Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB

Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu.

Skoðun
Fréttamynd

Þrefalt toppsæti hjá Volvo vörubílum frá Velti

Volvo vörubílar eru þeir vinsælustu á Íslandi árið 2021 og hefur salan aukist meira en 240% það sem af er ári og trónir Volvo í þremur toppsætum á árinu. Volvo vörubílar eru mest seldir á heildarmarkaði vörubíla, mest seldir í flokki vörubíla yfir 16 tonn og Volvo FH16 er mest selda einstaka gerðin.

Bílar
Fréttamynd

Skoda Enyaq iV - rafjepplingur fyrir fjölskyldur

Skoda Enyaq iV er fimm manna rafjepplingur sem er ætlað að virka fyrir fjölskyldufólk og vera umhverfisvænn á meðan. Bíllinn er smekklega hannaður og vel samsettur, auk þess sem hann er rúmgóður.

Bílar
Fréttamynd

Bíla­tryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar

Bíla­tryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði um­ferðar­slysum og slösuðum ein­stak­lingum í um­ferðinni fækkar. Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda (FÍB) gagn­rýnir tryggingar­fé­lögin, lífeyrissjóðina og fjár­mála­eftir­litið fyrir að leyfa þessari þróun að við­gangast.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­stöðvandi okur­fé­lög

Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Fimmta kynslóð Kia Sportage hönnuð fyrir Evrópumarkað

Kia frumsýndi í gær fimmtu kynslóð hins vinsæla Sportage sem verið hefur einn söluhæsti bíll bílaframleiðandans undanfarin ár. Nýr Kia Sportage er sérstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað því í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage kemur sérstök Evrópu útfærsla af bílnum.

Bílar
Fréttamynd

Allt að 533 prósenta hækkun á van­rækslu­gjaldi

Þann 1. maí hækkaði grunnfjárhæð vanrækslugjalds vegna óskoðaðra ökutækja úr 15.000 í 20.000 krónur. Þá fer gjaldið í 40.000 krónur vegna fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonn.

Innlent
Fréttamynd

Kia keyrir á rafmagnið á fyrstu IAA Mobility bílasýningunni í Munchen

Kia verður mjög áberandi með nýjustu rafbíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni IAA Mobility sem haldin verður í fyrsta skipti í Munchen 7-12 september nk. Kia mun frumsýna tvo spennandi rafbíla á sýningunni; glænýjan EV6 rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu og nýja kynslóð af Sportage sem kemur nú í Plug-in Hybrid útfærslu.

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 dregur 528 km

Kia EV6 rafbíll mun hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. Þetta er enn meiri drægni en búist var við en upphaflega átti rafbíllinn að draga 510 km á rafhlöðunni. Nú er ljóst að það bætist við drægnina sem eru sannarlega góðar fréttir fyrir væntanlega kaupendur sem búast má við að verði margir enda er mikil eftirvænting eftir bílnum sem er þegar kominn í forsölu hjá Bílaumboðinu Öskju.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai kynnir nettan Bayon

Hyundai á Íslandi frumsýnir á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16 fólksbílinn Bayon sem er nýjasta viðbót framleiðandans hér á landi. Bayon er ríkulega búinn bíll með góðri veghæð og hárri yfirbyggingu í ætt við jepplinga, þar sem sest er beint inn og setið hátt.

Bílar
Fréttamynd

Biden: pant vera fyrstur til að keyra væntanlega raf Corvette-u

Joe Biden, Bandaríkjaforseti hélt nýverið ræðu fyrir utan Hvíta húsið þar sem hann talaði um að helmingur sölu á nýjum bílum í Bandaríkjunum muni vera rafbílar fyrir lok ársins 2030. Viðstaddir ræðuna voru helstu yfirmenn Ford, General Motors og Stellantis. Þar á meðal framkvæmdastjóri GM, Mary Barra. Biden sagði við tilefnið að hann hefði samið við Barra um að fá að vera fyrstur til að keyra rafdrifna Corvette C8.

Bílar
Fréttamynd

Steingrímur og Skúli Íslandsmeistarar í torfæru

Lokaumferð Íslandsmótsins í torfæru fór fram á Akureyri á laugardag. Í götubíla flokki varð Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hlutskarpastur, hann tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitilinn í götubílaflokki, auk þess sem hann hlaut tilþrifaverðlaun. Atli Jamil Ásgeirsson á Raptor varð efstur í sérútbúna flokknum á Akureyri. Skúli Kristjánsson á Simba var þegar búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki sérútbúinna bíla.

Bílar
Fréttamynd

Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi

Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. 

Innlent
Fréttamynd

Jean Todt kynnir sér íslenska torfæru

Jean Todt, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) fékk einstakt tækifæri í Íslandsheimsókn sinni. Hann fékk að skoða torfærubílinn Heklu sem Haukur Viðar Einarsson tók til kostanna fyrir augum Todt í Hafnarfirði.

Bílar
Fréttamynd

Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron

Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi.

Bílar
Fréttamynd

Umferðaraukning á Hringveginum en samdráttur á höfuðborgarsvæðinu

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um rúmlega þrjú prósent í júlí á meðan umferð á Hringveginum hefur aldrei verið meiri í júlí. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Af þessum tölum má álykta að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi flykkst út á Hringveginn í júlí.

Bílar
Fréttamynd

Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél

„Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni.

Innlent