Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Dag­ný skoraði og Gló­dís Perla hélt hreinu

Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðnings­maður Wa­les lést í Katar

Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi skaut Beerschot á toppinn

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmark Beerschot er liðið vann 2-1 sigur gegn Anderlecht U23 í belgísku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigurinn skaut Nökkva og félögum á topp deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Argentínumenn héldu vonum sínum á lífi

Eftir óvænt tap gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leik þurfu Lionel Messi og félagar hans í argentínska landsliðinu sárlega á sigri að halda gegn Mexíkó í seinasta leik dagsins á HM í Katar. Messi og Enzo Fernandez sáu um markaskorun Argentínumanna og niðurstaðan 2-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðný lagði upp í stórsigri í Íslendingaslag

Guðný Árnadóttir og stöllur hennar í AC Milan unnu sannkallaðan stórsigur er liðið heimsótti Alexöndru Jóhannsdóttur og liðsfélaga hennar í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 1-6 og Guðný átti sinn þátt í fyrsta marki gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Fiskaði víti og kallaður snillingur

Meðlimur nefndar sem greinir alla leiki á HM í Katar fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hrósar Cristiano Ronaldo og segir portúgalska framherjann með snilligáfu. Ástæðan er hvernig Ronaldo fiskaði vítaspyrnu í 3-2 sigir Portúgals á Gana.

Fótbolti
Fréttamynd

Felix vill yfir­gefa Madríd

Portúgalski landsliðsmaðurinn João Félix hefur fengið nóg af bekkjarsetunni hjá Atlético Madríd og vill yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Brassar verða án Neymar út riðlakeppnina

Brasilíska landsliðið í knattspyrnu þarf að sætta sig við það að leika án sinnar stærstu stjörnu það sem eftir lifir riðlakeppninnar á HM sem nú fer fram í Katar. Neymar þurfti að fara meiddur af velli í sigri liðsins gegn Serbíu í gær og nú er ljóst að hann missir af næstu tveimur leikjum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt jafnt í toppslag A-riðils

Holland og Ekvador skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í annarri umferð riðlakeppni HM í dag. Liðin eru nú jöfn á toppi A-riðils með fjögur stig hvort og nákvæmlega sömu markatölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu þrumuræðu Renards sem kveikti í Sádum

Hervé Renard, þjálfari sádí-arabíska fótboltalandsliðsins, vann heldur betur fyrir kaupinu sínu í hálfleik í leiknum gegn Argentínu á HM 2022. Sádar voru 1-0 undir í hálfleik en þrumuræða Renards kveikti heldur betur í þeim og þeir skoruðu tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og tryggði sér sigurinn.

Fótbolti