

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
„Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið.
Aðstoðar lögreglu var óskað í gær vegna hótana og eineltis. Málið varðar tvo einstaklinga sem báðir eru á unglingsaldri og er málið rannsakað í samvinnu við barnavernd.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjölmargar tilkynningar og aðstoðarbeiðnir í gær og nótt vegna bifreiða sem höfðu tjónast eftir að hafa verið ekið ofan í holur.
Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra handtók fimm manns í heimahúsi. Tilkynnt hafði verið um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt.
Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn.
Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna.
Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður.
Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og handtóku meðal annars mann sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik.
Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni.
Bílstjóri steypubíls, sem ók á dreng á Ásvöllum í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að hann lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta staðfestir Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ökumaður vörubifreiðar sem ók á átta ára dreng á hjóli á Ásvöllum í Hafnarfirði í október 2023, með þeim afleiðingum að drengurinn lést, veitti umferð hjólandi vegfarenda ekki athygli áður en slysið varð. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ráðist í götulokanir við Hjalteyrargötu og Fiskitanga á Akureyri vegna tilfærslu sprengju sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag.
Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til þegar kviknaði í bifreið og útfrá útikerti. Engin slys urðu á fólki.
Rúmlega 148 þúsund mál voru skráð hjá lögreglu árið 2024 og hafa aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál á einu ári. Þá var lagt hald á óvenju mikið magn af MDMA og maríjúana. Rétt rúmlega tólf þúsund hegningarlagabrot voru skráð.
Maðurinn sem ákærður er fyrir að bana hjónum í Neskaupstað neitaði sök. Málið var þingfest í dag í Héraðsdómi Austurlands.
Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu í gær eftir að hafa verið „hent út af bar sökum ölvunar“. Sagði maðurinn farir sínar ekki sléttar en honum hefði verið meinað um að leysa út vinning í spilakassa áður en honum var vísað út.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Frá klukkan fimm í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun var 61 mál bókað í kerfum lögreglu. Þá gista fjórir í fangageymslu í nótt.
Ökumaður bílsins sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn er enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.
Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt.
Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning.
Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar.
Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum.
Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál.
Ökumaður bifreiðar sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítala.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt.