Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Allt jafnt fyrir loka­daginn á Sol­heim Cup

Það er æsispenna fyrir lokadaginn á Solheim Cup mótinu í golfi þar sem úrvalslið Evrópu og Bandaríkjanna í kvennaflokki mætast. Evrópa vann þrjá af fjórum síðustu leikjum laugardagsins.

Golf
Fréttamynd

Opnar sig um veðmálafíknina sem hafi valdið miklum skaða

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að veðmálafíkn sem hann hefur glímt við undanfarin ár hafi valdið miklum skaða og erfiðleikum í samskiptum hans við vini sína og fjölskyldu. Hann segist þó í dag vera á réttri leið.

Golf
Fréttamynd

Ótrúlegt heppnishögg McIlroys

Lukkan var svo sannarlega í liði með Rory McIlroy á BMW PGA Championship í gær. Hann átti ótrúlegt högg á 18. holu Wentworth vallarins.

Golf
Fréttamynd

Bale í golftölvuleik

Gareth Bale, einn besti fótboltamaður sinnar kynslóðar, virðist ætla að öðlast nýtt líf eftir ferilinn sem kylfingur.

Golf
Fréttamynd

Sú yngsta í hollinu er níutíu ára

Fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. 

Lífið
Fréttamynd

Logi og Perla Sól bæði stigameistarar í fyrsta skipti

Logi Sigurðsson, GS, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR eru stigameistarar á stigamótaröð GSÍ en þau eru bæði að hampa þessum titli í fyrsta skipti á ferlum sínum. Perla Sól og Axel Bóasson fóru með sigur af hólmi á lokamóti stigamótaraðarinnar, Korpubikarsins, sem lauk. Bæði léku þau á ansi góðu skori.

Golf
Fréttamynd

Liðin í Ryder-bikarnum full­mönnuð

Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið.

Golf
Fréttamynd

Spennandi ævin­týri með A­ventura

Ferðaskrifstofan Aventura hefur nú verið rekin í fimm ár, en byggir á áratuga reynslu eiganda og starfsfólks og býður Íslendingum upp á marga spennandi og skemmtilega ferðamöguleika til útlanda.

Samstarf
Fréttamynd

Úr­slitin ráðast á Ís­lands­mótinu: „Geta orðið miklar sviptingar“

Loka­dagur Ís­lands­mótsins í golfi er runninn upp og í dag verða krýndir nýir Ís­lands­meistarar í bæði karla- og kvenna­flokki. Keppnin er hörð, fá högg sem skilja á milli efstu kylfinga og hefur mótið gengið eins og í sögu að sögn Brynjars Eldon Geirs­sonar, fram­kvæmda­stjóra Golf­sam­bands Ís­lands.

Golf
Fréttamynd

Grill og heitur pottur í kvöld en Maho­mes-hugar­farið á morgun

Hlynur Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss, er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli um helgina. Hann ætlar að njóta á morgun og sækir síðu í bók ruðningskappans Patrick Mahomes í aðdragandanum.

Golf
Fréttamynd

Hlynur efstur eftir hrun Guðmundar og Andra

Hlynur Geir Hjartarson er með fjögurra högga forystu í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Urriðavelli. Andra Þór Björnssyni og Guðmundi Ágústi Kristjánssyni fataðist hressilega flugið.

Golf
Fréttamynd

Ragnhildur að síga fram úr öðrum keppendum

Ragnhildur Kristinsdóttir leiðir keppnina í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi en hún er á fimm höggum undir pari nú á þriðja keppnisdegi og er tæplega hálfnuð með hring dagsins.

Golf