Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Réttað í máli Jóhanns í desember 2020

Alríkisdómstóll í Los Angeles hefur nú breytt dagsetningum í málaferlum Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Nú er gert ráð fyrir að réttarhöldin sjálf verði ekki fyrr en í desember 2020 í staðinn fyrir í maí það ár.

Innlent
Fréttamynd

Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing

Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt

Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn áfrýjar til Landsréttar

Háskólinn í Reykjavík var í gær sýknaður af öllum kröfum Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við skólann. Kristinn hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Fjórum stjórnarmeðlimum LV og varamönnum þeirra birt stefna VR

Fjórum meðlimum stjórnar Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna hefur verið birt stefna VR eftir að flýtimeðferð var samþykkt í héraðsdómi í gær. Einnig var stefna birt varamönnum í stjórn og var því alls átta birt stefna auk Fjármálaeftirlitsins og Lífeyrissjóðnum sjálfum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir

Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu dóma beðið frá MDE

Fjöldi íslenskra mála bíður afgreiðslu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sex dómar fallið gegn Íslandi á árinu. Ekki sér fyrir endann á óvissunni sem umvafið hefur réttarkerfið síðustu misserin.

Innlent
Fréttamynd

Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik

Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna.

Innlent