Innlent

Skjálftinn í Bárðar­bungu 5,3 að stærð

Eiður Þór Árnason skrifar
Bárðarbunga sést hér í fjarska.
Bárðarbunga sést hér í fjarska. Vísir/vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 5,3 mældist í norðvestanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 11:54 í dag. Fyrsta stærð var metin 4,1 og hún síðar uppfærð í 5,3 eftir að skjálftinn var yfirfarinn. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 

Veðurstofa Íslands greinir frá þessu en engar tilkynningar hafa borist þangað um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Jarðskjálftavirkni er sögð algeng í Bárðarbungu en síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þar þann 29. október 2025 og mældist hann 5,4 að stærð.

Um er að ræða eitt viðamesta eldstöðvarkerfi landsins sem er allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð

Skjálfti varð í Bárðarbungu klukkan 16:46 í dag og var hann 5,3 að stærð samkvæmt fyrsta stærðarmati en síðar færður niður í 4,1 eftir nánari yfirferð. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu

Skjálfti af stærðinni 4,0 mældist í austanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 21:59 í kvöld. Tíu eftirskjálftar hafa síðan mælst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×