Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Erlent 27. maí 2024 16:08
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. Erlent 26. maí 2024 07:50
Fjölda saknað eftir loftárás á byggingavöruverslun Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni. Erlent 25. maí 2024 15:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. Erlent 24. maí 2024 22:42
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. Erlent 23. maí 2024 10:54
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. Erlent 21. maí 2024 19:11
Telur að Usyk hafi unnið vegna stríðsins í Úkraínu Tyson Fury tapaði sínum fyrsta bardaga á atvinnumannaferlinum þegar hann laut í lægra haldi fyrir Oleksandr Usyk í titilbardaga í þungavigtinni í gær. Fury var allt annað en sáttur við niðurstöðuna. Sport 19. maí 2024 11:01
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. Erlent 18. maí 2024 20:00
Yfirborðskenndur stríðsáróður og McCarthýismi hjá háskólaprófessor Nýlega birtist grein á Vísi eftir Bjarna Má Magnússon sem nefnist „Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja?” Þessi grein er eintómt samansafn af hysterískum McCarthýisma, stríðsáróðri og sögulegri endurskoðunarstefnu, í því skyni að réttlæta hernaðarhyggju og vopnakaup fyrir hergagnaframleiðendur. Skoðun 18. maí 2024 17:31
Segir Rússa ekki hafa í hyggju að taka Kharkív Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki stefna að því að hernema Kharkív en hersveitir landsins hafa sótt fram í héraðinu undanfarna daga. Erlent 17. maí 2024 12:36
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Innlent 16. maí 2024 20:52
Úkraínustríðið, skotvopnakaup Íslands og NATO? Nýlega var viðtal við Utanríkisráðherra Íslands á Sprengisandi í tilefni 75 ára afmælis NATO. Aðstoð Íslands við Úkraínu kom til tals hvort frekar ætti að veita Úkraínu mannúðaraðstoð en kaupa skotvopn. Skoðun 14. maí 2024 11:30
Blinken í óvænta heimsókn til Kænugarðs Antony Blinken Utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í morgun til Kænugarðs í Úkraínu en stór vopnasending var loksins að berast Úkraínumönnum á víglínurnar eftir að málið hafði stöðvast í bandaríska þinginu í langan tíma. Erlent 14. maí 2024 07:41
„Hvers konar „motherfucking“ óþverri væri þessi guð ef hann er til“ Kári Stefánsson segist ekkert botna í því að íslensk stjórnvöld hafi tekið þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu. Innlent 13. maí 2024 10:14
Pútín skiptir um varnarmálaráðherra Vladímír Pútín hefur tekið ákvörðun um að skipta út varnarmálaráðherra hans Sergei Shoigu fyrir Andrei Belousov. Shoigu hefur verið varnarmálaráðherra í tæp tólf ár en verður nú skipaður aðalritaði öryggismálanefndar Rússlands. Erlent 12. maí 2024 19:59
Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. Erlent 12. maí 2024 12:32
Hefja árásir nærri Karkív Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni. Erlent 10. maí 2024 14:50
Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. Erlent 10. maí 2024 13:48
Krefjast þess að HÍ beiti sér með sama hætti gegn Ísrael og Rússlandi Hópurinn Háskólafólk fyrir Palestínu krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir friði á Gasa og taki skýra afstöðu gegn þjóðarmorði og stríðsglæpum. Hópurinn vill að HÍ beiti sér með sama hætti og hann gerði þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Rektor segir árásirnar ekki sambærilegar. Innlent 10. maí 2024 06:47
Siðferðileg heilindi Háskóla Íslands á tímum þjóðarmorðs Alda stúdentamótmæla hefur brotist út um allan heim og hafa stúdentar slegið upp tjaldbúðum og skipulagt mótmæli til að vekja athygli á þjóðarmorði Ísraelsríkis á palestínsku þjóðinni. Kennarar og stúdentar hafa verið handteknir, m.a. við Colombia háskóla í New York og Science Po í París. Skoðun 9. maí 2024 10:00
Hera Björk fékk sprengjubrot að gjöf Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. Lífið 8. maí 2024 15:18
Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. Erlent 8. maí 2024 11:36
Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. Lífið 7. maí 2024 15:29
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. Erlent 7. maí 2024 12:48
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. Erlent 7. maí 2024 10:41
Reiðir yfir ummælum Macrons og halda æfingar með kjarnorkuvopn Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu. Erlent 6. maí 2024 11:44
Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Erlent 6. maí 2024 09:54
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Erlent 3. maí 2024 17:00
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Erlent 2. maí 2024 11:57
Án varna, ekkert frelsi Í vikunni samþykkti Alþingi þingsályktun um stuðning Íslands við Úkraínu til næstu fimm ára. Málið hafði góðan stuðning í þinginu eins og önnur mál sem við höfum afgreitt til stuðnings Úkraínu. Með tillögunni leggja íslensk stjórnvöld áherslu á ákveðna þætti stuðnings við Úkraínu, m.a. á öflugt samstarf og samskipti. Ég hef upplifað það frá fyrstu hendi hversu miklu máli öflugt samstarf og samskipti við landið skipta. Sú áhersla er mikilvæg til að styðja við sjálfsmynd Úkraínu og sjálfstæði og fullveldi landsins. Skoðun 1. maí 2024 10:00