Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Birgir Leifur í banastuði í Austurríki

Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á þriðja hring opna austurríska golfmótsins í morgun. Birgir Leifur lék hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari vallarins. Hann er því á tveimur höggum undir pari samanlagt eftir þrjá hringi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn

Birgir Leifur Hafþórsson kemst líklega í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska mótinu. Birgir Leifur lék annan hring mótsins á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari og er á tveimur höggum yfir pari samtals. Eins og staðan er núna dugar það Birgi Leifi í gegnum niðurskurðinn.

Golf
Fréttamynd

Brjálaður kylfingur fékk tveggja ára dóm

Ástralinn Daniel Patrick Betts var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir grófa líkamsárás. Betts missti stjórn á skapi sínu við það að leika golf með félögum sínum árið 2009.

Golf
Fréttamynd

Ólafur Már í góðri stöðu á lokahringnum

Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í góðri stöðu á fjórða hring úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar í Fleesensee í Þýskalandi. Ólafur hefur leikið fyrstu tíu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og er á fjórum höggum undir samanlagt.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið.

Golf
Fréttamynd

Fín byrjun hjá Birgi í Austurríki á fyrsta keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi á opna austurríska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna þessa stundina en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag.

Golf
Fréttamynd

Ólafur Már í 30. sæti eftir fyrsta hringinn í Þýskalandi

Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR eru báðir að keppa á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. 30 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á annað stig úrtökumótsins á Spáni þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda.

Golf
Fréttamynd

Rose bætti stöðu sína fyrir lokamótið í úrslitakeppninni

Enski kylfingurinn Justin Rose sigraði á BMW meistaramótinu í golf í gær í úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar. Þetta var þriðji sigur Rose á bandarísku mótaröðinni og er hann í ágætri stöðu fyrir lokamótið í Fed-Ex úrslitakeppninni sem fram fer í þessari viku í Atlanta. Þar er keppt um 10 milljóna dala verðlaunafé eða sem nemur um 1,2 milljörðum kr.

Golf
Fréttamynd

Tinna gerist atvinnumaður - reynir við úrtökumótið í janúar

Tinna Jóhannsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2010, hefur ákveðið að gerast atvinnukylfingur og stefnir að því að verða fyrsta íslenska golfkonan sem vinnur sér varanlegan sess á Evrópumótaröð kvenna. Laugardaginn 24. september mun Golfklúbburinn Keilir halda sérstakt styrktarmót fyrir Tinnu til að undirbúa þátttöku hennar í úrtökumóti fyrir mótaröðina, sem fram fer á La Manga á Spáni í janúar.

Golf
Fréttamynd

Reykjavíkurúrvalið vann KPMG-bikarinn og setti met

Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods fellur áfram eins og steinn niður heimslistann

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann og fellur hann niður um sex sæti frá því í síðustu viku. Woods er þessa stundina í 44. sæti. Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson er nú í 14. sæti eftir sigurinn á Deutsche Bank meistaramótinu í gær en hann var áður í 27. sæti.

Golf
Fréttamynd

Simpson hefur unnið sér inn 600 milljónir kr. á þessu ári

Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson er í miklum ham þessar vikurnar en hann landaði sínum öðrum sigri á aðeins þremur vikum á PGA mótaröðinni í golfi í gær. Simpson sigraði á Deutsche Bank-meistaramótinu eftir bráðabana gegn Chez Reavie en þeir léku báðir á 15 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Stefán Már og Signý stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni í ár

Að loknu lokastigamótinu á Eimskipsmótaröðinni, Chervolet mótinu á Urriðavelli, kom í ljós hvaða kylfingar eru stigameistarar í islenska golfinu í ár. Stigameistararnir eru krýndir þegar er búið að taka saman öll sex mótin sem voru á Eimskipsmótaröðinni í sumar.

Golf
Fréttamynd

Thomas Björn hafði betur í fimm manna bráðabana

Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur.

Golf
Fréttamynd

J.B. Holmes á leiðinni í heilaskurðaðgerð

Bandaríski kylfingurinn J.B. Holmes gengst í næstu viku undir heilaskurðaðgerð. Holmes var nýlega greindur með "Chiari malformation", sem er galli í þeim stöðvum heilans sem stýra jafnvægisskyni.

Golf
Fréttamynd

Montgomerie dreymir um sæti í Ryder-liði Evrópu

Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra.

Golf
Fréttamynd

Ólafía Þórunn og Arnór Ingi Íslandsmeistarar í holukeppni

GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik.

Golf