Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Rúsínukökur

Þessa girnilegu uppskrift af rúsínukökum sendi Þórdís Borgþórsdóttir okkur

Jólin
Fréttamynd

Kartöflumús og meðlæti

Kartöflurnar eru bakaðar í ofni ofaná grófu salti í c.a 45 mín við 200° . kartöflurnar eru setta í gegnum sigti, rjóminn er soðin í c.a 3 mín og blandað saman við kartöflurnar og hrært vel saman, þá er smjörinu blandað saman við ásamt kryddi. Í þetta sinn erum við með trufluolíu, steinselju, salt og pipar. Hrærið vel í músinni þar til hún glansar fallega og smakkið vel til.

Matur
Fréttamynd

Gæsabringur með bláberjasósu

Brúnið kjötið vel við háan hita og bætið berjunum við í lokin. Látið kjötið svo kólna við stofuhita áður en það er sett inn í ofn í eldföstu móti og eldað við 180°C í 10–13 mínútur (fer svolítið eftir stærð). Gott er að láta fuglinn standa aðeins áður en hann er skorinn.

Matur
Fréttamynd

Reykt önd með hindberja vinagrettu

Hneturnar eru létt ristaðar á þurri pönnu, þá er 2-3 tsk af sykri blandað saman við og hnetunum vellt uppúr bræddum sykrinum, kælið svo hneturnar. Púrrulaukurinn er skorinn í langar og þunnar ræmur og steiktur uppúr mikið af olíu þar til vel steiktur, þerrið svo laukinn.

Matur
Fréttamynd

Heimalagað rauðkál og rauðvínssósa

Eplin og rauðkálið er skorið niður, þetta er sett í pott ásamt smjöri og blandað vel saman. Þá er restinni blandað saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ - 2 tíma. Hræra þarf reglulega í pottinum.

Matur
Fréttamynd

Hamborgarhryggur og eplasalat

Hryggurinn er settur inní ofn við 160° í 90 mínútur, gott er að setja smá vatn í botninn svo hann þorni ekki. Hryggurinn er tekinn út og losaður af beininu.

Matur
Fréttamynd

Krónhjartarsteik

Kjötið er brúnað á pönnu og kryddað með salt og pipar, nokkrar timjangreinar eru steiktar með. Kjötið er sett í eldfast mót og eldað við 180° í c.a 12 mín eða þar til kjarninn er kominn í c.a 55° látið kjötið standa í c.a 5-7 mín áður en það er skorið.

Matur
Fréttamynd

Eplasalat og kartöflur

Rjóminn er létt þeyttur, selleríið er skorið mjög smátt niður. Vínberin eru skorinn í tvennt. Eplin eru skorin niður smátt, öllu er svo blandað saman og sett í kæli.

Matur
Fréttamynd

Fylltur kalkúnn

Fuglinn er látinn þyðna í 2 sólarhringa í kæli og gott er að taka fuglinn út og láta hann standa við stofuhita daginn sem hann er eldaður. Takið innmatinn úr fuglinum og þerrið skinnið vel á fuglinum. Skolið fuglinn að innan með vatni.

Matur
Fréttamynd

Hreindýrasteik með púrtvín og villisveppasósu

Kjötið er brúnað á pönnu og kryddað með salt og pipar, restin af kryddinu er sett á pönnuna. Kjötið er sett í elfast mót, c.a 5-6 greinar af garðblóðbergi er sett í kringum og ofaná kjötið. Rósmarinið er sett í mótið ásamt rifsberjum og einiberjum.

Matur
Fréttamynd

Kalkúna fylling

Smjörið er bræt á pönnu g smátt saxaður laukurinn er látinn saman við og steikjast í c.a 10 mín, eða þar til meyr. Eplin eru skorin niður í litla bita, skinkan er skorinn smátt ásamt sellerí. Brauðið er skorið í litla teninga, þá eru kryddjurtirnar saxaðar smátt niður og börkurinn af appelsínunni er rifinn mjög smátt.

Matur
Fréttamynd

Hvít súkkulaði- og temús

Hitið mjólk og rjóma að suðu með 2 tepokum úti í. Hellið vökvanum yfir saxað súkkulaðið og hrærið vel saman. Blandið svo mjúku smjörinu saman við ásamt eggjarauðunum, einni í einu. Stífþeytið að síðustu hvíturnar og sykurinn og blandið saman við súkkulaðiblönduna. Setjið þetta strax í form og látið standa í kæli minnst þrjá tíma.

Matur
Fréttamynd

Rjómalöguð sveppasúpa

Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust. Þá er mjólk og rjómi blandað saman við ásamt sítrónusafa og kryddi, látið krauma í c.a 5-6 mín við mjög vægan hita.

Matur
Fréttamynd

Nautafille

Kjötið er velt upp úr olíu og kryddað með vel með salt og pipar. Þá er kjötið brúnað vel á pönnu, þá er einni góðri matskeið af smjöri sett á pönnuna ásamt sitthvorri greininni af rósmarin og timjan, kjötið er velt upp úr smjörinu og kryddinu. Þá er kjötið tekið til hliðar.

Matur
Fréttamynd

Rækjukokteill

Salat er rifið niður og sett í litlar skálar. Rækjurnar eru settar ofan á salatið ásamt smátt skorni melónu, sósunni hellt yfir, glasið er svo skreytt með tómat, gúrku, sítrónu og steinselju.

Matur
Fréttamynd

Villisveppa ragú

Sveppirnir eru steiktir á pönnu uppúr olíu og smöri ef vill. Steikið sveppina vel og kryddið með salt og pipar. Setjið rjómann saman við í restina og látið sjóða vel niður.

Matur
Fréttamynd

Meðlæti með kalkún

Innmaturinn er steiktur fyrst og brúnaður vel, þá er restinn sett saman við og steikt áfram. Þá er 1 ½ L af vatni sett saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ klst. Fleytið allri fitu af ef einhver er á meðan suðan fer fram.

Matur
Fréttamynd

Humar með portobello-sveppum

Steikið humarinn upp úr smjöri með hvítlauk við háan hita. Skerið sveppina smátt niður og steikið upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar. Bætið koníaki, soði og balsamediki út í og látið aðeins sjóða og blandið þá rjómanum saman við. Látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar.

Matur
Fréttamynd

Súkkulaðisúpa

Mjólkin er hituð að suðu með anis, lime berkinum og sultuhleypi. Hellið svo helmingnum af mjólkinni yfir súkkulaðið og leysið súkkulaðið varlega upp, hellið svo restinni yfir og blandið vel saman, látið súpuna standa helst yfir nótt. Gott er að píska súpuna aðeins áður en hún er borinn fram með pískara.

Matur
Fréttamynd

Nauta carpaccio

Kjötið er skorið mjög þunnt niður og raðað á diska. Þá er kjötið kryddað með salt og pipar. Rifið börkinn þunnt niður og dass af sítrónusafa er hellt yfir. Þá er olíu og trufluolía hellt yfir kjötið. Fallegt salat er sett í miðjuna á diskinum. brjótið svo parmesaninn yfir kjötið. Ristið furuhneturnar og setjið yfir allann diskinn.

Matur
Fréttamynd

Súkkulaðimús

Súkkulaði og smjör er brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðurnar eru þeyttar með 25 gr af sykri og hvíturnar eru svo þeyttar með 75gr af sykri. Eggjablöndunni er blandað varlega saman við ásamt súkkulaðinu og að lokum er létt þeyttum rjómanum blandað saman við.

Matur
Fréttamynd

Svindlað á Sushi - myndband

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Friðriku Geirsdóttur sem eldaði sushi fyrir áhorfendur Stöðvar 2 í sjónvarpsþættinum Ísland í dag.

Matur
Fréttamynd

Friðrika fersk í sjónvarpið á ný

„Léttir réttir Rikku" nefnist spennandi nýjung sem verður á dagskrá í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag öll miðvikudagskvöld fyrir áhorfendur Stöðvar 2.

Matur
Fréttamynd

Hvetur fólk til að elda

Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima.

Matur