Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Að vera ekki … er það málið?

Um næstu mánaðamót gerist það í fyrsta sinn að einungis líða nokkrir dagar milli þingkosninga á Íslandi og þing- og forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur kosningabaráttan verið fremur dauf og stendur í raun aðeins í örfáar vikur en vestra eru menn búnir að vera í kosningagír í meira en ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trump skorar á Clinton í lyfjapróf

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Fulli frændinn

Það er svo ótrúlegt að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum. Hvað sem menn geta sagt um þetta furðulega land, þá eru Bandaríkin mikið lýðræðisríki. Kannski ekki alveg jafn mikið og þeir sjálfir vilja meina, en fólk kýs leiðtoga sína og

Fastir pennar
Fréttamynd

Við erum heppin

Kosningar eru fyrirferðarmiklar þessa dagana. Ekki bara eru tvær vikur í að gengið verði til alþingiskosninga hér á Íslandi, heldur fylgist heimsbyggðin agndofa með baráttu frambjóðenda Demókrata og Repúblikana fyrir forsetakosningar sem fram fara þann 8. nóvember.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina

Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtar­menn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur.

Erlent