Baldur hefur tapað fimm sinnum í röð á móti Val Tindastóll tekur á móti Val í Subway-deild karla í körfubolta í stórleik kvöldsins en þetta er fyrsti deildarleikur liðanna á tímabilinu. Körfubolti 8. október 2021 16:31
Boltinn lýgur ekki: Kári verður bestur en veldur Hjálmar vonbrigðum? Liðsmenn útvarpsþáttarins Boltinn lýgur ekki eru mjög spenntir fyrir vetrinum hjá Val og þá sérstaklega Kára Jónssyni. Fyrsti þátturinn var sendur út í gær á X977. Körfubolti 8. október 2021 13:15
Teitur varð afi í beinni útsendingu Teitur Örlygsson átti í smá erfiðleikum með að einbeita sér í Tilþrifunum í gær, og það skiljanlega. Körfubolti 8. október 2021 09:01
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Körfubolti 7. október 2021 23:12
Umfjöllun: Vestri - Keflavík 99-101 | Nýliðarnir óheppnir að ná ekki sigri gegn deildarmeisturunum Vestri tók á móti deildarmeisturunum frá Keflavík í sínum fyrsta leik í efstu deild í háa herrans tíð. Það er óhætt að segja að nýliðarnir hafi staðið í deildarmeisturunum, en lokatölur urðu 99-101, Keflvíkingum í vil, eftir tvöfalda framlengingu. Körfubolti 7. október 2021 23:10
Arnar Guðjónsson: Mér fannst við bara ekki hitta neitt Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok. Körfubolti 7. október 2021 22:48
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 128-117 | Lítill varnarleikur, ótrúlegt magn stiga og framlengt er KR vann Breiðablik Það fór ekki mikið fyrir varnarleiknum þegar KR vann Breiðablik í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikar enduðu 128-117 eftir framlengdan leik. Körfubolti 7. október 2021 22:24
Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega. Körfubolti 7. október 2021 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 107-82 | Njarðvík skaut Íslandsmeistarana í kaf Íslandsmeistarar Þórs Þ. hófu titilvörn sína í Njarðvík þar sem að bikarmeistararnir tóku á móti þeim. Liðin mættust fyrir tæpri viku í Meistarakeppni KKÍ þar sem að Þórsarar höfðu betur, en Njarðvíkingar hefndu svo sannarlega fyrir það í kvöld með 25 stiga sigri, 107-82. Körfubolti 7. október 2021 20:55
Logi á sínu 25. tímabili: 25 er góð tala Njarðvík byrjar tímabilið í Subway-deildinni frábærlega. Liðið vann 25 stiga sigur á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum frá Þorlákshöfn. Logi Gunnarsson tók það á sig þjálfaraviðtalið eftir leik þar sem Benedikt Guðmundsson tók út leikbann. Körfubolti 7. október 2021 20:33
Liðsfélagar í WNBA deildinni í körfubolta slógust út á götu Tveir leikmenn Atlanta Dream liðsins í WNBA-deildinni í körfubolta fá ekki að spila áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Ástæðan er að myndband með þeim í slagsmálum fyrr á árinu komst á flug á netinu. Körfubolti 7. október 2021 12:31
Þungavigtin: Matthías sagði sína skoðun á stjórnlausa svartholinu Tyler Sabin Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin fór á kostum með KR-ingum í körfuboltanum á síðustu leiktíð en það voru ekki allir liðsfélagarnir nógu ánægðir með hann. Matthías Orri Sigurðsson sagði sína skoðun á Sabin þegar hann mætti í hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina. Körfubolti 7. október 2021 11:31
Boltinn lýgur ekki á X-inu Útvarpsþátturinn Boltinn lýgur ekki hefur göngu sína í dag. Boltinn lýgur ekki er útvarpsþáttur um körfubolta sem er á dagskrá alla fimmtudaga frá 16:00-18:00 á X-inu 977. Körfubolti 7. október 2021 10:16
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 58-66| Nýliðarnir sigruðu Hauka í fyrsta leik Njarðvík vann Hauka í fyrstu umferð Subway-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi þrátt fyrir að vera afar kaflaskiptur. Í 4. leikhluta gerði Njarðvík ellefu stig í röð og unnu á endanum sanngjarnan sigur 58-66. Körfubolti 6. október 2021 23:10
Bjarni: Tek ekkert jákvætt úr þessum leik Haukar töpuðu gegn Njarðvík í fyrsta leik Subway-deildarinnar. Leikurinn endaði 58-66 og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, afar ósáttur með liðið sitt eftir leik. Sport 6. október 2021 22:45
Keflavík og Valur byrja tímabilið á sigrum Íslandsmeistarar Vals og Keflavík byrja tímabilið í Subway-deild kvenna á nokkuð öruggum sigrum. Valur vann stórsigur á Grindavík, 94-69, á meðan Keflavík vann Skallagrím, 80-66. Körfubolti 6. október 2021 21:20
Það jákvæða sem við tökum úr þessum leik er að við unnum hann Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigur síns liðs síns en ekki nægilega sáttur með spilamennskuna. Fjölnir lagði Breiðablik 75-71 í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Körfubolti 6. október 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 75-71 | Naumur sigur heimakvenna í Grafarvogi Fjölnir fór með sigur af hólmi gegn Breiðablik í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta kvenna í kvöld en lokatölur voru 75-71 Körfubolti 6. október 2021 19:55
Jonna finnst fyndið að hans liði sé bara spáð fjórða sæti: Með miklu betra lið Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir Subway-deild kvenna í körfubolta sem fer af stað í kvöld. Keflavíkurkonur hafa misst öfluga leikmenn undanfarin ár og það hélt áfram í sumar. Þjálfari liðsins er þó hvergi banginn eins og sást í viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann. Körfubolti 6. október 2021 16:31
Misstu Helenu og vita ekki hvort Hildur Björg verði frá í vikur eða mánuði Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa verið tvær bestu körfuboltakonur landsliðsins undanfarin ár og lykilmenn í landsliðinu. Íslandsmeistarar Vals voru með þær báðar á síðasta tímabili en eru nú án þeirra beggja. Körfubolti 6. október 2021 14:01
„Ef einhver var nógu vitlaus að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar“ Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar mun Helena Sverrisdóttir spila sinn fyrsta deildarleik með Haukum í nokkur ár. Körfuboltakvöld ræddi stærstu félagsskiptin í kvennakörfunni fyrir þetta tímabil. Körfubolti 6. október 2021 12:00
Þriðja tapið í röð hjá Tryggva og félögum Tryggvi Hlinason og félagar hans í Zaragoza töpuðu sínum þriðja leik í röð í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar að liðið heimsótti Barcelona í kvöld. Lokatölur 76-63, en Barcelona er enn með fullt hús stiga. Körfubolti 5. október 2021 20:09
Segist hafa verið neyddur í bólusetningu Andrew Wiggins, leikmaður Golden State Warriors, segist hafa verið neyddur til að bólusetja sig gegn kórónuveirunni til að geta haldið áfram að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. október 2021 16:00
Skrautlegar spár í dag: ÍR spáð titlinum og Keflavík spáð neðsta sætinu Fulltrúar liðanna í Subway deild karla í körfubolta voru sumir að setja liðin í furðuleg sæti í spá sinni fyrir komandi tímabil en hún var birt á á Grand Hótel í dag. KKÍ sýndi fram á þetta svart á hvítu með því að sýna það hvar liðunum var spáð. Körfubolti 5. október 2021 15:00
Darri segir að körfuboltinn sé að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá Val Darri Freyr Atlason var í sínum fyrsta þætti af Körfuboltakvöldi í gær og þar fékk hann það verkefni ásamt hinum sérfræðingunum að meta það hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Körfubolti 5. október 2021 14:00
Njarðvík og Haukum spáð sigri í Subway deildunum í körfubolta í vetur Benedikt Guðmundsson gerir Njarðvík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu í Ljónagryfjunni og Helena Sverrisdóttir kemur með Íslandsbikarinn heim á Ásvelli ef marka má spá félaganna sjálfra. Körfubolti 5. október 2021 12:31
„Erfiðasta umhverfið í Evrópu“ og dúnninn í Garðabænum Kjartan Atli Kjartansson spurði sérfræðinga sína út í það í fyrsta Körfuboltakvöldi vetrarins hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Körfubolti 5. október 2021 12:00
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrvalsdeildirnar í körfubolta Vísir er með beina útsendingu frá kynningarfundi fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna í körfubolta. Körfubolti 5. október 2021 11:45
„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. Körfubolti 5. október 2021 11:31
Tilvera körfuknattleiksdeildar Skallagríms hangir á bláþræði: Hætta á að draga þurfi liðið úr keppni Körfuknattleiksdeild Skallagríms berst nú fyrir tilverurétti sínum. Boðað hefur verið til neyðarfundar til að ræða stöðuna sem upp er komin. Svo gæti farið að draga þurfi lið Skallagríms úr leik á Íslandsmótinu. Körfubolti 5. október 2021 10:48