„Stjórnarmenn hafa ekkert að gera í tilnefningarnefndum“ Stjórnarmenn sem sitja í tilnefningarnefnd hjá sama fyrirtæki hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur til stjórnar og beina hagsmuni af tiltekinni niðurstöðu sem fer ekki endilega saman við hagsmuni fyrirtækisins, hluthafa þess eða annarra haghafa. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt fagfjárfestum, stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun. Innherji 6. mars 2023 07:00
Ekki auðveld ákvörðun framundan hjá fjölmörgum Deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka segir það mikilvægt að fólk fresti ekki vanda sínum þegar kemur að hærri greiðslubyrði á lánum. Fastir vextir á fjölmörgum lánum munu losna á næstu mánuðum og margir gætu lent í ansi miklum vandræðum fari stýrivöxtum og verðbólgu ekki lækkandi. Neytendur 4. mars 2023 09:42
„Sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun bregðast við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna umdeildrar sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Þetta segir Bjarni í skriflegu svari til fréttastofu. Innlent 3. mars 2023 17:19
Forstjóri Nova varar við auknum fordómum á uppgjörsfundi Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, lýsti yfir áhyggjum sínum af skautun þjóðfélagsumræðunnar, vaxandi kynþáttahatri og auknum fordómum í garð hinsegin fólks á uppgjörsfundi fjarskiptafélagsins í gær. Er þetta líklega í fyrsta sinn sem forstjóri skráðs félags í Kauphöllinni tekur fyrir málefni af þessu tagi á uppgjörsfundi með fjárfestum. Innherji 3. mars 2023 13:30
Gildi minnkar stöðu sína í Símanum um meira en fjórðung Lífeyrissjóðurinn Gildi, sem hefur verið einn allra stærsti hluthafi Símans um langt skeið, seldi meira en fjórðung bréfa sinna í fjarskiptafélaginu í liðnum mánuði. Að undanförnu hafa stærstu lífeyrissjóðir landsins verið að selja sig nokkuð niður í Símanum. Innherji 3. mars 2023 12:06
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. Innlent 3. mars 2023 10:11
Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn Play í stað Auðar Bjarkar Spánverjinn Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn flugfélagsins Play samkvæmt tillögu sem lögð verður til samþykktar á aðalfundi félagsins sem fram fer 7. mars. Lago kæmi inn í stjórnina í stað Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Viðskipti innlent 3. mars 2023 09:46
Markaðshlutdeild Varðar tvöfaldast á tíu árum og Sjóvá jók hlutdeild sína Markaðshlutdeild Varðar hefur vaxið hratt á síðustu árum á sama tíma og TM og VÍS hafa verið að gefa eftir. Forstjóri tryggingafélagsins segir enn tækifæri til vaxtar, einkum á fyrirtækjamarkaði, en ætla má að markaðsvirði Varðar hafi fjórfaldast frá kaupum Arion banka fyrir hartnær sex árum síðan. Innherji 3. mars 2023 07:24
Leiga og verðbólga lækkaði hagnað Nova Heildartekjur fjarskiptafélagsins Nova jukust um 4,6% á árinu 2022 og fóru úr 12.083 í 12.641 milljónir króna milli ára. Þar af var 10% vöxtur í þjónustutekjum sem námu 9.110 milljónum króna á síðasta ári. Vöxturinn er sagður einkum tilkominn vegna fjölgunar viðskiptavina á árinu. Viðskipti innlent 2. mars 2023 17:37
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Innlent 2. mars 2023 11:51
Alvotech tapaði rúmlega 73 milljörðum króna Alvotech tapaði 513,6 milljónum dollara árið 2022, rúmlega 73 milljörðum íslenskra króna. Heildartekjur á árinu voru 85 milljónir dollara og jukust um 45 milljónir milli ára. Viðskipti innlent 2. mars 2023 09:18
Ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann starfaði síðast hjá Norse Atlantic, en hóf störf hjá Play í gær. Viðskipti innlent 2. mars 2023 09:13
Íslenskir vogunarsjóðir í varnarbaráttu á ári þar sem svartsýni réð ríkjum Íslenskir vogunarsjóðir fóru ekki varhluta af erfiðum markaðsaðstæðum 2022 þegar fjárfestar höfðu í fá skjól að leita og bæði skuldabréf og hlutabréf féllu í verði. Gengi allra sjóðanna, sem hafa fjárfestingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar margfalt, gaf talsvert eftir, einkum sem fjárfestu í hlutabréfum, og þeir sem skiluðu lökustu ávöxtuninni lækkuðu um vel yfir 20 prósent, samkvæmt úttekt Innherja. Innherji 2. mars 2023 07:00
Flugstjóra hjá Play sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot Starfsmanni flugfélagsins Play var sagt upp störfum í síðasta mánuði í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Innlent 1. mars 2023 17:50
Fjórði fjórðungur Festar „heldur erfiður“ en verðmat nokkuð yfir markaðsgengi Rekstur Festis á árinu 2022 gekk ágætlega, en fyrri hluti ársins var nokkuð betri en sá seinni. Seinasti fjórðungur ársins var heldur erfiður, afkoma af eldsneytissölu var slök og dagvörusvið gaf eftir undan kostnaðarþrýstingi, og heilt yfir var afkoma ársins örlítið undir væntingum, að sögn hlutabréfagreinenda. Innherji 1. mars 2023 10:51
Ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs Fossa Fossar fjárfestingarbanki hafa ráðið til sín Heiðrúnu Haraldsdóttur sem forstöðumann fjármála- og rekstrarsviðs. Viðskipti innlent 1. mars 2023 08:47
Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. Innlent 28. febrúar 2023 13:51
Sýn kaupir allt hlutafé móðurfélags Já Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélags upplýsingatæknifyrirtækisins Já, sem rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir. Innherji 28. febrúar 2023 09:31
Vélin lent og hættustigi aflýst Hættustig var sett í gildi á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna flugvélar frá Icelandair sem snúa þurfti við. Vélinni hefur verið lent og hefur hættustigi verið aflýst. Innlent 27. febrúar 2023 18:33
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ Innherji 27. febrúar 2023 15:08
Fjárfestar selja í sjóðum þrátt fyrir viðsnúning á mörkuðum Fjárfestar losuðu um stöður sínar í helstu verðbréfasjóðunum á fyrsta mánuði ársins 2023 sem einkenndist engu að síður af verðhækkunum á mörkuðum eftir erfitt ár í fyrra. Í tíu skipti á síðustu tólf mánuðum hefur verið hreint útflæði úr innlendum hlutabréfasjóðum. Innherji 27. febrúar 2023 10:21
VÍS minnkar enn verulega vægi skráðra hlutabréfa í eignasafninu Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eignasafni VÍS minnkaði samanlagt um liðlega fjóra milljarða á árinu 2022 samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum og aukinni áherslu á að draga úr áhættu í eignasafni tryggingafélagsins. Vægi óskráðra hlutabréfaeigna VÍS er núna orðið nánast jafn mikið og skráðra hlutabréfa félagsins. Innherji 27. febrúar 2023 07:00
Innritun kvöldið áður til þess að bregðast við töfum á flugvellinum Icelandair býður nú farþegum að innrita farangur á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug og að kaupa flutning á farangrinum þangað til þess að bregðast fyrir lengri afgreiðslutíma við innritun vegna framkvæmda á flugvellinum. Viðskipti innlent 26. febrúar 2023 13:10
„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ „Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. Viðskipti innlent 25. febrúar 2023 12:04
Arðgreiðslur ríkisfélaga þremur milljörðum yfir áætlun Arðgreiðslur þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna; Landsbankans, Landsvirkjunar og Íslands, nema alls 33,7 milljörðum króna á þessu ári og eru þremur milljörðum hærri en upphæðin sem fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði ráð fyrir við gerð síðasta fjárlagafrumvarps. Innherji 24. febrúar 2023 13:49
Guðný nýr forstjóri VÍS Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin forstjóri tryggingafélagsins VÍS. Hún hefur verið starfandi forstjóri síðan í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 24. febrúar 2023 12:29
Íslensk stjórnvöld stundum „eins og eyðiland í Evrópu,“ segir forstjóri Brims Forstjóri og aðaleigandi Brims gagnrýnir íslensk stjórnvöld, sem hann segir að séu eins og „eyðiland“ í Evrópu, fyrir að neita að ræða við Rússland um nýtingu á veiðirétti Íslands í Barentshafi. Fyrirtækið skilaði metafkomu í fyrra samhliða hagstæðum markaðsaðstæðum fyrir sjávarafurðir og horfur fyrir þetta ár líta „þokkalega út.“ Innherji 24. febrúar 2023 11:21
Faldar myndavélar og leynimakk þegar sá milljónasti flaug til Íslands Þegar Ikechi Chima Apakama, 32 ára gamall breti, kom til Íslands í síðustu viku hafði hann ekki hugmynd um hann væri milljónasti farþegi flugfélagsins Play. Það vissu hins vegar vinir hans sem fylgdu honum til landsins og skemmtu sér vel. Lífið 23. febrúar 2023 16:57
Lilja Kristín nýr forstöðumaður hjá Vodafone Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone. Viðskipti innlent 23. febrúar 2023 12:14
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. Innlent 23. febrúar 2023 09:30