Studdust við staðsetningarforrit og leituðu án leyfis í herbergi hælisleitenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2020 09:01 Húsleitin var gerð í húsi að Ásbrú. Vísir/Vilhelm Tekist verður á um það í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur hversu háa fjárhæð tveir hælisleitendur fá í skaðabætur frá ríkinu vegna fjölmennrar leitar lögreglu að síma sem grunur var um að stolið hefði verið af barni í Reykjanesbæ. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag en íslenska ríkið hefur viðurkennt að umrædd leit í herbergjum hælisleitendanna tveggja hafi verið ólögmæt. Ekki hefur hins vegar samist um hversu háa fjárhæð ríkið þurfi að greiða hælisleitendum í skaðabætur. Málið má rekja til þess að síma var stolið af barni í strætóskýli í Reykjanesbæ í mars árið 2019. Víkurfréttir sögðu frá málinu og greindu frá fjölmennri lögregluaðgerð vegna málsins í blokk á Ásbrú, dvalarstað hælisleitenda. Sagði í frétt Víkurfrétta að forritið Find my iPhone hefði staðsett umræddan síma í umræddri blokk. Síminn fannst að lokum eftir nokkuð umfangsmikla leit lögreglumanna í blokkinni, sem voru síðar sakaðir um að hafa ruðst inn í herbergi við leitina að símanum. Segja um að ræða umfangsmestu lögregluaðgerð vegna síma í sögu Íslands Hælisleitendurnir tveir, annar frá Írak og hinn frá Íran, fæddir árið 1987 og 1986, sem urðu fyrir barðinu á húsleit lögreglumannanna stefndu íslenska ríkinu vegna málsins. Lilja Björg Ágústsdóttir hjá Opus lögmönnum flytur málið fyrir þeirra hönd. Hefur ríkið viðurkennt að þeir tveir hafi ekkert sér unnið sér til saka og að húsleitin í herbergi þeirra hafi verið ólögleg. Í stefnunni er málið rakið og segir þar meðal annars að fjölmennt lið lögreglu á minnst fjórum lögreglubílum hafi farið inn í blokkina og leitað í hverju herberginu á fætur öðru. „Fullyrða má að aldrei áður hefur jafn umfangsmikil og mannaflsfrek lögregluaðgerð farið fram á Íslandi vegna gruns um stolinn farsíma“, segir í stefnunni þar sem aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög. Myndband sýni fram á að ekki hafi verið spurt um leyfi Í tilviki annars þeirra hafi lögreglumenn barið harkalega á dyrnar áður en gengið var inn í herbergi hans, og í tilviki hins hafi lögreglumenn gengið inn án þess að banka. Leitað hafi verið í herbergjum þeirra án samþykkis og segir í stefnunni að raunar hafi lögregla ekki leitað eftir skriflegu né munnlegu samþykki frá hælisleitendunum tveimur. Aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög í stefnunni.Vísir/Vilhelm Hafa myndbönd sem tekin voru á vettvangi lögð fram sem sönnunargögn. Í stefnunni segir að á einu þeirra megi meðal annars heyra lögreglumann biðjast afsökunar á því að hafa þurft að leita í herbergi annars hælisleitandans: „We are done here. We are sorry to interrupt you, but this had to happen. I‘m sorry about it, but this is how it is. Now we are going. Okay, you understand? Síminn fannst ekki í fórum hælisleitendanna tveggja. Síminn fannst að lokum í öðru herbergi í húsinu. Í stefnunni er því haldið fram að lögregla hafi leitað með viðlíka hætti í öllum herbergjum hússins og að í sumum tilvikum hafi heimilismenn neyðst til að standa fáklæddir eða á nærfötum einum fata fyrir framan lögreglumenn á meðan leitað var í herbergjunum. Sem fyrr segir hefur íslenska ríkið viðurkennt að húsleitin hafi verið ólögmæt og að mennirnir tveir hafi ekki unnið sér neitt til saka. Alls fara mennirnir þeir fram á tvær milljónir á mann í bætur vegna málsins. Segir í stefnunni að samningaviðræður hafi farið fram um upphæð skaðabótanna, án árangurs. Mun dómsmálið nú því skera úr um hversu háar bæturnar verða. Búið að vísa mönnunum úr landi Byggja mennirnir tveir meðal annars á því að aðgerðir lögreglu gagnvart þeim og það hvernig þær voru framkvæmdir hafi með neikvæðum hætti tekið mið af því að þeir voru hælisleitendur. Byggja þeir einnig á því að húsleitin hefði ekki verið framkvæmd með sama hætti ef um hefði verið að ræða hús þar sem byggju ekki hælisleitendur. „Stefnendur telja ósennilegt að gengið hefði verið fram með sama hætti ef símaforritið Find my Iphone hefði bent til þess að farsíminn væri staðsettur í fjölbýlishúsi þar sem byggi fjöldi einstaklinga sem ekki væru hælisleitendur. Með aðgerðunum var því brotið gegn jafnræðissjónarmiðum og jafnræðisreglum laga, m.a. 65. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir í stefnunni. Mennirnir höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en voru handteknir þann 4. júní 2019 og sendir úr landi, þar sem ekki var fallist á umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Í fréttinni var fyrst sagt að hælisleitendurnir báðir væru frá Íran. Hið rétta er að annar þeirra er frá Íran, hinn frá Írak. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Reykjanesbær Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Aðalmeðferð málsins fer fram í dag en íslenska ríkið hefur viðurkennt að umrædd leit í herbergjum hælisleitendanna tveggja hafi verið ólögmæt. Ekki hefur hins vegar samist um hversu háa fjárhæð ríkið þurfi að greiða hælisleitendum í skaðabætur. Málið má rekja til þess að síma var stolið af barni í strætóskýli í Reykjanesbæ í mars árið 2019. Víkurfréttir sögðu frá málinu og greindu frá fjölmennri lögregluaðgerð vegna málsins í blokk á Ásbrú, dvalarstað hælisleitenda. Sagði í frétt Víkurfrétta að forritið Find my iPhone hefði staðsett umræddan síma í umræddri blokk. Síminn fannst að lokum eftir nokkuð umfangsmikla leit lögreglumanna í blokkinni, sem voru síðar sakaðir um að hafa ruðst inn í herbergi við leitina að símanum. Segja um að ræða umfangsmestu lögregluaðgerð vegna síma í sögu Íslands Hælisleitendurnir tveir, annar frá Írak og hinn frá Íran, fæddir árið 1987 og 1986, sem urðu fyrir barðinu á húsleit lögreglumannanna stefndu íslenska ríkinu vegna málsins. Lilja Björg Ágústsdóttir hjá Opus lögmönnum flytur málið fyrir þeirra hönd. Hefur ríkið viðurkennt að þeir tveir hafi ekkert sér unnið sér til saka og að húsleitin í herbergi þeirra hafi verið ólögleg. Í stefnunni er málið rakið og segir þar meðal annars að fjölmennt lið lögreglu á minnst fjórum lögreglubílum hafi farið inn í blokkina og leitað í hverju herberginu á fætur öðru. „Fullyrða má að aldrei áður hefur jafn umfangsmikil og mannaflsfrek lögregluaðgerð farið fram á Íslandi vegna gruns um stolinn farsíma“, segir í stefnunni þar sem aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög. Myndband sýni fram á að ekki hafi verið spurt um leyfi Í tilviki annars þeirra hafi lögreglumenn barið harkalega á dyrnar áður en gengið var inn í herbergi hans, og í tilviki hins hafi lögreglumenn gengið inn án þess að banka. Leitað hafi verið í herbergjum þeirra án samþykkis og segir í stefnunni að raunar hafi lögregla ekki leitað eftir skriflegu né munnlegu samþykki frá hælisleitendunum tveimur. Aðgerðir lögreglu eru gagnrýndar mjög í stefnunni.Vísir/Vilhelm Hafa myndbönd sem tekin voru á vettvangi lögð fram sem sönnunargögn. Í stefnunni segir að á einu þeirra megi meðal annars heyra lögreglumann biðjast afsökunar á því að hafa þurft að leita í herbergi annars hælisleitandans: „We are done here. We are sorry to interrupt you, but this had to happen. I‘m sorry about it, but this is how it is. Now we are going. Okay, you understand? Síminn fannst ekki í fórum hælisleitendanna tveggja. Síminn fannst að lokum í öðru herbergi í húsinu. Í stefnunni er því haldið fram að lögregla hafi leitað með viðlíka hætti í öllum herbergjum hússins og að í sumum tilvikum hafi heimilismenn neyðst til að standa fáklæddir eða á nærfötum einum fata fyrir framan lögreglumenn á meðan leitað var í herbergjunum. Sem fyrr segir hefur íslenska ríkið viðurkennt að húsleitin hafi verið ólögmæt og að mennirnir tveir hafi ekki unnið sér neitt til saka. Alls fara mennirnir þeir fram á tvær milljónir á mann í bætur vegna málsins. Segir í stefnunni að samningaviðræður hafi farið fram um upphæð skaðabótanna, án árangurs. Mun dómsmálið nú því skera úr um hversu háar bæturnar verða. Búið að vísa mönnunum úr landi Byggja mennirnir tveir meðal annars á því að aðgerðir lögreglu gagnvart þeim og það hvernig þær voru framkvæmdir hafi með neikvæðum hætti tekið mið af því að þeir voru hælisleitendur. Byggja þeir einnig á því að húsleitin hefði ekki verið framkvæmd með sama hætti ef um hefði verið að ræða hús þar sem byggju ekki hælisleitendur. „Stefnendur telja ósennilegt að gengið hefði verið fram með sama hætti ef símaforritið Find my Iphone hefði bent til þess að farsíminn væri staðsettur í fjölbýlishúsi þar sem byggi fjöldi einstaklinga sem ekki væru hælisleitendur. Með aðgerðunum var því brotið gegn jafnræðissjónarmiðum og jafnræðisreglum laga, m.a. 65. gr. stjórnarskrárinnar,“ segir í stefnunni. Mennirnir höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi en voru handteknir þann 4. júní 2019 og sendir úr landi, þar sem ekki var fallist á umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Í fréttinni var fyrst sagt að hælisleitendurnir báðir væru frá Íran. Hið rétta er að annar þeirra er frá Íran, hinn frá Írak. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Reykjanesbær Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira