Segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum með því að birta ekki tvær skýrslur fyrir kosningar þótt þær hafi verið tilbúnar. Innlent 31. janúar 2017 20:17
Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru sem sagt ekki launin mín til framtíðar“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segist ætla að draga sig úr nefndarstörfum í Kópavogsbæ og jafnframt segja sig úr stjórn Isavia. Innlent 30. janúar 2017 20:20
Sjálfstæðisflokkur með formennsku í sex fastanefndum af átta Kosið hefur verið til formennsku í öllum fastanefndum Alþingis eftir fundi morgunsins. Innlent 26. janúar 2017 11:06
Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðu sína: „You Ain't Seen Nothing Yet“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að áhugaverðir tímar séu framundan í stjórnmálum landsins. Innlent 25. janúar 2017 20:23
Boðar stórsókn við uppbyggingu innviða Alþingi kom saman í gær eftir jólafrí og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar eru sakaðir um að selja loforð sín ódýrt. Innlent 25. janúar 2017 06:00
Sigmundur Davíð fagnar því að „tvíhöfðaflokkurinn Viðreisn BF“ hafi gefið eftir stefnumál sín Það má segja að þegar Sigmundur Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formaður Framsóknar, steig í pontu hafi hann farið mikinn í yfirlýsingum sínum um nýju ríkisstjórnina og gaf hann ekkert eftir. Innlent 24. janúar 2017 22:33
Líkir kosningaloforðum ríkistjórnarflokkanna við kjötloku án kjöts Logi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík. Innlent 24. janúar 2017 20:52
Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. Innlent 24. janúar 2017 20:50
Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Innlent 24. janúar 2017 20:30
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. Innlent 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. Innlent 24. janúar 2017 19:48
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. Innlent 24. janúar 2017 19:15
Kristján Þór skipaður samstarfsráðherra Norðurlanda Samstarfsráðherra ber ábyrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra. Innlent 24. janúar 2017 14:11
Unnur Brá kosin forseti Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var nú rétt í þessu kosin forseti Alþingis. Innlent 24. janúar 2017 13:47
Bein útsending: Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí Þingfundur hefst klukkan 13:30. Innlent 24. janúar 2017 13:30
Viðræður um skipan nefnda runnu út í sandinn Ekki náðist samkomulag á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um skipan þingnefnda. Innlent 24. janúar 2017 12:30
Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld. Innlent 24. janúar 2017 12:26
Fyrirtaka í málum Innness og Sælkeradreifingar gegn ríkinu Fyrstu dómsmálin sem rekja má til ákvarðana nokkurra innflutningsfyrirtækja um að stefna ríkinu, og krefast endurgreiðslu útboðsgjalds sem innheimt hefur verið vegna úthlutunar tollkvóta fyrir búvörur, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Er þar um að ræða mál höfðuð af Innnes og Sælkeradreifingu en samanlagt nema kröfur fyrirtækjanna hundruðum milljóna króna. Viðskipti innlent 24. janúar 2017 12:15
Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. Innlent 24. janúar 2017 08:15
Óli Björn segir Bjarna Ben hafa sýnt af sér klaufaskap Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Innlent 21. janúar 2017 19:04
Ekkert samkomulag um nefndaskipun Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Innlent 19. janúar 2017 20:13
Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Tvö stór ágreiningsmál hafa komið upp milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi þótt þingstörf séu enn ekki hafin. Afar óheppilegt, segir formaður VG. Ráðherrar Bjartrar framtíðar ætla ekki að segja af sér þingmennsku um sinn. Innlent 19. janúar 2017 07:00
Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Innlent 18. janúar 2017 18:45
Bjartsýni á uppbyggingu Náttúruminjasafns á næstu árum Þetta er í fyrsta skipti síðan safnið var sett á laggirnar sem fyrir liggur staðfestur, þverpólitískur vilji Alþingis til að gera vel við höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum. Innlent 18. janúar 2017 07:00
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. Innlent 17. janúar 2017 23:06
Páll Rafnar aðstoðar Þorgerði Katrínu Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Innlent 17. janúar 2017 15:12
Umbi bregst ekki við beiðni Umboðsmaður er hins vegar að fjalla með almennum hætti um skyldu stjórnvalda til að veita aðgang að upplýsingum. Innlent 17. janúar 2017 06:00
Telur eðlilegt að endurskoða sérgreiðslur til þingmanna Steingrímur J. Sigfússon starfandi forseti Alþingis telur eðlilegt að endurskoða reglur um aukagreiðslur til þingmanna til að mæta gagnrýni vegna mikillar launahækkunar á síðasta ári. Forsætisnefnd Alþingis fundaði um málið í dag. Innlent 16. janúar 2017 18:36
Vigdís Ósk aðstoðar Jón Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, nýs samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Innlent 16. janúar 2017 15:24