Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Rea­ding

    Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Erik­sen yfir­gaf Old Traf­ford á hækjum

    Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Ca­semiro hefur bætt liðið og móralinn“

    „Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brasilískt þema á Old Traf­ford: Sjáðu mörkin

    Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Son gekk frá Preston í seinni hálf­leik

    Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tekur Solskjær við Everton?

    Fjölmiðlar á Englandi greina frá því að Ole Gunnar Solskjær sé einn af þeim sem komi til greina sem knattspyrnustjóri Everton og hafi nú þegar rætt við forráðamenn félagsins.

    Enski boltinn