Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sara Björk lyfti Ofurbikarnum á loft

Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Roma í úrslitaleik Ofurbikarsins. Þetta var í fjórða sinn á sex árum sem félagið hampar titlinum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon átti þátt í fjórum af tólf mörkum Lille

Franska úrvalsdeildarliðið Lille vann öruggan 12-0 sigur á Golden Lion FC í 64-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille, skoraði tvö og lagði önnur tvö mörk upp.

Fótbolti
Fréttamynd

„Síðustu vikur hafa verið mikil rússí­bana­reið“

Í Sport­pakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Frey Alexanders­son, ný­ráðinn þjálfara belgíska úr­vals­deildar­fé­lagsins KV Kortrijk. Þar fer Freyr yfir rússí­bana­reið undan­farinna vikna, á­kvörðunin að halda til Kortrijk sem er í miklu basli heima fyrir þessa dagana og hefur upp­lifað mikinn ó­stöðug­leika undan­farin ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Knattspyrnugoðsögn fallin frá

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Mário Zagallo lést í gær, 92 ára gamall. Hann hampaði fjórum heimsmeistaratitlum sem leikmaður og síðar þjálfari Brasilíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr gerði fimm missera samning

Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Gundogan hetja Barcelona

Ilkay reyndist hetja Barcelona er liðið vann 2-1 sigur á útvelli gegn Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu leik­menn Everton héldu út

Crystal Palace og Everton gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í þriðju umferð FA-bikarsins í knattspyrnu í kvöld. Liðin þurfa því að mætast á ný til að skera úr um sigurvegara.

Fótbolti