Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Alex Iwobi, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur tímabundið gerst búðareigandi í Lundúnum. Hann opnaði „AleXpress“ í hverfinu þar sem hann ólst upp til að hjálpa þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar. Enski boltinn 24.12.2024 16:01
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Innlent 24.12.2024 16:01
Jólagjafir íslenskra vinnustaða Langflest íslenskt fyrirtæki og stofnanir sáu til þess að starfsfólkið færi ekki í jólaköttinn í ár. Líkt og fyrri ár eru gjafabréf vinsæl jólagjöf og virðist nú vera reglan frekar en undantekningin. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana að þessu sinni. Lífið 24.12.2024 13:23
Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Fjölmenni gekk niður Laugaveg í árlegri Friðargöngu sem fram fer í skugga blóðugra styrjalda víða um heim. Innlent 23. desember 2024 21:17
Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Gestir Múlakaffis sporðrenndu næstum tvö þúsund skömmtum af skötu í dag. Eigandinn hefur nú staðið yfir pottunum á Þorláksmessu í næstum fjörutíu ár og segist hvergi nærri hættur. Fréttamaður fór í skötuveislu og smakkaði í fyrsta sinn á hinu kæsta hnossgæti. Lífið 23. desember 2024 20:32
Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, stal senunni á síðustu tónleikum Jólagesta Björgvins Halldórssonar á laugardaginn. Guðmundur ofpeppaðist að eigin sögn og reif sig á kassann á meðan hann söng lagið I Want It That Way, eftir Backstreet Boys, ásamt karlakórnum Esju. Lífið 23. desember 2024 20:14
Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar hefur haft í nógu að snúast síðustu daga við að keyra út jólagjöf til barna, sem fæddust á árinu í Hveragerði. Um er að ræða Vísnabók barnanna en bæjarstjórinn heimsótti 36 börn og fjölskyldur þeirra með bókina. Innlent 23. desember 2024 20:08
Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Jökull Júlíusson í Kaleo heldur í þá hefð að eyða jólunum alltaf á Íslandi. Hann stóð fyrir góðgerðarviðburðinum Rauðu jólin í Hlégarði, Mosfellsbæ síðastliðinn fimmtudag. Lífið 23. desember 2024 16:01
Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Þó Arnaldur Indriðason hafi gefið glæpasögunni frí þessi jólin, og sendi frá sér bók um Jónas Hallgrímsson, þá er hann öruggur á toppi bóksölunnar. Þjóðin elskar Arnald. Menning 23. desember 2024 15:44
„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst. Lífið 23. desember 2024 15:30
Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Jólaljósin og matseldin eru ómissandi partur af jólahaldinu og skammdeginu. Það er mikið um að vera í desembermánuði, margt að hugsa um en um leið ný handtök og oft mikið um að vera á skömmum tíma. Þá er líka mikilvægt að huga að örygginu svo jólahaldið fari ekki úr skorðum. Samstarf 23. desember 2024 14:48
Inga tók jólalag á fyrsta fundi Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng. Innlent 23. desember 2024 11:12
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Skoðun 23. desember 2024 11:02
„Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Sigurður Þ. Ragnarsson betur þekktur sem Siggi stormur segist hafa fundið fyrir kvíða fyrir jólunum en þetta eru þau fyrstu eftir að sonur hans Árni Þórður Sigurðarson lést í ágúst síðastliðnum. Hann segir það hafa hjálpað sér mest í sorginni að tala um son sinn. Lífið 23. desember 2024 10:37
Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin er auðvitað aðalmálið hjá okkur flestum. Samt getur það farið ofan garð og neðan hjá sumum, að ná að kúpla sig alveg frá vinnunni um jólin. Atvinnulíf 23. desember 2024 07:00
Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Segja má að veðurspáin fyrir morgundaginn sé í ömurlegri kantinum, rigning og rok. Veðurfræðingur spáir þó hvítum jólum um mest allt land en spáin er varasöm á aðfangadag og viðbúið að færð verði slæm í einhverjum landshlutum. Gular veðurviðvaranir eru í gildi um mest allt landið í nótt og í fyrramálið og almannavarnir hvetja vegfarendur til að sýna aðgát þar sem færð getur spillst snögglega. Innlent 23. desember 2024 00:10
Hvað eru jólin fyrir þér? Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Skoðun 22. desember 2024 12:03
Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Einungis rúmum hálftíma eftir að Aldís Amah Hamilton leikkona hafði sent inn prufu til að hreppa hlutverk í íslensk-amerísku jólamyndinni The Christmas Quest úr smiðju Hallmark bárust henni skilaboð frá framleiðendum myndarinnar um að hún hefði fengið hlutverkið. Bíó og sjónvarp 22. desember 2024 07:00
Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Kjartan Þór Ólafsson í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að jólaskreytingum á húsi fjölskyldunnar því þar eru fleiri þúsund perur á húsinu og við það, sem lýsa upp hverfið hjá honum. Lífið 21. desember 2024 20:03
Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti brýnir fyrir tónleikagestum að vera meðvitað um fólkið í kringum sig á tónleikum eftir að kona um þrítugt yfirgaf tónleika hans í gærkvöld í sjúkrabíl. Innlent 21. desember 2024 20:00
Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Kirkjugarðar Reykjavíkur hvetja aðstandendur til að nota umhverfisvænar skreytingar á leið ástvina sinna nú fyrir jól og um jólin. Alls ekki að nota plast, vír eða teygjur í skreytingarnar. Innlent 21. desember 2024 14:06
Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Jólagestir Björgvins fara fram annað kvöld í Laugardalshöll í síðasta skipti. Hópurinn hittist á fyrstu æfingu í gær fyrir stóru stundina og Björgvin Halldórsson segir að það sé mikill hugur í honum en ljósmyndari Vísis myndaði hann á fyrstu æfingunni. Tónlist 20. desember 2024 16:00
Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Skoðun 20. desember 2024 13:00
„Lágspennubókmenntir“ „Þetta er ekki hasarbók, þannig lagað, en ég hef kallað þetta „lágspennubókmenntir“,” segir Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, spurður hvort lesendur eigi von á testósterónbombu þegar þeir opna nýjustu bók hans Synir himnasmiðs, skáldsögu um tólf karlmenn. Lífið samstarf 20. desember 2024 10:30