Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fótbolti er óútreiknanlegur

    „Við vorum nálægt, við vorum mjög nálægt. En á endanum tókst ekki að komast áfram,“ sagði Pep Guardiola eftir súrt tap sinna manna í Madríd í kvöld. Tapið þýðir að Manchester City mistókst að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir sögu Real Madrid hafa hjálpað liðinu

    Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, átti fá orð til að útskýra enn eina endurkomu liðs síns í Meistaradeild Evrópu. Real tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skora tvívegis undir lok leiks gegn Manchester City og tryggja sér svo sæti í úrslitum með marki í framlengingu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Klopp: Við gerðum okkur erfitt fyrir

    Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leift sér að brosa eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með 3-2 sigri gegn Villarreal í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ef maður leiksins er einn af okkar mönnum þá eigum við séns“

    Unai Emery og lærisveinar hans í Villarreal eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar liðið tekur á móti Liverpool í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn 2-0 og Emery segir að sínir menn þurfi að spila fullkomin leik til að snúa taflinu sér í hag.

    Fótbolti