Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar styrkja sig fyrir komandi tíma­bil

Sólrún Inga Gísladóttir hefur samið við silfurlið Hauka um að leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næstu þrjú árin. Sólrún Inga hefur undanfarin ár leikið með Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Landsliðsmaður heim á Krókinn

Sigtryggur Arnar Björnsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur ákveðið að snúa aftur heim úr atvinnumennsku og spila með Tindastóli á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“

Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum.

Körfubolti