Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Terry í byrjunarliði Chelsea

    Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur þegar tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn MSK Zilina í F-riðli Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Redknapp ánægður með sína menn

    Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var ánægður með sína menn þó svo að þeir hefðu misst 2-0 forystu í jafntefli gegn Werder Bremen í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sölvi í byrjunarliði FCK

    Sölvi Geir Ottesen er í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem mætir Rubin Kazan frá Rússlandi í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Silvestre: Bremen getur unnið öll lið

    Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre, sem nú leikur með Werder Bremen, er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld þó svo hann sé ekki búinn að vera lengi hjá liðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sandro skilinn eftir á flugvellinum

    Skrípaleikurinn í kringum Brasilíumanninn Sandro hjá Tottenham hélt áfram er hann var skilinn eftir á Stansted-flugvelli er liðið hélt til Þýskalands þar sem það mætir Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rio gæti spilað í kvöld

    Svo gæti farið að Rio Ferdinand stígi aftur út á knattspyrnuvöllinn í kvöld er Man. Utd sækir Glasgow Rangers heim í Meistaradeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Defoe fór í ökklaaðgerð og verður frá í þrjá mánuði

    Tottenham er nú búið að fá slæmar fréttir af framherja sínum Jermain Defoe þrjá daga í röð. Hann meiddist í leik með enska landsliðinu á þriðjudag, á miðvikudaginn var talið að hann yrði frá í sex vikur en í gær kom í ljós að hann þurfti að fara í aðgerð og verður frá í þrjá mánuði.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Marseille reyndi að kaupa Drogba frá Chelsea í sumar

    Franska liðið Marseille hefur skýrt frá því að liðið reyndi að kaupa Didier Drogba, markakóng ensku úrvalsdeildarinnar, frá Chelsea í sumar. Drogba er einn allra besti framherji heims og því vpru engar líkur að Chelsea væri til í að selja hann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Atletico Madrid vann Ofurbikarinn

    Spænska liðið Atletico Madrid vann leikinn um Ofurbikarinn í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Inter í þessum árlega leik milli sigurvegaranna í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

    Fótbolti