Sport

Dag­skráin: Stólarnir mæta til Kefla­víkur og Extra-þáttur strax á eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það reynir á Hilmar Pétursson og félaga í Keflavíkurliðinu í kvöld.
Það reynir á Hilmar Pétursson og félaga í Keflavíkurliðinu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á mánudögum.

Stórleikur dagsins er leikur Keflavíkur og Tindastóls í Bónusdeild karla í körfubolta en þetta er frestaður leikur vegna þátttöku Stólanna í Evrópukeppninni. Keflvíkingar hafa verið í miklum vandræðum í síðustu leikjum og fá nú sjóðheita Stóla í heimsókn.

Körfuboltakvöld Extra, sem gerir upp körfuboltavikuna á léttan og skemmtilegan hátt, mun fara í loftið strax á eftir leiknum og þar verður auk léttmetis vikunnar farið yfir leiki kvöldsins.

Umferðin í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klárast í kvöld með Everton og Leeds en það verður einnig sýnt frá leik í ensku B-deildinni og leik úr bandarísku NHL-íshokkídeildinni.

Klifturkeppnin á Reykjavíkurleikunum verður líka í beinni í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.30 hefst bein útsending frá Reykjavíkurleikunum þar sem keppt er í klifri.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá leik Keflavíkur og Tindastóls í Bónusdeild karla í körfubolta.

Klukkan 21.15 hefst Körfuboltakvöld Extra þar sem farið verður yfir körfuboltavikuna á léttan og öðruvísi hátt.

SÝN Sport

Klukkan 19.40 hefst bein útsending frá leik Everton og Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 19.55 hefst bein útsending frá leik Norwich og Coventry í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst bein útsending frá leik Tampa Bay Lightning og Utah Mammoths í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×