Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Sacheen Littlefeather er látin

Aðgerðarsinninn Sacheen Littlefeather er látin, 75 ára að aldri. Hún hafði barist við krabbamein í brjósti undanfarin ár. Í tilkynningu frá Óskarsverðlaunaakademíunni segir að hún hafi verið umkringd fjölskyldu og vinum þegar hún féll frá.

Lífið
Fréttamynd

Sögð ætla að halda tryggð við Adam Levine

Þrátt fyrir allt virðist skilnaður ekki vera í farvatninu hjá poppstjörnunni Adam Levine. Eiginkona hans, fyrirsætan Behati Prinsloo, er sögð ætla að halda tryggð við Levine en hún gengur með þeirra þriðja barn um þessar mundir.

Lífið
Fréttamynd

Úkraínskir listamenn sýna í Hörpu

Harpan iðar af menningu og lífi að vanda en samtökin Artists4Ukraine standa fyrir fjölbreyttri listasýningu þar um þessar mundir. Samtökin hafa á undanförnum mánuðum staðið fyrir ýmsum listviðburðum þar sem allur ágóði rennur óspart til góðgerðasamtaka í Úkraínu. Næstkomandi mánudag verður stór söfnunarviðburður á þeirra vegum í Kaldalóni.

Menning
Fréttamynd

Tók þátt í óupplýstu vopnuðu ráni og notar þá reynslu í smásögu

Nýtt smásagnasafn frá Berglindi Ósk er sannarlega verk sem áhugamenn um bókmenntir ættu að gefa gaum. Um er að ræða kröftugar sögur, raunsæislegar nútímasögur og óvægnar þar sem fjallað er meðal annars um ofbeldi, glæpi, vímuefnaneyslu og hættuleg og vonlaus sambönd. Berglind Ósk segir að hún byggi á eigin reynslu, eins langt og það nær.

Menning
Fréttamynd

Silfursvanir á svið á Madeira

Hópur ballerína á sjötugs-og áttræðisaldri hefur æft stíft undanfarið fyrir ballettatriði sem þær verða með á stórri alþjóðlegri hátíð á Madeira í næstu viku. Kennarinn segir sumar þeirra vera að upplifa gamlan draum.

Innlent
Fréttamynd

Jón Jóns­son og Auður gefa út lag sem þeir sömdu ó­vart

Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Auður gáfu í dag út sitt fyrsta lag saman. Lagið ber heitið Ég var ekki þar og var það samið alveg óvart fyrir tólf dögum síðan. Þeim fannst lagið passa vel inn í haustið og ákváðu þeir þess vegna að hafa hraðar hendur við útgáfu þess.

Lífið
Fréttamynd

Boðið að gista í kofa Sander­son systra

Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Landsmenn minnast Prins Póló

Samúðarkveðjum og minningum sem tileinkaðar eru tónlistarmanninum Svavari Pétri Eysteinssyni, betur þekktum sem Prins Póló, hafa fyllt samfélagsmiðla í dag eftir að fregnir bárust af andláti hans. Svavar lést 45 ára eftir baráttu við krabbamein. 

Tónlist
Fréttamynd

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur Eysteinsson, tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, er látinn, 45 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Lífið
Fréttamynd

„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“

Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emily in Paris snýr aftur í desember

Tökum er lokið á þriðju seríunni af Emily in Paris og snýr þátturinn aftur á Netflix þann 21. desember. Leikkonan Lily Collins, sem leikur Emily, deildi myndum af tökustað og fögrum orðum um lífsreynsluna á Instagram miðli sínum í gær.

Lífið
Fréttamynd

Grease tónleikasýning í Laugardalshöllinni

Grease tónleikasýningin sem fram fer í Laugardalshöllinni 29. október, mun laða fram allt það helsta úr söngleiknum. Tónlistin í flutningi Stuðlabandsins, allir hópdansarnir, sagan og stemningin í frábærri leikstjórn Gretu Salóme í umgjörð sem ekki hefur sést hingað til hérlendis.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Coolio er látinn

Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995.

Lífið
Fréttamynd

Lizzo spilaði á kristals­flautu James Madi­son

Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal.

Tónlist