Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Sögulegur árangur hjá Luke Donald

Enski kylfingurinn Luke Donald varð í dag fyrstur í sögunni til að verða tekjuhæsti kylfingurinn á bæði bandarísku og evrópsku mótaröðinni í golfi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur komst ekki áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og lauk keppni í 42.-49. sæti.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods vann sinn sitt fyrsta mót í 749 daga

Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Chevron World Challege mótinu í golfi sem fór fram í Kaliforníu. Zach Johnson var með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn en Woods lék á þremur höggum undir pari í dag og tryggði sér langþráðan sigur.

Golf
Fréttamynd

Tiger missti forystuna en heldur í vonina

Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu.

Golf
Fréttamynd

Tiger í stuði og kominn með þriggja högga forskot

Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað.

Golf
Fréttamynd

Wozniacki er betri í golfi en McIlroy í tennis

Golfarinn Rory McIlroy og tenniskonan Caroline Wozniacki eru súperparið í íþróttaheiminum í dag enda bæði í fremstu röð í heiminum í sínum íþróttagreinum. McIlroy tjáði sig aðeins um samband þeirra í viðtali við Irish Times.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods í toppbaráttunni í Kaliforníu

Tiger Woods hefur byrjað vel á Chevron World Challenge boðsmótinu sem hann stendur fyrir og fer fram á Sherwood vellinum í Kaliforníu. Kóreumaðurinn KJ Choi er með forystu eftir fyrsta hring en Woods er í öðru sæti.

Golf
Fréttamynd

Tiger fær 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið, sem fram fer í lok janúar á næsta ári, er hluti af Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Westwood tekur aftur þátt á PGA-mótaröðinni

Englendingurinn Lee Westwood ætlar að spila bæði á Evrópumótaröðinni sem og á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta golftímabili. Westwood var hættur að spila á PGA-mótaröðinni en honum finnst rétt að taka aftur þátt þar núna.

Golf
Fréttamynd

Keppnisdagskrá GSÍ 2012 | á hvaða völlum verður keppt?

Mótahald Golfsambands Íslands verður að venju viðamikið á næsta sumri en drög að keppnisdagskrá liggja nú fyrir. Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli á Hellu en GHR fagnar 60 ára afmæli sínu á næsta ári. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli en hér fyrir neðan má sjá keppnisdagskrá GSÍ eins og hún lítur út þessa stundina.

Golf
Fréttamynd

Golfið í stöðugri sókn á Íslandi | 2% fjölgun á árinu 2011

Kylfingum á Ísland sem eru skráðir í golfklúbb fjölgaði um 2% á síðasta ári en gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum áratug. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að kylfingum hefur fjölgað um tæplega 9 þúsund frá árinu 2000 en 16.054 kylfingar voru skráðir félagar í 64 golfklúbbum landsins árið 2011.

Golf
Fréttamynd

Úlfar Jónsson ráðinn landsliðsþjálfari í golfi

Úlfar Jónsson, PGA golfþjálfari og íþróttastjóri GKG, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í golfi. Ragnar Ólafsson mun gegna stöðu liðsstjóra karla og Steinunn Eggertsdóttir verður liðsstjóri kvenna. Þetta kom fram á Golfþingi 2011 og greint er frá á kylfingur.is.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur með neðstu mönnum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sér engan veginn á strik á þriðja hring úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur lék á 76 höggum sem hans langslakasti hringur á mótinu. Birgir Leifur er í 58.-63. sæti og því með neðstu mönnum. Aðeins um 20 fara áfram og möguleikar Birgis á því að komast áfram eru því væntanlega úr sögunni.

Golf
Fréttamynd

Tiger tapaði en Bandaríkin í forystu

Tiger Woods er enn án sigurs í Forsetabikarnum í golfi en lið Bandaríkjanna hefur engu að síður forystu gegn heimsúrvalinu eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Golf
Fréttamynd

Ískalt andrúmsloft þegar Tiger hitti Williams - myndasyrpa

Tiger Woods byrjaði skelfilega í Forsetabikarnum í golfi sem hófst í nótt í Ástralíu.Hann tapaði 7/6 í fjórmenning þar sem hann lék með Steve Stricker. Steve Williams, fyrrum aðstoðarmaður Tigers, var í sama ráshóp en hann er kylfuberi hjá Ástralanum Adam Scott. Það er alveg ljóst að nærvera Williams hafði ekki góð áhrif á Woods en ljósmyndarar Getty Images fylgdust vel með þeim félögum - enda hefur andað köldu á milli Tiger og Williams að undanförnu. Í myndasyrpunni má sjá hvernig þeir brugðust við.

Golf
Fréttamynd

Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum

Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi.

Golf
Fréttamynd

Erfið staða hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson er í 44.-60. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 en hann þarf að leika mun betur til þess að komast í hóp 15-20 efstu sem komast áfram að loknum fjórða keppnisdegi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur þarf að gera betur

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er jafn sex öðrum í 22. sæti á öðru stigi fyrir PGA-mótaröðina. Fyrsti hringurinn var leikinn í dag.

Golf
Fréttamynd

Tiger í þriðja sæti á opna ástralska - Chalmers vann

Greg Chalmers tryggði sér sigur á opna ástralska mótinu í goli í nótt þegar hann lék lokahringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Chalmers var að vinna þetta mót í annað sinn því hann vann það líka árið 1998. Hann kláraði mótið á þrettán höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Woods hefur tekið forystu í Ástralíu

Tiger Woods er greinilega að finna aftur sitt langþráða gamla form en hann er nú í forystu á opna ástralska meistaramótinu í golfi eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Golf