Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur staðið sig frábærlega með Inter síðan hún kom þangað á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Svo vel hefur hún spilað að Englandsmeistarar Chelsea eru meðal þeirra liða sem vilja fá markvörðinn í sínar raðir. Fótbolti 4. janúar 2025 08:00
Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Stjörnuframherjinn Mohamed Salah hefur gefið út að núverandi tímabil verði hans síðasta með enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann má nú þegar semja við lið utan Bretlandseyja. Enski boltinn 3. janúar 2025 17:50
Nýttu klásúlu í samningi Maguire Samningur Harry Maguire við Manchester United gildir nú fram í júní 2026, sama mánuð og næsta HM í fótbolta hefst, eftir að klásúla í samningi hans við félagið var virkjuð. Rúben Amorim vill þó meira frá miðverðinum. Enski boltinn 3. janúar 2025 17:16
Salah henti Suarez úr toppsætinu Mohamed Salah hefur átt magnaðan fyrri hluta á þessu tímabili og hefur hann þegar slegið nokkur met í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3. janúar 2025 15:02
Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Marcus Rashford verður ekki í leikmannahópi Manchester United í leiknum við erkifjendurna í Liverpool á sunnudaginn. Rúben Amorim, stjóri United, segir að Rashford sé veikur. Enski boltinn 3. janúar 2025 14:30
Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. Innlent 3. janúar 2025 12:01
Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi. Enski boltinn 3. janúar 2025 10:38
Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Framtíð Marcus Rashford hjá Manchester United er í uppnámi en það verður ekki auðvelt að finna félag sem hefur efni á honum og launum hans. Enski boltinn 3. janúar 2025 08:32
Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Íslenska knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir þurfti að skilja syni sína eftir á Íslandi þegar hún fór aftur til vinnu sinnar í Englandi. Enski boltinn 3. janúar 2025 07:30
Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Það bendir allt til þess að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Spænska félagið vill þó ekki bíða svo lengi. Enski boltinn 2. janúar 2025 18:00
Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Þó að Marcus Rashford hafi sagst í viðtali vilja „nýja áskorun“ og virðist á förum frá Manchester United þá sá hann ástæðu til að leiðrétta frétt The Sun í upphafi nýs árs. Enski boltinn 2. janúar 2025 12:32
Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Stuðningsmenn Arsenal ættu að fagna því að Gabriel Jesus sé búinn að grafa upp skotskóna sína því það boðar svo sannarlega gott fyrir hans lið. Enski boltinn 2. janúar 2025 10:30
Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Gareth Southgate fyrrum þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu getur nú kallað sig Sir Gareth Southgate eftir að hafa verið á meðal þeirra Breta sem aðlaðir voru af Karli konungi nú um áramótin. Enski boltinn 2. janúar 2025 07:02
Mark ársins strax á fyrsta degi? Aðeins einn dagur er liðinn af nýju ári en knattspyrnumaðurinn Josh Windass er nú þegar búinn að skora mark sem hlýtur að koma til greina sem eitt af mörkum ársins. Enski boltinn 1. janúar 2025 23:31
„Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Brasilíski framherjinn Gabriel Jesus er heldur betur búinn að finna skotskóna því hann skoraði sjötta mark sitt í síðustu fjórum leikjum þegar Arsenal vann 3-1 sigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 1. janúar 2025 20:01
Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Arsenal minnkaði forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í sex stig eftir sigur á Brentford í fyrsta leik deildarinnar á nýju ári. Gabriel Jesus var áfram á skotskónum fyrir Skytturnar. Enski boltinn 1. janúar 2025 19:25
Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fimm Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í neðri deildum enska boltans í fyrstu leikjum nýs árs. Willum Þór Willumsson heldur áfram að gera góða hluti með liði Birmingham. Enski boltinn 1. janúar 2025 17:16
Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Arsenal er níu stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Nú þegar félagaskiptaglugginn er opinn á Englandi eru fjölmargir leikmenn orðaðir við Skytturnar. Enski boltinn 1. janúar 2025 15:01
Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn. Fjölmargir leikmenn eiga nú minna en sex mánuði eftir af samningum sínum og geta hafið viðræður við erlend félög um félagaskipti næsta sumar. Enski boltinn 1. janúar 2025 14:00
Carragher skammar Alexander-Arnold Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu. Enski boltinn 1. janúar 2025 11:31
Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Fabian Huerzeler, þjálfari Brighton í ensku úrvalsdeildinni, segir skýrari reglur verða að vera settur í hornspyrnum. Fótboltinn sé annars í hættu á að breytast í allt öðruvísi íþrótt. Lið hans mætir Arsenal í næsta leik. Enski boltinn 1. janúar 2025 09:01
Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Jhon Durán hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun á hliðarlínunni eftir að hann var rekinn út af í leik Aston Villa gegn Newcastle. Durán er í þriggja leikja banni sem gæti orðið lengra. Enski boltinn 31. desember 2024 22:02
Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er laus af spítala eftir rúma þriggja vikna dvöl í kjölfar alvarlegs bílslyss. Enski boltinn 31. desember 2024 17:00
Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Matheus Cunha, framherji Wolves, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir hegðun sína eftir leik gegn Ipswich þann 14. desember. Enski boltinn 31. desember 2024 14:00
„Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, þurfti að sætta sig við annað deildartapið í röð í gærkvöldi. Hann var svekktur með færanýtingu sinna manna en segir liðið í góðri stöðu eftir fyrri helming tímabilsins, þó einbeitingin sé ekki á titilbaráttu. Enski boltinn 31. desember 2024 11:32
Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Þjálfarinn Wayne Rooney og enska félagið Plymouth Argyle hafa ákveðið að slíta samstarfinu. Hann mun því ekki þjálfa landsliðsmanninn Guðlaug Victor Pálsson áfram, eins og hann hefur gert hjá tveimur mismunandi liðum undanfarin tvö ár. Enski boltinn 31. desember 2024 10:49
Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Ruben Amorim segir að Newcastle sé betra lið en Manchester United og viðurkennir að liðið sem hann tók við í nóvember sé að sogast niður í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 30. desember 2024 22:52
Newcastle bætti við martröð Man. Utd Vandræði Manchester United héldu áfram í kvöld en liðið tapaði 2-0 á heimavelli gegn Newcastle, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var þriðja tap Manchester United í röð í deildinni, og markatalan úr þeim leikjum er 7-0. Aston Villa og Brighton gerðu 2-2 jafntefli. Enski boltinn 30. desember 2024 21:52
Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Ipswich er reyndar enn í fallsæti en fagnaði afar góðum 2-0 sigri gegn Chelsea í kvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var annað tap Chelsea í röð og liðið missti af tækifæri til að fara aftur upp í 2. sæti. Enski boltinn 30. desember 2024 21:44
Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Dómarar leikjanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta munu þurfa að greina frá VAR-ákvörðunum sínum í gegnum hátalarakerfi til áhorfenda, á leikvöngunum sem spilað verður á. Enski boltinn 30. desember 2024 21:00