Kleinur, pítsudeig og morgunvaktir niðri á bryggju vegna Evrópuævintýris Leikmenn, sjálfboðaliðar, stjórnarmenn og aðrir sem að körfuknattleiksdeild Hauka koma hafa gert sitt til að sjaldséð Evrópuævintýri íslensks körfuboltaliðs verði að veruleika. Það kemur til með að kosta tæpar 12 milljónir fyrir Hauka að leika í Evrópubikar kvenna í ár. Körfubolti 5. október 2021 08:01
Gæti orðið af milljónum Bandaríkjadala þar sem hann er ekki bólusettur Kyrie Irving gæti misst af fjölda leikja Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta þar sem hann er ekki bólusettur. Gæti það leitt til þess að hann verði af milljónum Bandaríkjadala. Körfubolti 4. október 2021 22:00
Körfuboltakvöld fer aftur af stað í kvöld en svona endaði þetta á síðasta tímabili Fyrsti þátturinn af Körfuboltakvöldi verður á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 4. október 2021 17:00
Matthías Orri og Darri úr KR í Körfuboltakvöld Fyrsti þátturinn af Körfuboltakvöldi verður á Stöð 2 Sport í kvöld og eins og hjá öllum liðum deildarinnar þá hafa orðið mannabreytingar milli tímabila. Körfubolti 4. október 2021 15:30
Grindvíkingar fundu eftirmann Dags í Ísrael Grindvíkingar hafa styrkt liðið sitt fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla í körfubolta og fundið um leið mann fyrir leikstjórnandann Dag Kár Jónsson sem fór á dögunum út í atvinnumennsku. Körfubolti 4. október 2021 15:09
Umfjöllun: Valur - Haukar 58-62 | Bikarmeistararnir unnu nauman sigur í uppgjöri bestu liða landsins Íslandsmeistarar Vals tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Hauka í Meistarakeppni KKÍ í kvöld. Þó Helena Sverrisdóttir væri fjarri góðu gamni fór það svo að Haukar unnu nauman fjögurra stiga sigur, lokatölur 62-58. Körfubolti 3. október 2021 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 113-110 | Þór Þorlákshöfn er meistari meistaranna Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar eru meistarar meistaranna eftir sigur á bikarmeisturum Njarðvíkur 113-100. Körfubolti 2. október 2021 23:45
Dagur Kár ekki með Grindavík í vetur Grindvíkingurinn Dagur Kár Jónsson mun ekki leika með Grindavík í efstu deild karla í körfubolta hér á landi í vetur þar sem hann hefur samið við spænska liðið Ourense Baloncesto. Hann segist spenntur fyrir vetrinum og telur þetta vera góða áskorun. Körfubolti 2. október 2021 22:31
Lárus Jónsson: „Sóknarleikurinn var góður hjá okkur allan leikinn en vörnin bara í þriðja“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega sáttur í leikslok eftir að liðið sigraði Njarðvík í Meistarakeppni KKÍ 113-100, og tryggðu sér um leið titilinn Meistarar meistaranna. Körfubolti 2. október 2021 21:45
Martin hafði betur gegn Tryggva Landsliðsmennirnir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason mættust í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Báðir áttu mjög góðan leik er Valencia vann sex stiga sigur á Zaragoz, lokatölur 76-70. Körfubolti 2. október 2021 20:45
Tuttugu stig Söru dugðu ekki til Sara Rún Hinriksdóttir og liðsfélagar hennar í Phoenix Constanta þurftu að sætta sig við níu stiga tap gegn Cluj Napoca í rúmensku deildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 66-57, en Sara var stigahæsti leikmaður vallarins. Körfubolti 2. október 2021 15:45
„Ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna“ Helena Sverrisdóttir átti stórleik þegar Haukar tryggðu sér sæti í riðlakeppni EuroCup í fyrradag. Haukar töpuðu fyrir Sportiva á Asóreyjum, 81-79, en fóru áfram, 160-157 samanlagt. Körfubolti 2. október 2021 09:31
Haukar, Höttur og Álftanes með fullt hús stiga Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar, Höttur og Álftanes hafa öll unnið báða leiki sína í upphafi móts, en Hamar, Skallagrímur og ÍA eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Körfubolti 1. október 2021 22:30
Brynjar Karl aftur heim til Leiknis Brynjar Karl Sigurðsson er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Leiknis Reykjavíkur. Hann var kosinn formaður á fundi körfuknattleiksdeildarinnar á dögunum. Körfubolti 1. október 2021 15:01
Íslenski fáninn á besta stað í höllinni hjá Davidson háskólanum Íslenskur körfubolti á flottan fulltrúa hjá liði Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum því Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson hóf nám í skólanum í sumar. Körfubolti 1. október 2021 13:01
Haukakonur í riðli með tveimur frönskum liðum Haukarkonur tryggðu sér í gærkvöldi sæti í riðlakeppni Euro Cup eftir góða ferð til Asóreyja í miðju Atlantshafinu. Körfubolti 1. október 2021 10:30
Haukar áfram í riðlakeppni EuroCup Haukakonur eru komnar í riðlakeppni EuroCup í körfubolta þrátt fyrir tveggja stiga tap gegn portúgalska liðinu Unaio Sportiva í kvöld, 81-79. Haukar unnu fyrri leikinn með fimm stigum á heimavelli og fara því áfram á samanlögðum árangri. Körfubolti 30. september 2021 22:26
Sóllilja og félagar úr leik í Evrópubikarnum Sóllilja Bjarndóttir og liðsfélagar hennar í sænska liðinu A3 Basket Umeå töpuðu í dag gegn ungverska liðinu FCSM Csata í undankeppni Evrópubikarkeppni kvenna í körfubolta, 81-79. Csata vann fyrri leik liðanna með 15 stiga mun og Sóllilja og Umeå sitja því eftir með sárt ennið. Körfubolti 30. september 2021 17:41
Risaleikur í fyrstu umferð bikarkeppninnar hjá konunum Dregið var í fyrstu umferðir VÍS bikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 30. september 2021 15:08
Elvar Már átti frábæran leik en það dugði ekki til Antwerp Giants tapaði með fimm stiga mun fyrir Mechelen í belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, lokatölur 90-85. Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í liði Antwerp. Körfubolti 29. september 2021 20:04
Sú besta í WNBA deildinni kemur frá Bahamaeyjum og spilar fyrir Bosníu Hún bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017, var valin besti sjötti maðurinn árið 2018 og var svo kosin besti leikmaðurinn í ár. Körfubolti 29. september 2021 17:00
Er aðeins tilbúinn að taka þátt í troðslukeppninni fyrir 129 milljónir Ja Morant er einn af framtíðarstjörnum NBA deildarinnar í körfubolta en það þarf mikið til þess að hann sé reiðubúinn að taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins. Körfubolti 29. september 2021 16:00
Skagamenn áttu aldrei möguleika gegn Haukum Haukar unnu ótrúlegan 76 stiga sigur á ÍA í 1. deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 120-44. Körfubolti 28. september 2021 22:30
Segir ekkert pláss fyrir óbólusetta leikmenn í NBA Goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar segir að NBA-deildin í körfubolta eigi að setja skýr fyrirmæli varðandi bólusetningar leikmanna og starfmanna félaga deildarinnar. Körfubolti 28. september 2021 18:00
Nýir erlendir leikmenn KR-inga þekkja vel til í íslensku deildinni KR-ingar staðfestu í gærkvöldi komu tveggja erlendra leikmanna til liðsins og báðir hafa þeir spilað áður í úrvalsdeildinni á Íslandi. Körfubolti 28. september 2021 16:30
Jordan við Curry: Golfið er erfiðara en körfuboltinn Afreksmennirnir Michael Jordan og Stephen Curry eiga það ekki aðeins sameiginlegt að vera einstakir leikmenn í NBA körfuboltanum heldur eru þeir líka báðir miklir golfáhugamenn. Golf 28. september 2021 16:01
Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila. Körfubolti 28. september 2021 15:30
Missa heimavöllinn sinn í miðri úrslitakeppni WNBA útaf Disney sýningu Úrslitakeppni WNBA deildarinnar í körfubolta stendur nú yfir og þó að kvennadeildin sé í sókn þarf hún enn að glíma við ákveðið virðingarleysi. Körfubolti 28. september 2021 11:00
Álftanes og Sindri með örugga sigra Tveir leikir fóru fram í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Álftanes vann sannfærandi sigur gegn Skallagrím 101-67 og Sindri lagði Fjölni 93-75. Körfubolti 27. september 2021 21:24
„Þá segir bara FIBA að þessi landsleikur verður ekki á Íslandi“ Íslenska körfuboltalandsliðið þarf mögulega að spila heimaleiki sína í undankeppni HM erlendis af því að Ísland getur ekki boðið upp á hús sem stenst kröfur FIBA. Körfubolti 27. september 2021 12:01