U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar 30. janúar 2026 08:00 Óreiðan sem hefur skapast á leigubifreiðamarkaði hefur ekki farið fram hjá neinum. Stöðvaskylda og fjöldatakmarkanir voru afnumdar með einu pennastriki árið 2023. Þá vantaði skýran lagaramma sem tryggir aðhald og virkt eftirlit, sérstaklega gagnvart sjálfstætt starfandi bílstjórum. Fjöldi nýrra aðila hefur streymt inn í greinina, oft án nægilegrar þjálfunar eða aðhalds. Breytingarnar opnuðu leið fyrir þá sem áður stóðust ekki lágmarkskröfur til ráðninga á leigubifreiðastöðvum til að starfa sjálfstætt. Gæðaeftirlit sem áður fólst í aðgangskerfi og eftirliti stöðvanna hvarf. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa.Dæmi eru um að fyrstu kynni ferðamanna af Íslandi séu deilur við leigubílstjóra. Enn alvarlegri eru þó dæmin um ofbeldi og sakfellingar fyrir kynferðisbrot. Í viðhorfskönnun Maskínu kemur fram að 81 prósent þjóðarinnar séu óánægð með núverandi kerfi. Frumvarp mitt um breytingar á leigubifreiðalögum er á forræði þingsins og ég vonast til að það verði afgreitt fljótlega úr umhverfis- og samgöngunefnd. Meginbreytingin felur í sér endurvakningu stöðvaskyldu. Með því tryggjum við að enginn leigubílstjóri starfi án aðhalds og eftirlits stöðvar. Ég hef sett nýja reglugerð í samráðsgátt og mun kynna nýja námskrá þegar samráðsferli er lokið. Öll próf verða héðan í frá þreytt án utanaðkomandi aðstoðar. Einnig þurfa allir þeir bílstjórar sem fengu leyfi eftir lagabreytinguna 2023 að standast próf að nýju vilji þeir endurnýja leyfið. Leigubifreiðastjórar með tilskilin leyfi verða í framtíðinni auðkenndir með sérstökum númeraplötum og gerð er krafa um að leyfisskírteini bílstjóra sé sýnilegt á mælaborði. Einnig verða auknar kröfur um sýnileika verðskrár utan á bílnum, svo farþegar sjái glögglega hvað startgjald er og hvað meðalferð kostar áður en haldið er af stað. Leigubílar þurfa nú að halda rafræna skrá yfir seldar ferðir sem byggir á gervihnattaupplýsingum. Þetta tryggir að til séu skýr gögn ef upp koma kvartanir eða alvarleg atvik til rannsóknar. Leigubifreiðastöðvum verður jafnframt gert að halda utan um formlega atvikaskráningu vegna kvartana. Loks veitum við Samgöngustofu auknar heimildir svo að stofnunin geti hafið frumkvæðiseftirlit með markaðnum og fær stofnunin jafnframt auknar heimildir til að svipta bílstjóra leyfi gerist þeir brotlegir. Með þessum breytingum leggjum við grundvöll að öflugum og faglegum leigubifreiðamarkaði sem speglar þá gestrisni og þjónustulund sem við viljum að einkenni Ísland. Leigubílaþjónusta er oft fyrstu kynni ferðamanna af landinu og síðasta minningin þegar heim er haldið. Farþegar sem nýta sér þjónustu leigubifreiða eiga rétt á að geta treyst á örugga ferð, gagnsætt verðlag og faglega þjónustu. Jafnframt eiga leigubílstjórar rétt á starfsumhverfi þar sem leikreglur eru skýrar og þeim fylgt eftir. Fyrir íslenskan leigubílamarkað er því langþráð u-beygja framundan. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Leigubílar Alþingi Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Óreiðan sem hefur skapast á leigubifreiðamarkaði hefur ekki farið fram hjá neinum. Stöðvaskylda og fjöldatakmarkanir voru afnumdar með einu pennastriki árið 2023. Þá vantaði skýran lagaramma sem tryggir aðhald og virkt eftirlit, sérstaklega gagnvart sjálfstætt starfandi bílstjórum. Fjöldi nýrra aðila hefur streymt inn í greinina, oft án nægilegrar þjálfunar eða aðhalds. Breytingarnar opnuðu leið fyrir þá sem áður stóðust ekki lágmarkskröfur til ráðninga á leigubifreiðastöðvum til að starfa sjálfstætt. Gæðaeftirlit sem áður fólst í aðgangskerfi og eftirliti stöðvanna hvarf. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa.Dæmi eru um að fyrstu kynni ferðamanna af Íslandi séu deilur við leigubílstjóra. Enn alvarlegri eru þó dæmin um ofbeldi og sakfellingar fyrir kynferðisbrot. Í viðhorfskönnun Maskínu kemur fram að 81 prósent þjóðarinnar séu óánægð með núverandi kerfi. Frumvarp mitt um breytingar á leigubifreiðalögum er á forræði þingsins og ég vonast til að það verði afgreitt fljótlega úr umhverfis- og samgöngunefnd. Meginbreytingin felur í sér endurvakningu stöðvaskyldu. Með því tryggjum við að enginn leigubílstjóri starfi án aðhalds og eftirlits stöðvar. Ég hef sett nýja reglugerð í samráðsgátt og mun kynna nýja námskrá þegar samráðsferli er lokið. Öll próf verða héðan í frá þreytt án utanaðkomandi aðstoðar. Einnig þurfa allir þeir bílstjórar sem fengu leyfi eftir lagabreytinguna 2023 að standast próf að nýju vilji þeir endurnýja leyfið. Leigubifreiðastjórar með tilskilin leyfi verða í framtíðinni auðkenndir með sérstökum númeraplötum og gerð er krafa um að leyfisskírteini bílstjóra sé sýnilegt á mælaborði. Einnig verða auknar kröfur um sýnileika verðskrár utan á bílnum, svo farþegar sjái glögglega hvað startgjald er og hvað meðalferð kostar áður en haldið er af stað. Leigubílar þurfa nú að halda rafræna skrá yfir seldar ferðir sem byggir á gervihnattaupplýsingum. Þetta tryggir að til séu skýr gögn ef upp koma kvartanir eða alvarleg atvik til rannsóknar. Leigubifreiðastöðvum verður jafnframt gert að halda utan um formlega atvikaskráningu vegna kvartana. Loks veitum við Samgöngustofu auknar heimildir svo að stofnunin geti hafið frumkvæðiseftirlit með markaðnum og fær stofnunin jafnframt auknar heimildir til að svipta bílstjóra leyfi gerist þeir brotlegir. Með þessum breytingum leggjum við grundvöll að öflugum og faglegum leigubifreiðamarkaði sem speglar þá gestrisni og þjónustulund sem við viljum að einkenni Ísland. Leigubílaþjónusta er oft fyrstu kynni ferðamanna af landinu og síðasta minningin þegar heim er haldið. Farþegar sem nýta sér þjónustu leigubifreiða eiga rétt á að geta treyst á örugga ferð, gagnsætt verðlag og faglega þjónustu. Jafnframt eiga leigubílstjórar rétt á starfsumhverfi þar sem leikreglur eru skýrar og þeim fylgt eftir. Fyrir íslenskan leigubílamarkað er því langþráð u-beygja framundan. Höfundur er innviðaráðherra.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun