Evrópuríki horfa annað í leit að bóluefni Danir og Austurríkismenn ætla að funda með Ísraelsstjórn á morgun um bóluefnissamstarf. Vaxandi óánægja er á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins um hægagang í bóluefnismálum. Erlent 3. mars 2021 12:16
Enginn greindist með veiruna innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 3. mars 2021 10:58
Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. Erlent 2. mars 2021 23:56
Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. Innlent 2. mars 2021 21:19
Eldri Frakkar fá bóluefni AstraZeneca Frakklandsstjórn snerist í dag hugur og ákvað að eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma fái nú bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni. Erlent 2. mars 2021 20:00
Ætlar frekar að sleppa Ólympíuleikunum en að láta bólusetja sig Jamaíski spretthlauparinn Yohan Blake segir að hann myndi frekar sleppa Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en að fara í bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Sport 2. mars 2021 17:01
Sjö sendir til baka án gildra vottorða Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun. Innlent 2. mars 2021 15:04
„Við erum ekki fortíðin okkar og við erum ekki mistökin okkar“ „Stærsta æfingin mín er að færast ekki of mikið í fang, gera hlutina hægt og njóta þeirra,“ segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðlakona í viðtali við Vísi. Lífið 2. mars 2021 15:02
Netanjahú má ekki gefa bóluefni Ísraels Avichai Mandelblit, dómsmálaráðherra Ísraels, hefur varað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, um að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um að gefa aukaskammta ríkisins af bóluefni til bandamanna ríkisstjórnar sinnar. Erlent 2. mars 2021 13:03
81 árs og eldri streyma í bólusetningu Í dag hófst bólusetning fyrir Covid-19 á einstaklingum í aldurshópnum 81 árs og eldri. Á höfuðborgarsvæðinu fer bólusetningin fram í Laugardalshöll en þangað eru þeir boðaðir sem fæddir eru 1939 eða fyrr að því er segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Innlent 2. mars 2021 11:23
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með virkt smit á landamærum, og greindist hann í fyrri skimun. Innlent 2. mars 2021 10:39
Að vængstífa fólk Frá því faraldur Covid-19 hófst af fullum þunga í mars á síðasta ári og fram til dagsins í dag, hafa að meðaltali 50-100 manns á mánuði fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. Þegar svo er komið þurfa flestir að leita á á náðir sveitafélaga um fjárhagsaðstoð. Skoðun 2. mars 2021 08:31
Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. Erlent 2. mars 2021 06:48
Búið að bólusetja um 3,5% Íslendinga Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir. Innlent 1. mars 2021 21:30
Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. Innlent 1. mars 2021 20:11
Sá sem greindist í gær reyndist með mótefni Íslendingur sem greindist með kórónuveiruna innanlands í gær reyndist með mótefni, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Því var um gamalt smit að ræða. Innlent 1. mars 2021 15:43
Bálkakeðjan spili lykilhlutverk í bólusetningarvottorðum sem Íslendingar þróa í samstarfi við WHO Íslenskir sérfræðingar aðstoða nú Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) við þróun alþjóðlegs bólusetningarvottorðs. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, vonar að lausnin verði til á næstu tveimur til þremur mánuðum. Það velti þó á því hvenær ríki komi sér saman um útfærsluna. Viðskipti innlent 1. mars 2021 14:00
Fékk skyldmenni í heimsókn í sóttkvíarbústað Einstaklingur sem var í skimunarsóttkví í sumarbústað í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fékk ættingja í heimsókn til sín í sóttkvína, að því er fram kemur í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi sem birt var í dag. Innlent 1. mars 2021 13:42
Bólusetning gegn COVID-19 að hefjast í Afríkuríkjum Fyrstu skammtarnir af bóluefnum gegn COVID-19 bárust til Abidjan á Fílabeinsströndinni á föstudag. Heimsmarkmiðin 1. mars 2021 11:34
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var ekki í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Innlent 1. mars 2021 11:00
„Þetta lúrir alltaf yfir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi á hverjum tíma sífellt í endurskoðun. Núverandi reglur tóku gildi í liðinni viku og gilda til og með 17. mars. Innlent 1. mars 2021 10:29
Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi. Innlent 1. mars 2021 10:28
Enginn greindist innanlands og einn á landamærunum Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, en einn greindist á landamærunum. Innlent 28. febrúar 2021 10:28
Bóluefni Janssen fær grænt ljós í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt leyfir fyrir notkun bóluefnis Janssen fyrir Covid-19 í landinu. Um er að ræða þriðja bóluefnið sem samþykkt er í Bandaríkjunum og það fyrsta sem gefið er í einni sprautu. Áður hafa bóluefni Pfizer og Moderna fengist samþykkt í landinu. Erlent 28. febrúar 2021 08:46
Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Innlent 28. febrúar 2021 07:01
Stóðu heiðursvörð við útför kafteins Tom Moore Útför kafteins Tom Moore, sem safnaði milljörðum til styrktar breska heilbrigðiskerfinu síðasta vor, fór fram í dag. Breskir hermenn stóðu heiðursvörð og herflugvélar flugu yfir útförinni til heiðurs kafteininum. Erlent 27. febrúar 2021 20:06
Þriðjungur bandaríska hermanna afþakkar bólusetningu Þriðjungur bandaríska hermanna hefur afþakkað bólusetningu gegn Covid-19. Sums staðar, til dæmis í Fort Bragg í Norður-Karolínu, hefur minna en helmingur látið bólusetja sig. Erlent 27. febrúar 2021 13:29
Segir smit gærdagsins ekkert til að hafa áhyggjur af „Þetta er bara afleitt smit frá landamærasmiti. Einstaklingur sem kom hingað fyrir vikutíma og var að ljúka við sína sóttkví. Meðan við erum með fólk í sóttkví þá getum við alltaf búist við því að greina einhverja áfram,“ segir Þórólfur Guðnason um þær fréttir að einn hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 27. febrúar 2021 11:38
Einn greindist innanlands og einn á landamærunum Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu. Innlent 27. febrúar 2021 10:54
Biden skrefinu nær því að ná björgunarpakkanum í gegn Björgunarpakkafrumvarp Joes Biden Bandaríkjaforseta var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Frumvarpið gerir ráð fyrir opinberum útgjöldum upp á 1.900 milljarða dollara. Erlent 27. febrúar 2021 09:35