Sagður hafa gengið í skrokk á konu eftir endurtekin vændiskaup Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir að tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu í júní 2019. Karlmaðurinn hafði í tvígang sömu nótt greitt konunni fyrir vændi. Innlent 17. nóvember 2020 09:03
Grunaður um brot gegn barni yfir tólf ára tímabil Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Innlent 16. nóvember 2020 13:10
Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Innlent 16. nóvember 2020 12:17
Dró sér getraunaseðla fyrir sjö milljónir og vann þrjár Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Innlent 16. nóvember 2020 11:20
Skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa áreitt stúlku sem þá var átján ára gömul á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina árið 2018. Innlent 13. nóvember 2020 17:53
Sálfræðingur sýknaður af broti gegn barni Landsréttur hefur sýknað sálfræðing um sextugt sem ákærður var fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi stjúpdóttur sinni árið 2017. Innlent 13. nóvember 2020 17:18
Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Innlent 12. nóvember 2020 14:23
Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Viðskipti innlent 12. nóvember 2020 07:51
Ljótar lýsingar í nauðgunarmáli á skemmtistað í Reykjavík Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Innlent 11. nóvember 2020 11:00
Milljón fyrir hvern mánuð í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni sjö milljónir króna í bætur vegna sjö mánaða varðhalds sem hann sætti eftir að hann var handtekinn grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi árið 2017. Innlent 10. nóvember 2020 16:19
Fróaði sér fyrir utan sólbaðsstofu Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað og handleikið kynfæri sín í vitna viðurvist, fyrir utan sólbaðsstofu í júlí á síðasta ári. Innlent 9. nóvember 2020 18:01
Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Innlent 9. nóvember 2020 16:43
Eigandi starfsmannaleigu fær tveggja ára dóm fyrir skattsvik Ingimar Skúli Sævarsson hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega. Viðskipti innlent 9. nóvember 2020 15:27
Kærðu hvort annað eftir uppákomu á árshátíð á Vestfjörðum Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað konu af líkamsárás gegn mági sínum á árshátíð sem þau sóttu bæði í fyrra. Innlent 6. nóvember 2020 19:11
Dýr reiknivilla Íbúðarlánasjóðs Í dómsölum þessa lands er enn verið að takast á um hrunmál þótt tólf ár séu liðin frá Hruninu. Fyrir dómi er mál sem ég hef rekið fyrir skjólstæðing vegna reiknimistaka sem Íbúðarlánasjóður gerði í kjölfar hrunsins sem kostuðu umbjóðanda minn húsnæði hans. Skoðun 6. nóvember 2020 09:30
Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Innlent 5. nóvember 2020 19:00
Kvennahrellir sleppur við gæslu Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Innlent 5. nóvember 2020 09:10
Barði kærasta fyrrverandi kærustu með lóðbolta í leigubíl Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í október dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2018. Innlent 4. nóvember 2020 21:37
Milljarðakröfu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vísað frá í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá milljarðakröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og félags hennar, 365 hf., gegn fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess Heiðari Guðjónssyni og öllum stjórnarmönnum. Viðskipti innlent 4. nóvember 2020 18:04
Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám Innlent 3. nóvember 2020 12:43
Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Viðskipti innlent 3. nóvember 2020 11:47
Greiðir tíu milljónir vegna saknæmrar sölu á stóðhesti Guðmundur Friðrik Björgvinsson, einn færasti knapi Íslands og landsliðsmaður í íþróttinni, hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega tíu milljónir króna í skaðabætur fyrir svik við sölu á stóðhestinum Byl til Noregs. Viðskipti innlent 3. nóvember 2020 11:32
Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Viðskipti innlent 3. nóvember 2020 08:15
Greiðir hálfa milljóna í bætur fyrir kynferðislega áreitni á Hressó 44 ára karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega hálfa milljón króna í miskabætur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. Innlent 2. nóvember 2020 15:41
63 ára ákærður fyrir að þukla á átján ára stúlku á Þjóðhátíð 63 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa laugardagskvöldið 4. ágúst 2018 strokið kynfæri stúlku utan klæða. Stúlkan sem þá var átján ára gat litla mótspyrnu veitt sökum ölvunar. Innlent 31. október 2020 20:01
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. Viðskipti innlent 30. október 2020 17:27
Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. Innlent 30. október 2020 16:07
Landsbankinn hafði fullnaðarsigur gegn Silju Frjálsíþróttakonan fyrrverandi og nú þjálfarinn Silja Úlfarsdóttir þarf að greiða Landsbankanum 21,4 milljónir, auk dráttarvaxta, eftir að Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli bankans gegn Silju. Innlent 30. október 2020 15:33
Lektorinn tapaði máli sínu gegn HR fyrir Landsrétti Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum. Innlent 30. október 2020 14:56
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. Viðskipti innlent 30. október 2020 13:40