Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Íslenska ríkið þarf að greiða fasteignafélagi í Reykjavík 19 milljónir króna í skaðabætur vegna ólömætrar skyndifriðunar Minjastofnunar árið 2019. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hóteleigendur hafi misst af átta daga virði af leigutekjum vegna tafa sem friðunin olli. Innlent 16. október 2025 17:05
Refsing Kristjáns Markúsar milduð Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Landsrétti fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann hlaut sextán mánaða fangelsisdóm í héraði. Konan sem hann réðst á hlaut höfuðkúpubrot þegar hann kastaði ótilgreindum hlut í hana. Innlent 16. október 2025 15:10
Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Landsréttur staðfesti í gær sakfellingu yfir manni sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni. Dómurinn lækkaði þó fangelsisdóminn úr sjö mánuðum í fjóra mánuði, bundna skilorði í tvö ár, með tilliti til þess að málsmeðferðin hafði dregist verulega á langinn. Innlent 16. október 2025 13:36
Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur stefnt erlendum karlmanni til greiðslu skuldar upp á 344 þúsund krónur. Skuldin er tilkomin vegna þess að maðurinn óskaði sex sinnum eftir sjúkraflutningi á sex mánaða tímabili í fyrra. Innlent 15. október 2025 16:47
Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Karlmaður á níræðisaldri með skammtímaminnisskerðingu hefur verið sviptur fjárræði í þrjú ár eftir að í ljós kom að hann hafði fjármagnað bílakaup vinkonu sinnar og svipt son sinn umboði til að aðstoða hann með fjármálin sín. Innlent 15. október 2025 16:31
Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að því að endurgreiða viðskiptavinum sem hafa greitt of mikið af fasteignalánum sínum, samkvæmt vaxtadómi Hæstaréttar, að sögn bankastjóra. Nú sé verið að skoða hvað það séu margir. Frummat á fjárhagslegu tjóni bankans er þegar komið fram. Bankastjóri útilokar ekki að þriðji aðili endurreikni líka lánasamninga. Innlent 15. október 2025 12:43
Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Frummat Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í „vaxtamálinu“ svokallaða verði innan við milljarður króna, fyrir skatta. Viðskipti innlent 15. október 2025 08:54
Innherjaupplýsingar og birting á niðurstöðu Hæstaréttar í vaxtamálinu Í ljósi reynslunnar af birtingu dóms í vaxtamálinu svokallaða má velta fyrir sér hvort tilefni sé til að skoða að birta dóm í heild sinni á svipuðum tíma og dómurinn er kveðinn upp þegar það liggur fyrir að niðurstaðan geti falið í sér innherjaupplýsingar hjá skráðum félögum. Umræðan 15. október 2025 08:01
Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum. Viðskipti innlent 14. október 2025 19:51
Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. Viðskipti innlent 14. október 2025 14:47
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Viðskipti innlent 14. október 2025 14:19
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Viðskipti innlent 14. október 2025 13:36
Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Viðskipti innlent 14. október 2025 13:04
Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu. Viðskipti innlent 14. október 2025 11:35
Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“ Innlent 14. október 2025 11:00
Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Viðskipti innlent 13. október 2025 12:06
Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Flutningsþjónusta sem par nokkuð rekur þarf að punga út nokkur hundruð þúsund krónum eftir að hafa stefnt nýlega einhleypri konu vegna vangreiðslu. Konan sagði eiganda og bílstjóra þjónustunnar hafa boðið aðstoð endurgjaldslaust og blöskraði svo þegar reikningur upp á tæplega hundrað þúsund krónur barst. Neytendur 13. október 2025 11:46
Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. Innlent 11. október 2025 17:04
Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. Innlent 11. október 2025 11:02
Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að una úrskurði Úrskurðarnefndar lögmanna um að hann þurfi að endurgreiða móður rúmar tvær milljónir vegna starfa hans í forsjármáli hennar. Þá þarf hann einnig að una áminningu fyrir að hafa samband við sameiginlega kunningjakonu þeirra og föður konunnar. Innlent 10. október 2025 17:02
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. Innlent 9. október 2025 22:00
Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Innlent 9. október 2025 17:11
Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. Innlent 8. október 2025 15:54
Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að hafa í fjöldamörg skipti áreitt barnunga stjúpdóttur sína kynferðislega á heimili þeirra í Reykjavík á tveggja ára tímabili. Innlent 8. október 2025 15:45
Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga mann við íþróttahús á Seltjarnarnesi og fyrir að ráðast á annan mann á sama stað skömmu áður. Atvikin sem málið varðar munu hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. ágúst 2021. Innlent 8. október 2025 08:01
Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Tveir karlmenn um og yfir tvítugt auk fimm ungmenna hafa verið ákærð fyrir að hafa í hótunum við og ræna ungmenni í Hafnarfirði. Karlmennirnir eru einnig ákærðir fyrir skemmdarverk, líkamsárásir og margt fleira. Innlent 7. október 2025 16:40
Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrverandi forstjóri færeyska orkufélagsins Magn, sem Íslendingar eiga stóra hluti í, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann hafði verið ákærður fyrir „umboðssvik af sérlega alvarlegum toga“ með því að draga sér samtals 3,4 milljónir danskra króna, andvirði 65 milljóna íslenskra. Viðskipti erlent 7. október 2025 14:54
Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sofandi kærustu sinni þegar hann var 21 árs og hún tvítug. Í dóminum er tekið fram að konan hafi átt erfiða brotasögu að baki. Hún hefði í þrjú skipti sætt kynferðisofbeldi af hálfu ólíkra einstaklinga. Innlent 6. október 2025 12:06
Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrverandi eigandi PPP, hefur freistað þess að fá aftur muni sem lögregla lagði hald á í húsleitum á heimili hans en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 6. október 2025 07:46
Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi karlmann á dögunum í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hótanir og vopnalagabrot sem hann framdi í október árið 2021. Innlent 5. október 2025 10:01