

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.
Núverandi horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2018 eru lakari en félagið hafði gert ráð fyrir. Ljóst er að afkoma annars ársfjórðungs verði lakari en áður var áætlað.
Mennirnir voru ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti en talið er að þeir hafi notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair og hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum.
Hörður Björgvin Magnússon, bakvörður íslenska karlalandsliðsins, er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingu Icelandair vegna HM sem frumsýnd var fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi.
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Icelandair-air máli þar sem yfirmaður hjá Icelandair er grunaður um brot á lögum verðbréfaviðskipti.
Segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada.
Fyrsta flug Icelandair frá Cleveland lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir um sex klukkustunda langa ferð.
Dótturfélag Icelandair Group hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum.
Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til Dusseldorf í Þýskalandi.
Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi.
Forstjóri WOW Air íhugar að selja hluta af 100 prósent eign sinni á WOW Air til að fá fleiri að borðinu vegna umfangs flugfélagsins.
Kaupþing og vogunarsjóðir hættu við að greiða Valitor út í arð vegna andstöðu við þau áform innan stjórnkerfisins og á meðal einstakra ráðherra. Slík ráðstöfun væri engu að síður líkleg til að skila ríkinu hærra stöðugleikaframlagi.
Róbert Wessman og viðskiptafélagar hans gengu frá greiðslu upp á 1,4 milljarða króna til Matthíasar H. Johannessen í byrjun síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Hagnaður Kerfélagsins, eiganda Kersins í Grímsnesi, var ríflega 58 milljónir króna í fyrra og næstum tvöfaldaðist frá árinu 2016 þegar hann var 30 milljónir.
Hagnaður Arctica Finance á árinu 2017 nam tæplega 212 milljónum borið saman við nærri 500 milljóna hagnað árið áður.
Umboðsmaður Alþingis gerir margvíslegar athugasemdir við lagatúlkanir Seðlabanka Íslands og nýjar starfsreglur bankaráðs. Fyrrverandi bankaráðsmenn telja að svigrúm bankaráðs til að sinna eftirlitshlutverki sínu hafi verið takmarkað.
Fjórir þeirra sem gefa kost á sér eiga nú þegar sæti í stjórninni.
Sigurhjörtur Sigfússon, fyrrverandi forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, hefur verið ráðinn forstöðumaður fjárstýringar Kortaþjónustunnar. Hann lét af störfum hjá Mannviti síðasta haust eftir að hafa gegnt starfi fjármálastjóra og síðar forstjóra frá árinu 2012.
Stjórnir Skeljungs og Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, skoða nú að endurvekja viðræður um kaup olíufélagsins á öllu hlutafé í Basko, samkvæmt heimildum Markaðarins.
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir mikilvægt að slakað verði á innflæðishöftum Seðlabanka Íslands. Þau leiði til hærra vaxtastigs fyrir ríkissjóð og fyrirtæki. Framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA gagnrýnir tregðu stjórnenda bankans til þess að breyta útfærslu haftanna. Sérfræðingur í markaðsviðskiptum Kviku segir innflæðishöftin halda gengi krónunnar veikara en annars.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að stofnun stöðugleikasjóðs sem er eitt afbrigði af þjóðarsjóði.
Tryggt er í afkomuskiptasamningi stjórnvalda og Kaupþings að hann nái til virðis og mögulegrar virðisaukningar Valitors ef félagið er aðgreint frá Arion banka. Ríkið mun þannig njóta góðs af sölu og virðisaukningu kortafyrirtækisins
Innan tíðar munu ný persónuverndarlög taka gildi og leggjast með fullum þunga á fyrirtæki og atvinnulíf.
Greiningarfyrirtækið IFS metur gengi hlutabréfa í Icelandair Group á 20,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Er það um 27 prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. IFS ráðleggur fjárfestum því að kaupa hlutabréf í ferðaþjónustufélaginu.
Forsvarsmenn VR hyggjast nýta digra sjóði stéttarfélagsins til þess að koma á fót leigufélagi sem myndi leigja íbúðir á 15 til 30 prósenta lægra verði en gengur og gerist á almennum leigumarkaði.
Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir.
Jón Ingi Árnason, sem starfaði áður í markaðsviðskiptum Kviku fjárfestingabanka, hefur gengið til liðs við Landsbankann, samkvæmt heimildum Markaðarins. Mun hann starfa í markaðsviðskiptum bankans.
Félagið Á Ingólfshvoli ehf. hefur keypt jörðina Ingólfshvol í Ölfusi og allar eignir Fákasels sem rak samnefndan hestagarð. Stendur vilji nýrra eigenda til þess að byggja upp blómlega starfsemi á sviði hesta- og ferðamennsku en meðal annars er gert ráð fyrir uppbyggingu gistirýma á jörðinni.
Ef íslenskir lífeyrissjóðir auka ekki erlendar fjárfestingar sínar munu þeir eiga rétt rúman helming allra eigna hér á landi árið 2060 samkvæmt greiningu Hagfræðistofnunar HÍ. Afleiðingin yrði sú að eignaverð myndi hækka og samkeppni á milli fyrirtækja minnka.