Fyrsta knattspyrnukonan til að fá meira en tvær milljónir dollara í laun Bandaríkjamenn eiga aftur launahæstu knattspyrnukonuna í bandarísku deildinni. Landsliðsframherjinn Mallory Swanson er nefnilega orðin launahæsti leikmaður bandarísku NWSL deildarinnar eftir að hún gekk frá nýjum samningi. Fótbolti 17. janúar 2024 12:30
Óttast um öryggi sitt vegna hatursorðræðu Bartons Eni Aluko, fyrrverandi landsliðskona Englands í fótbolta, segist vera hrædd eftir að hafa fengið yfir sig svívirðingar á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 17. janúar 2024 11:30
Gazzetta dello Sport: Juventus mun reyna við Albert í júní Stærsta íþróttablað Ítalíu, Gazzetta dello Sport, birti mynd af Alberti Guðmundssyni í Juventus búningi á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Fótbolti 17. janúar 2024 09:01
Henderson fær að fara frá Sádi Arabíu og nálgast Ajax Enski landsliðsmaðurinn Jordan Henderson hefur náð samkomulagi við lið Al Etiffaq í Sádi Arabíu um að fá að losna undan samningi sínum og snúa aftur til Evrópu. Fótbolti 17. janúar 2024 08:15
Búið að ákveða daginn sem kærumál Man. City verða tekin fyrir Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tjáð sig hvenær um öll kærumálin gegn Manchester City verða tekin fyrir. Enski boltinn 17. janúar 2024 07:01
Vill tug milljarða frá stjórnarformanni Newcastle fyrir að vinna myrkraverk prinsins Yasir Al-Rumayyan, formaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og LIV-mótaraðarinnar í golfi, gæti verið stefnt í einkamáli fyrir að „fylgja fyrirmælum krónprinsins Mohammed Bin Salman. Talið er að lögsóknin muni hljóða upp á rúma tíu milljarða íslenskra króna. Enski boltinn 16. janúar 2024 23:31
Juventus í bullandi titilbaráttu Juventus er í bullandi titilbaráttu í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir 3-0 sigur á Sassuolo. Þegar 20 umferðir eru búnar er liðið aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Inter frá Mílanó. Fótbolti 16. janúar 2024 22:15
Rosenörn semur við Stjörnuna Markvörðurinn Mathias Rosenörn hefur samið við Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningurinn gildir út tímabilið 2026. Íslenski boltinn 16. janúar 2024 19:31
Telja Gylfa Þór vera að íhuga að leggja skóna á hilluna Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Lyngby í Danmörku, íhugar nú að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Fótbolti 16. janúar 2024 18:00
Byggja HM 2034 leikvang á klettabrún Sádi-Arabar kynntu í gær nýjan framtíðar knattspyrnuleikvang sem verður byggður fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem á að fara fram í landinu árið 2034. Fótbolti 16. janúar 2024 17:31
Diouf reyndi að róa brjálaðan Onana niður André Onana, markvörður Manchester United, var afar ósáttur að vera utan hóps þegar Kamerún mætti Gíneu á Afríkumótinu í gær. Fótbolti 16. janúar 2024 16:00
Fram heldur áfram að smíða nýja vörn Fram hefur staðfest komu Þorra Stefáns Þorbjörnssonar á láni frá Lyngby í Danmörku. Hann mun leika með Frömmurum í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 16. janúar 2024 14:01
De Rossi snýr aftur heim og tekur við Roma Daniele De Rossi hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Roma út tímabilið. Hann tekur við af José Mourinho sem var rekinn í morgun. Fótbolti 16. janúar 2024 13:13
Ólöf Sigríður skrifar undir samning við Breiðablik Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 16. janúar 2024 09:50
Mourinho rekinn frá Roma Portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur stýrt liði Roma í síðasta skiptið. Fótbolti 16. janúar 2024 08:44
„Skandall að Messi hafi unnið“ Norski fótboltasérfræðingurinn Carl-Erik Torp var allt annað en sáttur við það þegar Lionel Messi var í gær kosinn besti knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Fótbolti 16. janúar 2024 07:46
Håland og Messi jafnir að stigum en Messi stóð uppi sem sigurvegari Í gærkvöld fór verðlaunahátíð FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fram í Lundúnum. Var besta knattspyrnufólk ársins 2023 heiðrað. Fótbolti 16. janúar 2024 07:01
Murielle frá Króknum í Grafarholt Markadrottningin Murielle Tiernan hefur ákveðið færa sig um set og mun spila með Fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar frekar en í Bestu deildinni með Tindastóli. Frá þessu greindi Fram á samfélagsmiðlum sínum í dag. Íslenski boltinn 15. janúar 2024 23:31
Messi og Bonmatí leikmenn ársins Lionel Andrés Messi og Aitana Bonmatí eru leikmenn ársins 2023 að mati Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Voru leikmennirnir tveir heiðraðir á hátíðlegri athöfn í Lundúnum. Fótbolti 15. janúar 2024 21:34
FIFA verðlaun: Man City og enskar landsliðskonur áberandi Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA tilkynnti í kvöld lið, þjálfara og markvörð ársins 2023 í karla- og kvennaflokki við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Fótbolti 15. janúar 2024 20:46
Segja Hákon Rafn á óskalista Celtic Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson ku vera á óskalista skosku meistaranna Celtic. Fótbolti 15. janúar 2024 20:01
Onana stóð ekki í markinu þegar Kamerún gerði jafntefli Þrátt fyrir að ná að mæta til leiks þá stóð André Onana, markvörður Manchester United, ekki í marki Kamerún þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Gíneu í fyrsta leik þjóðanna á Afríkumótinu í knattspyrnu. Fótbolti 15. janúar 2024 19:31
Everton og Nottingham Forest kærð fyrir brot á fjárhagsreglum Ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Nottingham Forest hafa verið kærð fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Tíu stig hafa nú þegar verið dregin af Everton fyrir slík brot. Enski boltinn 15. janúar 2024 18:31
Hófu titilvörnina á öruggum sigri Senegal vann 3-0 sigur á Gambíu í fyrsta leik sínum í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta karla. Fótbolti 15. janúar 2024 16:03
Réðist á landsliðsþjálfara Gana Maður var handtekinn fyrir að ráðast á þjálfara ganverska karlalandsliðsins í fótbolta eftir óvænt tap þess fyrir Grænhöfðaeyjum á Afríkumótinu í gær. Fótbolti 15. janúar 2024 14:30
Gæti spilað tvo leiki í tveimur álfum á sólarhring Andre Onana stóð í marki Manchester United á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og hann gæti spilað með Kamerún í Afríkukeppninni í dag. Enski boltinn 15. janúar 2024 14:00
Vinahöll Svía verður að Jarðarberjahöll Þjóðaleikvangur Svíþjóðar hefur heitið Friends Arena eða Vinahöll síðan hann var tekinn í notkun fyrir tólf árum. En það breytist í sumar. Fótbolti 15. janúar 2024 11:30
Alex Þór í KR Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson hefur samið við KR. Hann hefur undanfarin þrjú ár leikið með Öster í Svíþjóð. Íslenski boltinn 15. janúar 2024 11:16
„Ég er enginn dýrlingur“ Vinícius Júnior var allt í öllu þegar Real Madrid fór illa með Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins í gærkvöldi en Real liðið vann leikinn á endanum 4-1. Fótbolti 15. janúar 2024 09:31
Ísraelskur fótboltamaður handtekinn í Tyrklandi Ísraelski knattspyrnumaðurinn Sagiv Jehezkel var handtekinn í Tyrklandi í gær eftir að hafa vakið athygli á stríðinu á milli Ísraels og Hamas-samtakanna. Fótbolti 15. janúar 2024 07:58