Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Man United kom til baka og fór áfram

Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford.

Fótbolti
Fréttamynd

Árni til litháísku meistaranna

Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Morgan sló mömmumetið

Alex Morgan var á skotskónum og á metaveiðum þegar bandaríska kvennalandsliðið tryggði sér sigur í SheBelieves æfingamótinu í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikilvægt að halda í gömlu karlana líka“

Jóhann Berg Guðmundsson mun að öllum líkindum spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en lið hans Burnley er langefst í ensku B-deildinni. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að skrifa undir nýjan samning við félagið á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hlær að reglubreytingu: „Varði vítin sem ég þurfti“

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sagt undirbúa breytingar á reglum er varða markverði og athæfi þeirra á meðan vítaspyrnukeppnum stendur. Argentínumaðurinn Emiliano Martínez, og hans hegðun í vítakeppninni á úrslitaleik HM í fyrra, er sögð vera kveikjan að breytingum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Dyrnar standa Messi ávallt opnar“

Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir fyrrum liðsfélaga sinn Lionel Messi vera velkominn aftur til félagsins. Samningur Messi við PSG í Frakklandi rennur út í sumar en hann á að hafa fundað með Joan Laporta, forseta Barcelona, í vikunni.

Fótbolti