Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ótrúleg dramatík í uppbótartíma í Ljubljana

    Ótrúlegar senur áttu sér stað í Ljúblíana í gær í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Matevž Vidovšek var hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Panathinaikos áfram í Meistaradeildinni

    Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos tryggðu sig áfram í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Dnipro-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Elska hann en við verðum ó­vinir í 90 mínútur, því miður“

    Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Haf á milli okkar og við sjáumst allt­of sjaldan“

    Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ísak Berg­mann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veik­leika

    „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Blikar fá undan­þágu

    Breiðablik má spila á Kópavogsvelli í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá leikur var alltaf að fara fram á Kópavogsvelli en viðureign Blika í 3. umferð, sama hvort væri um Meistara- eða Evrópudeild var í uppnámi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rekinn eftir tapið gegn Klaks­vík

    Þjálfari ungverska knattspyrnuliðsins Ferencváros, Stanislav Chercheso, var látinn taka poka sinn eftir 0-3 tap gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Blikar vígja nýtt gras á Parken

    Breiðablik mun vígja nýtt gras á Parken, heimavelli FC Kaupmannahafnar og dönsku landsliðanna í knattspyrnu, þegar Blikar mæta FCK í síðari leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti