Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. Innlent 2. júní 2022 11:14
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. Innlent 2. júní 2022 08:53
Gosi verður alvöru strákur Nýjasti meðlimurinn úr Disney teiknimyndafjölskyldunni til þess að vera leikinn er Gosi. Tom Hanks fer með hlutverk Gepetto sem býr til viðarbrúðuna Gosa sem þarf að sanna virði sitt áður en ósk föður hans er uppfyllt. Bíó og sjónvarp 31. maí 2022 15:30
Stærsta frumsýningarhelgi á ferli Tom Cruise Top Gun var ekki aðeins vinsæl í bíóhúsum hér á landi um helgina heldur um allan heim. Í Bandaríkjunum var miðasalan yfir 134 milljónir dollara en myndin var sýnd í 4.732 kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku. Bíó og sjónvarp 30. maí 2022 17:31
„Skapar magnaðan neista í fólki sem verður til þess að því finnst það hafa virkilegan tilgang í lífinu“ Sjónvarpsþátturinn Ég sé þig fjallar um skapandi tónlistarmiðlun þar sem fylgst er með Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths, sem nýtir tónlist til að hjálpa fólki til virkni í samfélaginu. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er leikstjóri en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þessu verkefni. Bíó og sjónvarp 29. maí 2022 12:00
Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. Bíó og sjónvarp 29. maí 2022 11:24
Næsta þáttaröð True Detective tekin á Íslandi með Jodie Foster í aðalhlutverki Bandaríska stórleikkonan og leikstjórinn Jodie Foster mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í fjórðu þáttaröðinni af HBO-seríunni True Detective. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að taka þættina upp á Íslandi næsta vetur en þeir gerast í Alaska í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 27. maí 2022 15:00
Balta fannst hann eiga smá sérvisku inni hjá Hollywood Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik. Bíó og sjónvarp 26. maí 2022 07:33
Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Viðskipti innlent 24. maí 2022 15:27
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. Lífið 24. maí 2022 14:31
Gorr guða-slátrari slæst við Þór Marvel hefur birt nýja stiklu fyrir næstu myndina um guðinn og ofurhetjuna Þór, Thor: Love and Thunder. Óhætt er að segja að virðist ansi margt um að vera hjá Þór, sé mið tekið af stiklunni og að hann hafi þurft að finna sig á nýjan leik eftir atburði Avengers: Endgame. Bíó og sjónvarp 24. maí 2022 10:10
Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Skoðun 23. maí 2022 16:30
Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Erlent 23. maí 2022 11:20
„Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun“ Kvikmyndin Skjálfti hefur verið seld til fjögurra landa og mun þar að auki taka þátt í kynningarmarkaðinum á Cannes í ár samkvæmt Variety. Myndin er skrifuð og leikstýrt af Tinnu Hrafnsdóttur. Lífið 13. maí 2022 15:32
Samþykktu að hækka endurgreiðslurnar upp í 35 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp þess efnis að hækka endurgreiðslu af framleiðslukostnaði til kvikmyndaframleiðenda upp í 35 prósent fyrir stærri verkefni. Viðskipti innlent 13. maí 2022 13:38
Berdreymi verðlaunuð í Póllandi FIPRESCI hafa valið Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmyndina í aðal keppni kvikmyndahátíðarinnar OFF CAMERA í Póllandi. Lífið 10. maí 2022 19:00
Fyrsta stikla næstu Avatar loksins birt Eftir margra ára framleiðslu er loksins búið að birta fyrstu stiklu næstu Avatar-kvikmyndarinnar. Hún heitir Avatar: The Way of Water og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum. Bíó og sjónvarp 9. maí 2022 14:40
Aldrei of seint að hafa lagið í Berdreymi Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Berdreymi inniheldur lag Þórunnar Antoníu Too Late. Lagið kom út fyrir tíu árum en það hefur rokið upp í spilunum eftir að myndin kom út. Hún tengir lagið við vináttu strákanna í myndinni og skilaboðin um að það sé aldrei of seint fyrir ástina. Bíó og sjónvarp 6. maí 2022 14:30
Dýrið með þrettán tilnefningar til Eddunnar Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2022 voru tilkynntar í dag. Kvikmyndin Dýrið er tilnefnd til þrettán verðlauna og er því með flestar tilnefningar. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2022 14:46
Margot Robbie og Ryan Gosling verða Barbie og Ken Hin ljóshærða, sólbrúna og lífsglaða Barbie er væntanleg á hvíta tjaldið næsta sumar. Það er hin stórglæsilega ástralska leikkona Margot Robbie sem fer með hlutverk dúkkunnar heimsfrægu. Þá mun enginn annar en hjartaknúsarinn Ryan Gosling fara með hlutverk karldúkkunnar Ken. Bíó og sjónvarp 28. apríl 2022 14:00
Silja Rós og Kusk á upphitunargleði RVK Feminist Film Festival Laugardaginn 30. apríl mun RVK Feminist Film Festival bjóða til upphitunargleði á LOFT Hostel. Þar verður í boði markaður, tónlist, húðflúr og söfnun fyrir nýrri rannsókn. Lífið 28. apríl 2022 09:31
„Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Bíó og sjónvarp 27. apríl 2022 07:00
Fregnir af hruni Netflix stórlega ýktar: „Hlutabréfaeigendur eru dramadrottningar“ Kvikmyndaleikstjóri telur ólíklegt að streymisveitur fari sömu leið og vídeóleigur eftir fregnir af uppgjöri Netflix í vikunni. Hann segir hlutabréfaeigendur dramadrottningar en staðreyndin sé sú að samkeppnin verði sífellt harðari. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2022 22:01
Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2022 21:28
Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Bíó og sjónvarp 23. apríl 2022 16:24
„Fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um“ Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum. Lífið 20. apríl 2022 10:31
„Þessir ungu menn og þessar ungu konur sem leika í þessari mynd eru stórkostleg“ Sérstök hátíðarforsýning var á Berdreymi nýrri íslenskri stórmynd í kvöld. Eftirvænting var í loftinu í Háskólabíói þegar myndin var sýnd. Lífið 20. apríl 2022 00:12
Jane Foster mætt með hamar Þórs Marvel birti í gær fyrstu stikluna fyrir nýjustu myndina um ofurhetjuna Þór og ævintýri hans. Myndin heitir Thor: Love and Thunder en miðað við stikluna virðist Thor þurfa að finna sig á nýjan leik. Bíó og sjónvarp 19. apríl 2022 10:59
Átta íslenskar myndir á Cannes á síðustu tólf árum Kvikmyndin volaða land, eftir Hlyn Pálmason, keppir á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Um er að ræða 15. íslensku myndina sem keppir á hátíðinni í 75 ára sögu hennar. Sú fyrsta var sýnd á hátíðinni árið 1984. Regluleg þátttaka íslenskra mynda á hátíðinni er sögð kvikmyndaiðnaðinum hér á landi dýrmæt. Bíó og sjónvarp 18. apríl 2022 14:15
Volaða land keppir í Cannes Kvikmyndin Volaða land, eftir Hlyn Pálmason, hefur verið valin til að keppa á Cannes-kvikmyndahátíðinni í maí. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Bíó og sjónvarp 14. apríl 2022 13:57
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið