Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Annika kveður Hauka

Færeyski markvörðurinn Annika Friðheim Petersen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka. Hún hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nykøbing-Falster.

Handbolti
Fréttamynd

Haukur skoraði eitt í enn einum sigri Kielce

Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Vive Kielce er liðið vann öruggan 13 marka sigur gegn Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 34-21, en Kielce hefur unnið alla 14 leiki tímabilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Valskonur fóru illa með botnliðið

Valskonur unnu afar sannfærandi 16 marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 37-21 og Valskonur halda í við topplið Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Leik Fram og Gróttu frestað

Þrátt fyrir að afléttingar á sóttvarnarreglum séu yfirvofandi heldur kórónuveiran áfram að leggja stein í götu íþróttalífsins á Íslandi.

Handbolti
Fréttamynd

Tvö íslensk töp í danska kvennahandboltanum

Það voru Íslendingar í eldlínunni í efstu tveimur deildum danska handboltans í kvöld. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tíu skot í marki Ringkøbing er liðið tapaði 32-28 gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg töpuðu gegn SønderjyskE í B-deildinni 24-22.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst Elí og félagar fjarlægjast fallsvæðið

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í KIF Kolding unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-26 og Ágúst og félagar eru nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Handbolti
Fréttamynd

Davíð B. Gíslason látinn

Davíð B. Gíslason, varaformaður Handknattleikssambands Íslands, lést á heimili sínu á laugardaginn eftir baráttu við krabbamein í heila. Hann var 52 ára.

Handbolti
Fréttamynd

Björg­vin Páll veltir borgar­stjóra­stólnum fyrir sér

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík?

Innlent