Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. Viðskipti innlent 16. september 2022 21:33
Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. Innlent 16. september 2022 19:21
Gildi heldur áfram að stækka hlut sinn í Sýn Gildi lífeyrissjóður, sem hefur um langt skeið verið einn allra stærsti hluthafi Sýnar, er á síðustu vikum búinn að vera að stækka stöðu sína í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu, bæði í aðdraganda og eftir hluthafafund félagsins í lok síðasta mánaðar þar sem átök voru á milli einkafjárfesta og lífeyrissjóða um kjör stjórnarmanna. Innherji 16. september 2022 16:02
Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Innlent 16. september 2022 07:01
Eik hættir við kaup á Lambhaga Eik fasteignafélag hefur hætt við að kaupa garðyrkjustöðvarnar Lambhaga í Úlfarsdal og Lund í Mosfellsdal. Kaupverð var áætlað 4,2 milljarðar króna. Viðskipti innlent 15. september 2022 18:59
SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. Innherji 15. september 2022 08:53
Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. Innherji 15. september 2022 07:01
Réttlátara samfélag með betri tækni Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Skoðun 14. september 2022 11:01
Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa á Flugvöllum í Hafnarfirði Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði var tekin síðdegis. Forstjórinn vonast til að skoðað verði hvort gömlu skrifstofurnar á Reykjavíkurflugvelli geti hentað sem flugstöð. Innlent 13. september 2022 20:40
Lífeyrissjóðurinn Festa selur allan hlut sinn í Sýn Festa lífeyrissjóður, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Sýnar, hefur losað um allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Lífeyrissjóðurinn seldi þannig rúmlega 1,6 prósenta hlut í félaginu skömmu eftir lokun markaða í dag fyrir samtals um 276 milljónir króna, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 13. september 2022 17:36
Leiguverð aflaheimilda þorsks hækkar um 50 prósent milli ára Leiguverð á aflaheimildum helstu bolfisktegunda hefur hækkað töluvert frá síðasta ári, að því er kemur fram í gögnum Fiskistofu. Meðalleiguverð aflamarks þorsks á síðasta ári var ríflega 405 krónur fyrir hvert kíló. Það er um það bil 50% hærra verð en meðalverð síðasta árs. Leiguverð aflaheimilda ýsu og ufsa hefur einnig hækkað töluvert. Innherji 13. september 2022 16:30
Marel vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt JP Morgan Greindendur fjárfestingabankans JP Morgan telja að Marel sé vanmetnasta iðnfyrirtækið í Evrópu samkvæmt ýtarlegri greiningu á skráðum fyrirtækjum í atvinnugreininni sem bankinn birti í byrjun september. Að þeirra mati gæti hlutabréfaverð íslenska fyrirtækisins hækkað um allt að 53 prósent á næstu 14 mánuðum. Innherji 13. september 2022 10:31
Mismunandi leiðir inn á markaðinn I Skráð félög eru meira áberandi í allri umræðu og komast á kortið hjá stærri hópi fjárfesta. En eins og með seljanleika er hægt að gera ýmislegt til að nýta aukinn sýnileika til fulls. Það er ekki nóg að hafa gjallarhorn, það þarf líka að hafa góða sögu að segja. Umræðan 13. september 2022 09:05
Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg. Innherji 13. september 2022 07:00
Óánægja með Icelandair á Akureyri Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa óskað eftir skýringum Icelandair á því hvers vegna flugfélagið hefur að undanförnu fellt niður flugferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar með litlum fyrir vara. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið vera óboðlegt. Innlent 12. september 2022 06:25
Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu. Innlent 11. september 2022 16:01
Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. Innherji 11. september 2022 12:08
Matthías frá Arion banka til Héðins Matthías Stephensen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Héðins. Hann kemur frá Arion banka þar sem hann hefur starað frá 2011, síðast sem forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði, ásamt því að vera innlánastjóri bankans. Viðskipti innlent 8. september 2022 10:09
Akta og Stapi keyptu fyrir um tvo milljarða í útboði Kaldalóns Fjórir fjárfestar, lífeyrissjóðir og sjóðastýringarfyrirtæki, keyptu mikinn meirihluta allra þeirra hluta sem voru seldir í lokuðu útboði Kaldalóns undir lok síðasta mánaðar þegar fasteignafélagið sótti sér nýtt hlutafé að fjárhæð samtals fjögurra milljarða króna. Innherji 8. september 2022 09:25
Ásta ráðin forstjóri Festi Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn. Viðskipti innlent 7. september 2022 17:35
Rúmlega hundrað þúsund farþegar flugu með Play Flugfélagið Play flutti tæplega 109 þúsund farþega í ágúst. Um er að ræða sambærilegan fjölda og í júlí en félagið segist hafa styrkt stöðu sína á mörkuðum með afgerandi hætti í sumar. Viðskipti innlent 7. september 2022 15:39
Íslenskir gullgrafarar hafa fundið tíu tonn af gulli Íslenskir gullgrafarar í Grænlandi hafa staðfest mun meira gullmagn í námu sinni en áður hafði fundist. Heildarsöluverðmæti gullsins er nú áttatíu milljarðar króna en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist í námunni. Viðskipti innlent 7. september 2022 11:53
Júlía tekur við stöðunni af Margréti hjá Ölgerðinni Júlía Eyfjörð Jónsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar. Viðskipti innlent 7. september 2022 09:24
Margrét hættir hjá Ölgerðinni Margrét Arnardóttir hefur óskað að láta af störfum sem framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs Ölgerðarinnar og samið um starfslok sín. Viðskipti innlent 7. september 2022 07:48
Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. Innherji 6. september 2022 18:54
Hildur segir sig úr stjórn til að fyrirbyggja hagsmunaárekstra Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, hefur fært sig úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur yfir í stjórn Faxaflóahafna. Ástæðan er kjör eiginmanns hennar í stjórn Sýnar og mögulegir hagsmunaárekstrar sem því fylgja. Innlent 6. september 2022 18:41
Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6. september 2022 16:09
Hlutdeildarfélag Marels komið í greiðsluþrot Stranda Prolog, norskur framleiðandi hátæknilausna fyrir laxaiðnað sem Marel á 40 prósenta hlut í, hefur lýst sig gjaldþrota, samkvæmt frétt á heimasíðu íslenska tæknifyrirtækisins. Innherji 6. september 2022 16:06
Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“ Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. Innlent 6. september 2022 15:37
Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. Klinkið 6. september 2022 14:21