
„Það eru engin jól án tónlistar“
„Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld.