Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Þrír fram­bjóð­endur detta út

Þrír frambjóðendur Sósíalistaflokks í Suður- og Suðvesturkjördæmi voru felldir af listunum tveimur vegna ólögmætra undirskrifta á úrskurðarfundi landskjörstjórnar í dag. Hinir listarnir 59 voru samþykktir án athugasemda.

Innlent
Fréttamynd

Er ekki bara best að sýna heiðar­leika?

Þrumuræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins í leiðtogaumræðuþætti RÚV 1. nóvember hefur vakið mikla athygli sem er vel, því þar kom margt fram sem er þarft innlegg í þá umræðu um stöðu útlendingamála sem hefur farið hátt undanfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður hafi mögu­lega fengið sig full­saddan

Eldræða formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál hefur vakið mikla athygli. Formaður hjálparsamtaka segir ekkert við framferði hans gefa til kynna að flokkurinn standi fyrir mannúð en stjórnmálafræðingur telur formanninn mögulega hafa fengið sig fullsaddan af andúð annarra flokka.

Innlent
Fréttamynd

„Við skulum ekki endur­taka gömlu mis­tökin“

Jón Gnarr segir „útlendingavandann“ minna um margt á gamla „unglingavandann“. Hvort tveggja byggist á fordómum og ranghugmyndum frekar en staðreyndum. Ekki eigi að kenna ákveðnum hópum um úrræðaleysi stjórnvalda og endurtaka þannig gömul mistök.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður hafi fært Fram­sókn fjær Bjarna og Sig­mundi

Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins vera að einhverju leyti til að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. 

Innlent
Fréttamynd

„Tvær undir­skriftir sem vantaði“

Forsvarsmenn Lýðræðisflokksins og Ábyrgrar framtíðar segja stjórnmálasamtökin vera búin að lagfæra framboð sín í komandi Alþingiskosningum eftir að hafa fengið aðfinnslur frá Landskjörstjórn. Sósíalistaflokkurinn fékk líka aðfinnslur en skrifstofustjóri flokksins segir þær tilkomnar vegna tæknilegra örðugleika.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sem gefi til kynna að Fram­sókn standi fyrir mann­úð

Formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk segir Framsóknarflokkinn hafa innleitt mannfjandsamlegustu stefnu í málefnum flóttafólks frá seinni heimsstyrjöld. Ekkert við framferði flokksins síðustu ár gefi til kynna að hann standi fyrir mannúð þrátt fyrir orð formannsins um annað.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir um­boði þjóðarinnar til breytinga

Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016.

Innlent
Fréttamynd

Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eld­ræðu um út­lendinga

Líflegar og hvassar umræður sköpuðust um útlendingamál í fyrstu kappræðum formanna stjórnmálaflokkanna fyrir komandi alþingiskosningar á RÚV í kvöld. Sigmundur Davíð spyr hvort við eigum að hjálpa Rússum að tæma Úkraínu. Sigurði Inga var heitt í hamsi þegar hann spurði hvort kosningabaráttan ætti að snúast um svokölluð útlendingamál, og sagði að umræðan ætti að snúast um staðreyndir en ekki vera ofan í drullupotti. Hann segir suma stjórnmálamenn hræddari við lítinn strák í hjólastól en erlenda auðkýfinga sem kaupa upp jarðir.

Innlent
Fréttamynd

Á að skipta máli hverra manna þú ert?

Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fólkið sem stýrir kosninga­vélum flokkanna

Í kosningabaráttu er flokkunum mikilvægt að hafa hæft fólk við stýrið. Enda er um að ræða fólkið sem á að eltast við hvert einasta mögulega atkvæði fyrir sinn flokk, og stýra sem mestu fylgi heim. Kosningastjórar flokkanna sem bjóða fram í Alþingiskosningunum 30. nóvember næstkomandi eru meðal annars fyrrverandi ráðherra, tryggir aðstoðarmenn og reynslumikið fjölmiðlafólk.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Lýðræðis­flokksins

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. 

Innlent
Fréttamynd

Flokkshollusta á undan­haldi

Ráðgjafi segir flakk þingmanna á milli flokka meðal annars skýrast af því að lítill sem enginn munur er á milli stefnumála sumra flokka og flokkshollusta að einhverju leyti á undanhaldi. 

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún hefur beðið Dag af­sökunar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefur beðið Dag B. Eggertsson afsökunar á að hafa kallað hann aukaleikara sem ekki væri ráðherraefni flokksins að loknum kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­jón leiðir í Norðausturkjördæmi

Sigurjón Þórðarson líffræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Hann starfar sem framkvæmdastjóri hjá heilbrigðiseftirlitinu og sat á Alþingi árin 2003-2007. Sigurjón hefur setið í sveitarstjórn og unnið fjölbreytt störf, þar á meðal á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi leiðir og skrif­stofu­stjórinn í öðru

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Jónína Björk Óskarsdóttir, skrifstofustjóri Flokks fólksins, skipar 2. sæti listans. Áður starfaði hún sem forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Hafnarfirði. Jónína situr í stjórn Byggðastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

„Pabbi minn hefði örugg­lega orðið reiður“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist vera búin að biðja Dag B. Eggertsson afsökunar á einkaskilaboðum til íbúa í Grafarvogi sem komust í dreifingu. Dagur var kallaður aukaleikari í skilaboðunum og ekki ráðherraefni.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­full­trúi skipar annað sætið í kjör­dæmi for­mannsins

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mun leiða lista flokksins í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sálfræðingur skipar 2. sæti listans, en hún hefur setið sem borgarfulltrúi flokksins frá árinu 2018 og var áður meðal annars formaður Barnaheilla.

Innlent
Fréttamynd

Fram­boðs­listi Flokks fólksins í Suður­kjör­dæmi birtur

Ásthildur Lóa Þórsdóttir alþingismaður og kennari, mun leiða lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigurður Helgi Pálmason safnvörður og þáttagerðarmaður skipar 2. sætið, Elín Fanndal félagsliði og varaþingmaður, skipar 3. sætið og Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður hjá VR og miðstjórnarmaður ASÍ, það fjórða.

Innlent
Fréttamynd

Þau skipa fram­boðs­lista Pírata í kosningunum

Píratar hafa sent frá sér samþykkta framboðslista fyrir þingkosningarnar sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Flokkurinn stóð fyrir prófkjöri fyrr í mánuðinum þar ljóst var hverjir myndi skipa efstu sætin á listum flokksins.  

Innlent
Fréttamynd

Skiluðu meðmælalistum í Hörpu

Frestur stjórnmálaflokkanna til að skila framboðslistum sínum til alþingiskosninganna 30. nóvember rennur út klukkan tólf á hádegi. Skila má listum rafrænt eða í Hörpu. Vísir verður í beinni útsendingu úr Hörpu þar sem kemur í ljós hvaða flokkar ná að skila listum.

Innlent