Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar 28. janúar 2026 08:31 Það er fáránlega gaman að gera sér glaðan dag, breyta til og bregða út af vananum. Staðreyndin er hins vegar sú að stærsti hluti lífsins fellur í flokk sem nefnist blákaldur hversdagsleiki. Einnig nefndur soðin ýsa. Hversdagsleikinn er samt ólíkur manna og fjölskyldna á milli enda erum við öll mismunandi. Það sem kjarnar hversdagsleikann þó svo vel, þvert á alla hópa, er að ef hann gengur smurt og fyrirsjáanlega fyrir sig, þá gengur allt annað í lífinu upp. Það vindur fljótt upp á sig ef mikilvægir hversdagslegir hlutir virka ekki. Leikskólar eru þungamiðja hversdagsins Skýrt dæmi um mikilvægan hversdagslegan hlut sem ekki virkar er leikskólakerfið í Reykjavík en færa má góð rök fyrir því að starfsemi leikskóla sé þungamiðja hversdagsleika margra fjölskyldna í borginni. Þessi staða varð ekki til á einni nóttu heldur á sér langan aðdraganda sem markast af því að margar rangar ákvarðanir, stórar sem smærri, voru teknar yfir lengri tíma. Lausnin sem boðuð hefur verið er svo að refsa foreldrum sem þurfa fulla vistun, einsog mörg sveitarfélög keyra á, og hækka svo gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Að umbuna foreldrum fyrir að stytta sinn dag eða hvetja til hlutastarfa þýðir skerðingu á starfsþróun, tækifærum á vinnumarkaði og svo lífeyrisréttindum þegar upp er staðið einsog Viðreisn í borginni hefur bent á. Raunverulegar úrbætur Hér skortir tilfinnanlega skýra stefnu og raunverulegar úrbætur sem ekki ganga bara út á skerða þjónustu og ræsa svo út ömmur og afa á eftirlaunum til að brúa öll bilin. Að þessu sögðu hefur borgin gert margt á síðustu árum til að bæta aðstæður starfsfólks á leikskólum; vinnustytting, hækkun launa, betri aðbúnaður, færri börn per starfsmaður o.fl. En sá húsakostur sem boðið er uppá víða um borgina hefur því miður hrakið frá mikið af hæfu starfsfólki - og listinn yfir það sem þarf að laga er vitanlega lengri. Fólk býr til borgir Borgir eru ekki byggingar, ljósastaurar, torg eða götur heldur fólkið sem í þeim býr, slítur barnsskónum þar, skapar minningar og virkjar sköpunarkraftinn til að bæta mannlíf, umhverfi og menningu svo allt okkar líf njóti góðs af. Raunverulegar þarfir fólks þurfa að vera í forgrunni í öllum ákvörðunum sem teknar eru af borgarstjórn til að gera hversdagsleika borgarbúa einfaldari. Að vera í borgarstjórn er nefnilega þjónustustarf þar sem reynir á að finna skapandi lausnir, leiða saman ólík sjónarmið og taka samtalið með það markmið að komast að sem bestri niðurstöðu. Þróum áfram Reykjavíkurleiðina Eitt af stóru verkefnum nýs meirihluta í Reykjavík í vor verður að þróa áfram Reykjavíkurleið í leikskólum í samtali við starfsfólk, foreldra og hagsmunaaðila. Það er kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt og eiga alvöru samtal við notendur þjónustunnar án þess að hrökkva í vörn og bjóða leiðir sem henta ekki, leiða til meiri kostnaðar og gera daglegt líf flóknara. Árum saman höfum við búið við kerfi sem virkar ekki. Það er kominn tími til að breyta til, bregða út af vananum og velja nýjan kost. Höfundur er í framboði til oddvita Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Björg Magnúsdóttir Mest lesið Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er fáránlega gaman að gera sér glaðan dag, breyta til og bregða út af vananum. Staðreyndin er hins vegar sú að stærsti hluti lífsins fellur í flokk sem nefnist blákaldur hversdagsleiki. Einnig nefndur soðin ýsa. Hversdagsleikinn er samt ólíkur manna og fjölskyldna á milli enda erum við öll mismunandi. Það sem kjarnar hversdagsleikann þó svo vel, þvert á alla hópa, er að ef hann gengur smurt og fyrirsjáanlega fyrir sig, þá gengur allt annað í lífinu upp. Það vindur fljótt upp á sig ef mikilvægir hversdagslegir hlutir virka ekki. Leikskólar eru þungamiðja hversdagsins Skýrt dæmi um mikilvægan hversdagslegan hlut sem ekki virkar er leikskólakerfið í Reykjavík en færa má góð rök fyrir því að starfsemi leikskóla sé þungamiðja hversdagsleika margra fjölskyldna í borginni. Þessi staða varð ekki til á einni nóttu heldur á sér langan aðdraganda sem markast af því að margar rangar ákvarðanir, stórar sem smærri, voru teknar yfir lengri tíma. Lausnin sem boðuð hefur verið er svo að refsa foreldrum sem þurfa fulla vistun, einsog mörg sveitarfélög keyra á, og hækka svo gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Að umbuna foreldrum fyrir að stytta sinn dag eða hvetja til hlutastarfa þýðir skerðingu á starfsþróun, tækifærum á vinnumarkaði og svo lífeyrisréttindum þegar upp er staðið einsog Viðreisn í borginni hefur bent á. Raunverulegar úrbætur Hér skortir tilfinnanlega skýra stefnu og raunverulegar úrbætur sem ekki ganga bara út á skerða þjónustu og ræsa svo út ömmur og afa á eftirlaunum til að brúa öll bilin. Að þessu sögðu hefur borgin gert margt á síðustu árum til að bæta aðstæður starfsfólks á leikskólum; vinnustytting, hækkun launa, betri aðbúnaður, færri börn per starfsmaður o.fl. En sá húsakostur sem boðið er uppá víða um borgina hefur því miður hrakið frá mikið af hæfu starfsfólki - og listinn yfir það sem þarf að laga er vitanlega lengri. Fólk býr til borgir Borgir eru ekki byggingar, ljósastaurar, torg eða götur heldur fólkið sem í þeim býr, slítur barnsskónum þar, skapar minningar og virkjar sköpunarkraftinn til að bæta mannlíf, umhverfi og menningu svo allt okkar líf njóti góðs af. Raunverulegar þarfir fólks þurfa að vera í forgrunni í öllum ákvörðunum sem teknar eru af borgarstjórn til að gera hversdagsleika borgarbúa einfaldari. Að vera í borgarstjórn er nefnilega þjónustustarf þar sem reynir á að finna skapandi lausnir, leiða saman ólík sjónarmið og taka samtalið með það markmið að komast að sem bestri niðurstöðu. Þróum áfram Reykjavíkurleiðina Eitt af stóru verkefnum nýs meirihluta í Reykjavík í vor verður að þróa áfram Reykjavíkurleið í leikskólum í samtali við starfsfólk, foreldra og hagsmunaaðila. Það er kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt og eiga alvöru samtal við notendur þjónustunnar án þess að hrökkva í vörn og bjóða leiðir sem henta ekki, leiða til meiri kostnaðar og gera daglegt líf flóknara. Árum saman höfum við búið við kerfi sem virkar ekki. Það er kominn tími til að breyta til, bregða út af vananum og velja nýjan kost. Höfundur er í framboði til oddvita Viðreisnar í Reykjavík.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun