar. Í ræðu Trumps í Davos fyrr í vikunni gaf hann ítrekað í skyn að bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu hefðu gert sér Bandaríkin að fjárþúfu. Þá innihélt ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trumps ákvæði um að styðja líkt þenkjandi öfl innan Evrópu og féll það ekki í kramið. Skaðinn þegar skeður Annar Evrópumaður sem ræddi við Politico sagði að Atlantshafsbandalagið hefði þegar orðið fyrir töluverðum skaða vegna Trumps. NATO byggi í rauninni á því loforði að sé ráðist á eitt ríki bandalagsins komi hin því til aðstoðar. Það sé ástæðan fyrir því að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að ef Trump beitti hervaldi til að eignast Grænland væri úti um NATO. Heimildarmaðurinn sagði að það að Trump hefði hótað beitingu hervalds hefði skaðað bandalagið verulega. Úkraínustríðið spilar þarna einnig inn í en ráðamenn í Úkraínu og í Evrópu hafa lagt mikið púður í að reyna að fá Trump til að koma að öryggistryggingum handa Úkraínumönnum. Það er að segja að Bandaríkin samþykki að koma Úkraínu til aðstoðar ráðist Rússar aftur á ríkið í framtíðinni, takist yfir höfuð að semja um frið. Einhver árangur virðist hafa náðst þar í gær, samkvæmt Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, eftir að hann fundaði með Trump í Davos í gær. Nú eru ráðamenn í Evrópu sagðir spyrja hvorn annan að því í einrúmi hvort það sé yfir höfuð hægt að treysta öryggistryggingum frá Bandaríkjum Trumps. Þessar deilur Evrópu og Bandaríkjanna falla vel í kramið í Rússlandi, ef marka má umfjöllun Steve Rosenberg, blaðamanns BBC þar í landi. Einnig eru Rússar ánægðir með það að svo virðist sem að ríki megi nú gera það sem þeim sýnist, hafi þau burði til þess. SUBTITLED "The Greenland saga has been sowing division in the Western alliance. And that suits Moscow just fine." Our report from Moscow, featuring US envoys in the Kremlin and suspicion of Donald Trump on the street. @BBCNews pic.twitter.com/0ItuS7EYfN— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) January 23, 2026 Hættan ekki yfirstaðin Þó Trump virðist hafa gefið eitthvað eftir, með því að hætta við að beita tollum og tala um samninga um Grænland, eru ráðamenn í Evrópu sannfærðir um að hættan sé ekki yfirstaðin. Þar að auki virðist enginn vita af hverju Trump hætti við beitingu tollanna. France24 hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann segi mögulegar refsiaðgerðir Evrópu hafa spilað þar inn í. Margir þjóðarleiðtogar og embættismenn sem blaðamaður Wall Street Journal ræddi við í Davos í Sviss í vikunni sögðu að stíga þyrfti varlega til jarðar á næstu vikum, ef til stæði að viðhalda bandalaginu yfir Atlantshafið. Sjá einnig: Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sagði til að mynda að sú staðreynd að fólki væri létt yfir því að leiðtogi NATO-ríkis [Trump] hefði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að ráðast á annað NATO-ríki sýndi í sjálfu sér að bandalagið hefði beðið hnekki. Vilja draga úr kaupum hergagna frá Bandaríkjunum Allt þetta er sagt ýta undir vilja ráðamanna í Evrópu til að standa á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Evrópa er þó að mjög miklu leyti upp á Bandaríkin komin þegar kemur að varnarmálum og hergagnaframleiðslu. Framferði Trumps og embættismanna hans hefur dregið úr vilja Evrópumanna til að kaupa hergögn og tækni frá Bandaríkjunum. Þetta er þróun sem byrjaði að sjást snemma í fyrra. Sjá einnig: Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt umfangsmiklar fjárveitingar til varnarmála og hergagnaframleiðslu en það hefur enn sem komið er skilað tiltölulega litlum árangri, enda tekur slík vinna tíma. Leiðtogar héldu neyðarfund Leiðtogar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær þar sem þeir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, eru báðir sagðir hafa varað við því að Evrópa stæði frammi fyrir nýjum raunveruleika. Auka þyrfti sjálfstæði heimsálfunnar. „Við vitum að við þurfum að starfa sem sjálfstæð Evrópa.“ Þetta sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að fimm klukkustunda fundinum loknum. Á fundinum var ákveðið að leggja til fjárfestingapakka ætluðum Grænlandi og að auknum fjármunum yrði varið til varnarmála á norðurslóðum. Samvinna við Bandaríkjamenn yrði aukin þegar kæmi að þeim vörnum. Eftir fundinn líkti einn háttsettur embættismaður úr Austur-Evrópu ástandinu við það þegar Júlíus Sesar fór yfir Rubicon-ánna á sínum tíma. Nú væri ekki aftur snúið. Evrópa gæti ekki haldið áfram eins og ekkert hefði breyst. Annar sagði Evrópu þurfa að bæta sig og öðlast sjálfstæði á öllum sviðum. „Þetta getur ekki bara snúist um orkuöryggi eða varnarmál, þetta getur ekki snúist um efnahagslegan styrk eða viðskiptalegt sjálfstæði. Þetta verður að snúast um allt og í einum rikk.“ Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum. 23. janúar 2026 07:21 Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. 23. janúar 2026 06:48 „Við getum gert það sem við viljum“ Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times. 22. janúar 2026 22:41 Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira
Til viðbótar við það nefna þeir að Trump hafi hætt við að styðja ætlanir Breta um að afhenda Chagos-eyjar til Máritíus en þar má finna mikilvæga herstöð sem kallast Diego Garcia og er notuð af bæði Bretum og Bandaríkjamönnum. Trump hafði áður lýst yfir stuðningi við þessar ætlanir Breta, sem ætla að leigja landsvæðið til 99 ára. Hann hótaði Frökkum tollum á vín og kampavín af því að Emmanuel Macron, forseti, vildi ekki taka þátt í Friðarráði Trumps og skammaði forsætisráðherra Noregs af því að hann fékk ekki friðarverðlaun Nóbels. Samkvæmt frétt Politico er það sem fór hvað mest í taugarnar á ráðamönnum í Evrópu það að Trump hafi birt einkaskilaboð annarra leiðtoga til hans opinberlega á samfélagsmiðlum. Einn heimildarmaður miðilsins, háttsettur erindreki í Evrópu, sagði þetta framferði Trumps óásættanlegt. „Þú bara gerir þetta ekki,“ sagði hann. „Eftir þetta getur enginn treyst honum.“ Hann sagði að þjóðarleiðtogar viti nú að ekki sé hægt að segja Trump neitt og að hingað til hafi einkaskilaboð verið skilvirk samskiptaleið við Trump. Héðan í frá muni öll samskipti við Trump þurfa að fara gegnum formlegri en hægari boðleiðir. „Ef þið hafið ekki traust, getið þið ekki unnið saman lengur.“ Hvernig Trump hefur gengið fram varðandi Grænland og Kanada hefur fengið leiðtoga í Evrópu og í Kanada til að leita eftir nýjum viðskiptafélögum og samstarfsfélögum á hinum ýmsu sviðum. Að færa egg úr Bandaríkjakörfunni og dreifa úr þeim, ef svo má segja. Trump-liðar hafa á undanförnu ári ítrekað verið mjög gagnrýnir á Evrópu og gengið hart fram gegn bandamönnum sínum þar. Í ræðu Trumps í Davos fyrr í vikunni gaf hann ítrekað í skyn að bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu hefðu gert sér Bandaríkin að fjárþúfu. Þá innihélt ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trumps ákvæði um að styðja líkt þenkjandi öfl innan Evrópu og féll það ekki í kramið. Skaðinn þegar skeður Annar Evrópumaður sem ræddi við Politico sagði að Atlantshafsbandalagið hefði þegar orðið fyrir töluverðum skaða vegna Trumps. NATO byggi í rauninni á því loforði að sé ráðist á eitt ríki bandalagsins komi hin því til aðstoðar. Það sé ástæðan fyrir því að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að ef Trump beitti hervaldi til að eignast Grænland væri úti um NATO. Heimildarmaðurinn sagði að það að Trump hefði hótað beitingu hervalds hefði skaðað bandalagið verulega. Úkraínustríðið spilar þarna einnig inn í en ráðamenn í Úkraínu og í Evrópu hafa lagt mikið púður í að reyna að fá Trump til að koma að öryggistryggingum handa Úkraínumönnum. Það er að segja að Bandaríkin samþykki að koma Úkraínu til aðstoðar ráðist Rússar aftur á ríkið í framtíðinni, takist yfir höfuð að semja um frið. Einhver árangur virðist hafa náðst þar í gær, samkvæmt Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, eftir að hann fundaði með Trump í Davos í gær. Nú eru ráðamenn í Evrópu sagðir spyrja hvorn annan að því í einrúmi hvort það sé yfir höfuð hægt að treysta öryggistryggingum frá Bandaríkjum Trumps. Þessar deilur Evrópu og Bandaríkjanna falla vel í kramið í Rússlandi, ef marka má umfjöllun Steve Rosenberg, blaðamanns BBC þar í landi. Einnig eru Rússar ánægðir með það að svo virðist sem að ríki megi nú gera það sem þeim sýnist, hafi þau burði til þess. SUBTITLED "The Greenland saga has been sowing division in the Western alliance. And that suits Moscow just fine." Our report from Moscow, featuring US envoys in the Kremlin and suspicion of Donald Trump on the street. @BBCNews pic.twitter.com/0ItuS7EYfN— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) January 23, 2026 Hættan ekki yfirstaðin Þó Trump virðist hafa gefið eitthvað eftir, með því að hætta við að beita tollum og tala um samninga um Grænland, eru ráðamenn í Evrópu sannfærðir um að hættan sé ekki yfirstaðin. Þar að auki virðist enginn vita af hverju Trump hætti við beitingu tollanna. France24 hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann segi mögulegar refsiaðgerðir Evrópu hafa spilað þar inn í. Margir þjóðarleiðtogar og embættismenn sem blaðamaður Wall Street Journal ræddi við í Davos í Sviss í vikunni sögðu að stíga þyrfti varlega til jarðar á næstu vikum, ef til stæði að viðhalda bandalaginu yfir Atlantshafið. Sjá einnig: Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sagði til að mynda að sú staðreynd að fólki væri létt yfir því að leiðtogi NATO-ríkis [Trump] hefði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að ráðast á annað NATO-ríki sýndi í sjálfu sér að bandalagið hefði beðið hnekki. Vilja draga úr kaupum hergagna frá Bandaríkjunum Allt þetta er sagt ýta undir vilja ráðamanna í Evrópu til að standa á eigin fótum, bæði efnahagslega og hernaðarlega. Evrópa er þó að mjög miklu leyti upp á Bandaríkin komin þegar kemur að varnarmálum og hergagnaframleiðslu. Framferði Trumps og embættismanna hans hefur dregið úr vilja Evrópumanna til að kaupa hergögn og tækni frá Bandaríkjunum. Þetta er þróun sem byrjaði að sjást snemma í fyrra. Sjá einnig: Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt umfangsmiklar fjárveitingar til varnarmála og hergagnaframleiðslu en það hefur enn sem komið er skilað tiltölulega litlum árangri, enda tekur slík vinna tíma. Leiðtogar héldu neyðarfund Leiðtogar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær þar sem þeir Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, eru báðir sagðir hafa varað við því að Evrópa stæði frammi fyrir nýjum raunveruleika. Auka þyrfti sjálfstæði heimsálfunnar. „Við vitum að við þurfum að starfa sem sjálfstæð Evrópa.“ Þetta sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að fimm klukkustunda fundinum loknum. Á fundinum var ákveðið að leggja til fjárfestingapakka ætluðum Grænlandi og að auknum fjármunum yrði varið til varnarmála á norðurslóðum. Samvinna við Bandaríkjamenn yrði aukin þegar kæmi að þeim vörnum. Eftir fundinn líkti einn háttsettur embættismaður úr Austur-Evrópu ástandinu við það þegar Júlíus Sesar fór yfir Rubicon-ánna á sínum tíma. Nú væri ekki aftur snúið. Evrópa gæti ekki haldið áfram eins og ekkert hefði breyst. Annar sagði Evrópu þurfa að bæta sig og öðlast sjálfstæði á öllum sviðum. „Þetta getur ekki bara snúist um orkuöryggi eða varnarmál, þetta getur ekki snúist um efnahagslegan styrk eða viðskiptalegt sjálfstæði. Þetta verður að snúast um allt og í einum rikk.“
Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum. 23. janúar 2026 07:21 Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. 23. janúar 2026 06:48 „Við getum gert það sem við viljum“ Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times. 22. janúar 2026 22:41 Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira
Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum. 23. janúar 2026 07:21
Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa dregið til baka boð sitt til Kanada um sæti í svokallaðri „Friðarstjórn“, ef marka má færslu forsetans á Truth Social í nótt. 23. janúar 2026 06:48
„Við getum gert það sem við viljum“ Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times. 22. janúar 2026 22:41
Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Donald Trump Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í ræðu sinni í Davos í dag. Hann ítrekaði enn og aftur að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland og að hann kalli eftir „tafarlausum viðræðum“ um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann hyggist þó ekki beita til þess valdi. Alla veganna í tvígang virðist sem Trump hafi ruglast á nöfnum Íslands og Grænlands. 21. janúar 2026 15:52