Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Richarlison stal senunni er Brassar yfirspiluðu Serba

Brasilíumenn sýndu sambatakta er liðið vann öruggan 2-0 sigur gegn Serbíu í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. Það var þó framherji liðsins, Richarlison, sem stal senunni, en hann skoraði bæði mörk leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís og stöllur fengu skell í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München er liðið heimsótti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur í Barcelona unnu öruggan 3-0 sigur og sitja nú einar á toppi D-riðils.

Fótbolti
Fréttamynd

Tryggði Sviss sigur en neitaði að fagna

Svisslendingar hafa ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 1966 og það breyttist ekki í dag þegar þeir unnu kærkominn 1-0 sigur gegn Kamerún í hinum sterka G-riðli á HM karla í fótbolta í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þriðji yngsti frá upp­hafi

Spánverjinn Gavi varð í dag þriðji yngsti markaskorari í sögu HM í fótbolta. Aðeins Manuel Rosa og Pelé voru yngri þegar þeir skoruðu sín fyrstu mörk á HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Belgía marði Kanada

Þó Belgía sé sem stendur í 2. sæti heimslista FIFA þá átti liðið í stökustu vandræðum gegn Kanada þegar liðin mættust á HM í fótbolta í kvöld. Það var ekki að sjá að Kanada væri á sínu fyrsta HM í 36 ár á meðan Belgía nældi í brons á síðasta móti.

Fótbolti
Fréttamynd

Ron­aldo í tveggja leikja bann

Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna atviks sem átti sér stað á síðustu leiktíð. Bannið mun ekki hafa áhrif á leiki hans með Portúgal á HM en mun taka gildi sama með hvaða félagsliði hann mun spila næst. Einnig var hann sektaður um 50 þúsund pund.

Enski boltinn
Fréttamynd

Varamennirnir tryggðu Japönum sigur á Þjóðverjum

Japan gerði sér lítið fyrir og vann Þýskaland, 1-2, í fyrri leik dagsins í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar. Japanir voru undir í hálfleik en komu til baka, skoruðu tvö mörk með átta mínútna millibili og tryggðu sér sigurinn. Báðir markaskorarar Japans leika í Þýskalandi.

Fótbolti